Rekja gróðureldana á Tenerife til vísvitandi íkveikju Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2023 08:43 Íbúar á Tenerife fylgjast með húsum sínum í bjarma gróðureldanna sem hafa geisað á eyjunum frá því í síðustu viku. AP/Arturo Rodriguez Lögreglan á Tenerife telur að vísvitandi íkveikja hafi komið stjórnlausum gróðureldum sem geisa enn á eyjunni af stað. Þúsundir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna eldanna. Fernando Clavijo, forseti sjálfstjórnarhéraðs Kanaríeyja, sagði í gær að lögreglan rannsakaði íkveikjuna. Hann greindi ekki frá því hvort að nokkur hefði verið handtekinn. Eldarnir hafa nú geisað stjórnlaust í fimm daga og hafa um 11.600 hektarar furuskógar og óræktaðs svæðis orðið þeim að bráð. Fleiri en tólf þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Ekkert mann- eða eignatjón hefur enn orðið en eldarnir ógna ellefu þorpum í klettóttum fjallshlíðum sem slökkviliðsmenn eiga erfitt með að komast að, að sögn AP-fréttastofunnar. Um fjögurhundruð slökkvliliðsmenn glíma við eldana studdir 23 þyrlum og flugvélum sem varpa vatni á eldana úr lofti. Rosa Dávila, forseti bæjarráðs Tenerife, segir það slökkviliðsmönnunum að þakka að engin hús hafi brunnið enn sem komið er. Yfirvöld þakka slökkviliðsmönnum að gróðureldarnir hafi ekki enn náð að brenna hús á eyjunni.AP/Arturo Rodriguez Úrkoma undir meðaltali undanfarin ár Slökkviliðsmönnum varð nokkuð ágengt þegar veðuraðstæður skánuðu á aðfararnótt sunnudags. Spáð er um þrjátíu stiga hita á Tenerife í vikunni á sama tíma og enn ein hitabylgjan gengur yfir meginland Spánar með um fjörutíu stiga hita á miðvikudag og fimmtudag. Viðvarandi þurrkur hefur verið á Kanaríeyjum undanfarin ár. Úrkoma þar hefur verið undir meðaltali og er það rakið til breytts úrkomumynsturs vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Um 75.000 hektarar lands hafa brunnið í gróðureldum á Spáni það sem af er ári. Eldarnir á Spáni eru þeir umfangsmestu í nokkru Evrópusambandsríki í ár. Þar af brunnu um 4.500 hektarar í eldum á La Palma, nágrannaeyju Tenerife, í síðasta mánuði. Um tvö þúsund manns þurftu að flýja heimili sín vegna þeirra. Um fjörutíu prósent alls gróðurlendis sem brann í Evrópusambandsríkjum í fyrra var á Spáni. Spánn Gróðureldar Náttúruhamfarir Kanaríeyjar Tengdar fréttir Skógareldar á Tenerife: „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag“ Stjórnlausir skógareldar loga á Tenerife og Íslendingur á eyjunni segist fá illt í hjartað þegar hann hugsar til bænda og íbúa á svæðinu sem brennur. Fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife verði þó ekki vart við ástandið. 17. ágúst 2023 19:11 Gengur illa að ráða við stjórnlausan eldinn á Tenerife Gróðureldarnir sem kviknuðu aðfararnótt þriðjudags á Tenerife hafa nú breitt úr sér yfir 1.800 hektara lands og gengur viðbragðsaðilum illa að ráða við þá. 17. ágúst 2023 07:51 Rýma fjögur þorp á Tenerife vegna gróðurelda Spænsk yfirvöld hafa skipað rýmingu fjögurra þorpa á eyjunni Tenerife eftir að gróðureldur kviknaði í þjóðgarðinum í kringum Teide-fjall. 