Sagði lögregluþjónum að hunskast út degi áður en hún lést Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2023 19:26 Skjáskot af upptöku úr öryggismyndavél á heimili Eric og Joan Meyer. Eric segir húsleit lögreglu hafa dregið móður sína til dauða. AP/Eric Meyer Hin 98 ára gamla Joan Meyer var verulega ósátt við lögregluþjóna sem framkvæmdu húsleit heima hjá henni og syni hennar fyrr í mánuðinum. Myndband úr öryggismyndavél sýnir að Meyer var í uppnámi þegar lögregluþjónarnir réðust til atlögu og krafðist hún þess á einum tímapunkti að lögregluþjónarnir hunskuðu sér út en hún lést degi síðar. Hún var eigandi héraðsmiðilsins Record í Marionbæ í Kansas en útgefandinn er sonur hennar og deildu þau sömuleiðis heimili. Húsleit var einnig gerð á skrifstofu miðilsins eftir að starfsmenn dagblaðsins voru sakaðir um að hafa nálgast upplýsingar um eiganda veitingastaðar með ólöglegum hætti. Sonur Joan, sem heitir Eric, segir að hún hafi dáið vegna áfalls eftir húsleitina. Einnig var gerð húsleit á heimili konu í bæjarstjórn Marion, Ruth Herbel, sem eigandi veitingastaðarins hafði einnig sakað um að brjóta lög. Eric Meyer og Ruth Herbel segja að þau hafi fengið afrit af skjölum sem sneru að vínveitingaleyfi umrædds veitingamanns. Í þessum skjölum voru upplýsingar sem gerðu Herbel og Meyer kleift að skoða frekari upplýsingar um veitingamanninn og stöðu ökuskírteinis hennar. Lögreglan segir að þau hafi brotið lög með því að skoða þær upplýsingar en lögmenn Herbel og Meyer segja það rangt. Sjá einnig: Eigandi fjölmiðils lést eftir „ólögmæta“ húsleit Málið hefur vakið mikla athygli vestanhafs og Saksóknari hefur sagt að húsleitirnar hafi verið ólögmætar og hefur lögreglunni verið skipað að skila tölvum og símum sem hald var lagt á. Á meðal þess sem lögreglan lagði hald á voru tölva og sími blaðamanns sem kom ekkert að málinu sem sneri að veitingamanninn, heldur var að rannsaka nýjan lögreglustjóra Marion og af hverju hann flutti frá Kansasborg í Missouri í apríl. Ríkislöggæslustofnunin Kansas Bureau of Investigation hefur málið til rannsóknar. Bandaríkin Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Hún var eigandi héraðsmiðilsins Record í Marionbæ í Kansas en útgefandinn er sonur hennar og deildu þau sömuleiðis heimili. Húsleit var einnig gerð á skrifstofu miðilsins eftir að starfsmenn dagblaðsins voru sakaðir um að hafa nálgast upplýsingar um eiganda veitingastaðar með ólöglegum hætti. Sonur Joan, sem heitir Eric, segir að hún hafi dáið vegna áfalls eftir húsleitina. Einnig var gerð húsleit á heimili konu í bæjarstjórn Marion, Ruth Herbel, sem eigandi veitingastaðarins hafði einnig sakað um að brjóta lög. Eric Meyer og Ruth Herbel segja að þau hafi fengið afrit af skjölum sem sneru að vínveitingaleyfi umrædds veitingamanns. Í þessum skjölum voru upplýsingar sem gerðu Herbel og Meyer kleift að skoða frekari upplýsingar um veitingamanninn og stöðu ökuskírteinis hennar. Lögreglan segir að þau hafi brotið lög með því að skoða þær upplýsingar en lögmenn Herbel og Meyer segja það rangt. Sjá einnig: Eigandi fjölmiðils lést eftir „ólögmæta“ húsleit Málið hefur vakið mikla athygli vestanhafs og Saksóknari hefur sagt að húsleitirnar hafi verið ólögmætar og hefur lögreglunni verið skipað að skila tölvum og símum sem hald var lagt á. Á meðal þess sem lögreglan lagði hald á voru tölva og sími blaðamanns sem kom ekkert að málinu sem sneri að veitingamanninn, heldur var að rannsaka nýjan lögreglustjóra Marion og af hverju hann flutti frá Kansasborg í Missouri í apríl. Ríkislöggæslustofnunin Kansas Bureau of Investigation hefur málið til rannsóknar.
Bandaríkin Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira