Indverjar fyrstir til að lenda við suðurpól tunglsins Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2023 13:50 Börn fylgjast með lendingu Chandrayaan-3 í skóla í Guwahati á Indlandi í morgun. AP/Anupam Nath Indverska geimfarið Chandrayaan-3 varð fyrsta manngerða farið til þess að lenda nærri suðurpól tunglsins í dag. Könnunarjeppi á að rannsaka jarðveg og steina á tunglinu, þar á meðal efnasamsetningu þeirra. Mikil fagnarlæti brutust út í stjórnstöð leiðangursins í Bengalaru á sunnanverðu Indlandi þegar Chandrayaan-3 lenti á yfirborði tunglsins klukkan 6:04 að staðartíma í morgun, klukkan 0:34 að íslenskum tíma í nótt. Indverjar urðu þá aðeins fjórða þjóðin til þess að lenda geimfari á tunglinu. Bandaríkjamenn, Sovétmenn og Kínverjar höfðu áður unnið það afrek. Suðurpóll tunglsins þykir sérstaklega spennandi þar sem þar er talið að sé að finna frosið vatn í eilífu myrkri í loftsteinagígum. Vatnið væri lykilauðlind fyrir framtíðarbækistöðvar mannkynsins á tunglinu. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að Luna-25, fyrsta tunglfar Rússa í hálfa öld, sem átti að lenda á suðurpólnum, brotlenti og fórst. Indverjar upplifðu sjálfir misheppnaðan tunglleiðangur árið 2019. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fylgdist með lendingunni í Suður-Afríku þar sem hann tekur þátt í BRICS-ráðstefnunni. „Indland er núna á tunglinu. Indland hefur náð til suðurpóls tunglsins, engu öðru landi hefur tekist það. Við verðum vitni að sögunni,“ sagði Modi sigurreifur. Tunglið Geimurinn Tækni Indland Tengdar fréttir Rússneska geimfarið brotlenti á tunglinu Luna-25, hið rússneska tunglfar, brotlenti á tunglinu. Þetta var fyrsta tilraun Rússa til að komast til tunglsins í 47 ár. 20. ágúst 2023 09:27 Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. 14. júlí 2023 15:03 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Mikil fagnarlæti brutust út í stjórnstöð leiðangursins í Bengalaru á sunnanverðu Indlandi þegar Chandrayaan-3 lenti á yfirborði tunglsins klukkan 6:04 að staðartíma í morgun, klukkan 0:34 að íslenskum tíma í nótt. Indverjar urðu þá aðeins fjórða þjóðin til þess að lenda geimfari á tunglinu. Bandaríkjamenn, Sovétmenn og Kínverjar höfðu áður unnið það afrek. Suðurpóll tunglsins þykir sérstaklega spennandi þar sem þar er talið að sé að finna frosið vatn í eilífu myrkri í loftsteinagígum. Vatnið væri lykilauðlind fyrir framtíðarbækistöðvar mannkynsins á tunglinu. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að Luna-25, fyrsta tunglfar Rússa í hálfa öld, sem átti að lenda á suðurpólnum, brotlenti og fórst. Indverjar upplifðu sjálfir misheppnaðan tunglleiðangur árið 2019. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fylgdist með lendingunni í Suður-Afríku þar sem hann tekur þátt í BRICS-ráðstefnunni. „Indland er núna á tunglinu. Indland hefur náð til suðurpóls tunglsins, engu öðru landi hefur tekist það. Við verðum vitni að sögunni,“ sagði Modi sigurreifur.
Tunglið Geimurinn Tækni Indland Tengdar fréttir Rússneska geimfarið brotlenti á tunglinu Luna-25, hið rússneska tunglfar, brotlenti á tunglinu. Þetta var fyrsta tilraun Rússa til að komast til tunglsins í 47 ár. 20. ágúst 2023 09:27 Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. 14. júlí 2023 15:03 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Rússneska geimfarið brotlenti á tunglinu Luna-25, hið rússneska tunglfar, brotlenti á tunglinu. Þetta var fyrsta tilraun Rússa til að komast til tunglsins í 47 ár. 20. ágúst 2023 09:27
Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. 14. júlí 2023 15:03