16. ágúst 2023 10:45 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Fernando Clavijo, forseti sjálfstjórnarhéraðs Kanaríeyja, sagði í gær að lögreglan rannsakaði íkveikjuna. Hann greindi ekki frá því hvort að nokkur hefði verið handtekinn. Eldarnir hafa nú geisað stjórnlaust í fimm daga og hafa um 11.600 hektarar furuskógar og óræktaðs svæðis orðið þeim að bráð. Fleiri en tólf þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Ekkert mann- eða eignatjón hefur enn orðið en eldarnir ógna ellefu þorpum í klettóttum fjallshlíðum sem slökkviliðsmenn eiga erfitt með að komast að, að sögn AP-fréttastofunnar. Um fjögurhundruð slökkvliliðsmenn glíma við eldana studdir 23 þyrlum og flugvélum sem varpa vatni á eldana úr lofti. Rosa Dávila, forseti bæjarráðs Tenerife, segir það slökkviliðsmönnunum að þakka að engin hús hafi brunnið enn sem komið er. Yfirvöld þakka slökkviliðsmönnum að gróðureldarnir hafi ekki enn náð að brenna hús á eyjunni.AP/Arturo Rodriguez Úrkoma undir meðaltali undanfarin ár Slökkviliðsmönnum varð nokkuð ágengt þegar veðuraðstæður skánuðu á aðfararnótt sunnudags. Spáð er um þrjátíu stiga hita á Tenerife í vikunni á sama tíma og enn ein hitabylgjan gengur yfir meginland Spánar með um fjörutíu stiga hita á miðvikudag og fimmtudag. Viðvarandi þurrkur hefur verið á Kanaríeyjum undanfarin ár. Úrkoma þar hefur verið undir meðaltali og er það rakið til breytts úrkomumynsturs vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Um 75.000 hektarar lands hafa brunnið í gróðureldum á Spáni það sem af er ári. Eldarnir á Spáni eru þeir umfangsmestu í nokkru Evrópusambandsríki í ár. Þar af brunnu um 4.500 hektarar í eldum á La Palma, nágrannaeyju Tenerife, í síðasta mánuði. Um tvö þúsund manns þurftu að flýja heimili sín vegna þeirra. Um fjörutíu prósent alls gróðurlendis sem brann í Evrópusambandsríkjum í fyrra var á Spáni.
Spánn Gróðureldar Náttúruhamfarir Kanaríeyjar Tengdar fréttir Skógareldar á Tenerife: „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag“ Stjórnlausir skógareldar loga á Tenerife og Íslendingur á eyjunni segist fá illt í hjartað þegar hann hugsar til bænda og íbúa á svæðinu sem brennur. Fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife verði þó ekki vart við ástandið. 17. ágúst 2023 19:11 Gengur illa að ráða við stjórnlausan eldinn á Tenerife Gróðureldarnir sem kviknuðu aðfararnótt þriðjudags á Tenerife hafa nú breitt úr sér yfir 1.800 hektara lands og gengur viðbragðsaðilum illa að ráða við þá. 17. ágúst 2023 07:51 Rýma fjögur þorp á Tenerife vegna gróðurelda Spænsk yfirvöld hafa skipað rýmingu fjögurra þorpa á eyjunni Tenerife eftir að gróðureldur kviknaði í þjóðgarðinum í kringum Teide-fjall. 16. ágúst 2023 10:45 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Skógareldar á Tenerife: „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag“ Stjórnlausir skógareldar loga á Tenerife og Íslendingur á eyjunni segist fá illt í hjartað þegar hann hugsar til bænda og íbúa á svæðinu sem brennur. Fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife verði þó ekki vart við ástandið. 17. ágúst 2023 19:11
Gengur illa að ráða við stjórnlausan eldinn á Tenerife Gróðureldarnir sem kviknuðu aðfararnótt þriðjudags á Tenerife hafa nú breitt úr sér yfir 1.800 hektara lands og gengur viðbragðsaðilum illa að ráða við þá. 17. ágúst 2023 07:51
Rýma fjögur þorp á Tenerife vegna gróðurelda Spænsk yfirvöld hafa skipað rýmingu fjögurra þorpa á eyjunni Tenerife eftir að gróðureldur kviknaði í þjóðgarðinum í kringum Teide-fjall. 16. ágúst 2023 10:45
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent