Sagði lögregluþjónum að hunskast út degi áður en hún lést Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2023 19:26 Skjáskot af upptöku úr öryggismyndavél á heimili Eric og Joan Meyer. Eric segir húsleit lögreglu hafa dregið móður sína til dauða. AP/Eric Meyer Hin 98 ára gamla Joan Meyer var verulega ósátt við lögregluþjóna sem framkvæmdu húsleit heima hjá henni og syni hennar fyrr í mánuðinum. Myndband úr öryggismyndavél sýnir að Meyer var í uppnámi þegar lögregluþjónarnir réðust til atlögu og krafðist hún þess á einum tímapunkti að lögregluþjónarnir hunskuðu sér út en hún lést degi síðar. Hún var eigandi héraðsmiðilsins Record í Marionbæ í Kansas en útgefandinn er sonur hennar og deildu þau sömuleiðis heimili. Húsleit var einnig gerð á skrifstofu miðilsins eftir að starfsmenn dagblaðsins voru sakaðir um að hafa nálgast upplýsingar um eiganda veitingastaðar með ólöglegum hætti. Sonur Joan, sem heitir Eric, segir að hún hafi dáið vegna áfalls eftir húsleitina. Einnig var gerð húsleit á heimili konu í bæjarstjórn Marion, Ruth Herbel, sem eigandi veitingastaðarins hafði einnig sakað um að brjóta lög. Eric Meyer og Ruth Herbel segja að þau hafi fengið afrit af skjölum sem sneru að vínveitingaleyfi umrædds veitingamanns. Í þessum skjölum voru upplýsingar sem gerðu Herbel og Meyer kleift að skoða frekari upplýsingar um veitingamanninn og stöðu ökuskírteinis hennar. Lögreglan segir að þau hafi brotið lög með því að skoða þær upplýsingar en lögmenn Herbel og Meyer segja það rangt. Sjá einnig: Eigandi fjölmiðils lést eftir „ólögmæta“ húsleit Málið hefur vakið mikla athygli vestanhafs og Saksóknari hefur sagt að húsleitirnar hafi verið ólögmætar og hefur lögreglunni verið skipað að skila tölvum og símum sem hald var lagt á. Á meðal þess sem lögreglan lagði hald á voru tölva og sími blaðamanns sem kom ekkert að málinu sem sneri að veitingamanninn, heldur var að rannsaka nýjan lögreglustjóra Marion og af hverju hann flutti frá Kansasborg í Missouri í apríl. Ríkislöggæslustofnunin Kansas Bureau of Investigation hefur málið til rannsóknar. Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Hún var eigandi héraðsmiðilsins Record í Marionbæ í Kansas en útgefandinn er sonur hennar og deildu þau sömuleiðis heimili. Húsleit var einnig gerð á skrifstofu miðilsins eftir að starfsmenn dagblaðsins voru sakaðir um að hafa nálgast upplýsingar um eiganda veitingastaðar með ólöglegum hætti. Sonur Joan, sem heitir Eric, segir að hún hafi dáið vegna áfalls eftir húsleitina. Einnig var gerð húsleit á heimili konu í bæjarstjórn Marion, Ruth Herbel, sem eigandi veitingastaðarins hafði einnig sakað um að brjóta lög. Eric Meyer og Ruth Herbel segja að þau hafi fengið afrit af skjölum sem sneru að vínveitingaleyfi umrædds veitingamanns. Í þessum skjölum voru upplýsingar sem gerðu Herbel og Meyer kleift að skoða frekari upplýsingar um veitingamanninn og stöðu ökuskírteinis hennar. Lögreglan segir að þau hafi brotið lög með því að skoða þær upplýsingar en lögmenn Herbel og Meyer segja það rangt. Sjá einnig: Eigandi fjölmiðils lést eftir „ólögmæta“ húsleit Málið hefur vakið mikla athygli vestanhafs og Saksóknari hefur sagt að húsleitirnar hafi verið ólögmætar og hefur lögreglunni verið skipað að skila tölvum og símum sem hald var lagt á. Á meðal þess sem lögreglan lagði hald á voru tölva og sími blaðamanns sem kom ekkert að málinu sem sneri að veitingamanninn, heldur var að rannsaka nýjan lögreglustjóra Marion og af hverju hann flutti frá Kansasborg í Missouri í apríl. Ríkislöggæslustofnunin Kansas Bureau of Investigation hefur málið til rannsóknar.
Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira