Rekja gróðureldana á Tenerife til vísvitandi íkveikju Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2023 08:43 Íbúar á Tenerife fylgjast með húsum sínum í bjarma gróðureldanna sem hafa geisað á eyjunum frá því í síðustu viku. AP/Arturo Rodriguez Lögreglan á Tenerife telur að vísvitandi íkveikja hafi komið stjórnlausum gróðureldum sem geisa enn á eyjunni af stað. Þúsundir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna eldanna. Fernando Clavijo, forseti sjálfstjórnarhéraðs Kanaríeyja, sagði í gær að lögreglan rannsakaði íkveikjuna. Hann greindi ekki frá því hvort að nokkur hefði verið handtekinn. Eldarnir hafa nú geisað stjórnlaust í fimm daga og hafa um 11.600 hektarar furuskógar og óræktaðs svæðis orðið þeim að bráð. Fleiri en tólf þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Ekkert mann- eða eignatjón hefur enn orðið en eldarnir ógna ellefu þorpum í klettóttum fjallshlíðum sem slökkviliðsmenn eiga erfitt með að komast að, að sögn AP-fréttastofunnar. Um fjögurhundruð slökkvliliðsmenn glíma við eldana studdir 23 þyrlum og flugvélum sem varpa vatni á eldana úr lofti. Rosa Dávila, forseti bæjarráðs Tenerife, segir það slökkviliðsmönnunum að þakka að engin hús hafi brunnið enn sem komið er. Yfirvöld þakka slökkviliðsmönnum að gróðureldarnir hafi ekki enn náð að brenna hús á eyjunni.AP/Arturo Rodriguez Úrkoma undir meðaltali undanfarin ár Slökkviliðsmönnum varð nokkuð ágengt þegar veðuraðstæður skánuðu á aðfararnótt sunnudags. Spáð er um þrjátíu stiga hita á Tenerife í vikunni á sama tíma og enn ein hitabylgjan gengur yfir meginland Spánar með um fjörutíu stiga hita á miðvikudag og fimmtudag. Viðvarandi þurrkur hefur verið á Kanaríeyjum undanfarin ár. Úrkoma þar hefur verið undir meðaltali og er það rakið til breytts úrkomumynsturs vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Um 75.000 hektarar lands hafa brunnið í gróðureldum á Spáni það sem af er ári. Eldarnir á Spáni eru þeir umfangsmestu í nokkru Evrópusambandsríki í ár. Þar af brunnu um 4.500 hektarar í eldum á La Palma, nágrannaeyju Tenerife, í síðasta mánuði. Um tvö þúsund manns þurftu að flýja heimili sín vegna þeirra. Um fjörutíu prósent alls gróðurlendis sem brann í Evrópusambandsríkjum í fyrra var á Spáni. Spánn Gróðureldar Náttúruhamfarir Kanaríeyjar Tengdar fréttir Skógareldar á Tenerife: „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag“ Stjórnlausir skógareldar loga á Tenerife og Íslendingur á eyjunni segist fá illt í hjartað þegar hann hugsar til bænda og íbúa á svæðinu sem brennur. Fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife verði þó ekki vart við ástandið. 17. ágúst 2023 19:11 Gengur illa að ráða við stjórnlausan eldinn á Tenerife Gróðureldarnir sem kviknuðu aðfararnótt þriðjudags á Tenerife hafa nú breitt úr sér yfir 1.800 hektara lands og gengur viðbragðsaðilum illa að ráða við þá. 17. ágúst 2023 07:51 Rýma fjögur þorp á Tenerife vegna gróðurelda Spænsk yfirvöld hafa skipað rýmingu fjögurra þorpa á eyjunni Tenerife eftir að gróðureldur kviknaði í þjóðgarðinum í kringum Teide-fjall. 16. ágúst 2023 10:45 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Fernando Clavijo, forseti sjálfstjórnarhéraðs Kanaríeyja, sagði í gær að lögreglan rannsakaði íkveikjuna. Hann greindi ekki frá því hvort að nokkur hefði verið handtekinn. Eldarnir hafa nú geisað stjórnlaust í fimm daga og hafa um 11.600 hektarar furuskógar og óræktaðs svæðis orðið þeim að bráð. Fleiri en tólf þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Ekkert mann- eða eignatjón hefur enn orðið en eldarnir ógna ellefu þorpum í klettóttum fjallshlíðum sem slökkviliðsmenn eiga erfitt með að komast að, að sögn AP-fréttastofunnar. Um fjögurhundruð slökkvliliðsmenn glíma við eldana studdir 23 þyrlum og flugvélum sem varpa vatni á eldana úr lofti. Rosa Dávila, forseti bæjarráðs Tenerife, segir það slökkviliðsmönnunum að þakka að engin hús hafi brunnið enn sem komið er. Yfirvöld þakka slökkviliðsmönnum að gróðureldarnir hafi ekki enn náð að brenna hús á eyjunni.AP/Arturo Rodriguez Úrkoma undir meðaltali undanfarin ár Slökkviliðsmönnum varð nokkuð ágengt þegar veðuraðstæður skánuðu á aðfararnótt sunnudags. Spáð er um þrjátíu stiga hita á Tenerife í vikunni á sama tíma og enn ein hitabylgjan gengur yfir meginland Spánar með um fjörutíu stiga hita á miðvikudag og fimmtudag. Viðvarandi þurrkur hefur verið á Kanaríeyjum undanfarin ár. Úrkoma þar hefur verið undir meðaltali og er það rakið til breytts úrkomumynsturs vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Um 75.000 hektarar lands hafa brunnið í gróðureldum á Spáni það sem af er ári. Eldarnir á Spáni eru þeir umfangsmestu í nokkru Evrópusambandsríki í ár. Þar af brunnu um 4.500 hektarar í eldum á La Palma, nágrannaeyju Tenerife, í síðasta mánuði. Um tvö þúsund manns þurftu að flýja heimili sín vegna þeirra. Um fjörutíu prósent alls gróðurlendis sem brann í Evrópusambandsríkjum í fyrra var á Spáni.
Spánn Gróðureldar Náttúruhamfarir Kanaríeyjar Tengdar fréttir Skógareldar á Tenerife: „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag“ Stjórnlausir skógareldar loga á Tenerife og Íslendingur á eyjunni segist fá illt í hjartað þegar hann hugsar til bænda og íbúa á svæðinu sem brennur. Fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife verði þó ekki vart við ástandið. 17. ágúst 2023 19:11 Gengur illa að ráða við stjórnlausan eldinn á Tenerife Gróðureldarnir sem kviknuðu aðfararnótt þriðjudags á Tenerife hafa nú breitt úr sér yfir 1.800 hektara lands og gengur viðbragðsaðilum illa að ráða við þá. 17. ágúst 2023 07:51 Rýma fjögur þorp á Tenerife vegna gróðurelda Spænsk yfirvöld hafa skipað rýmingu fjögurra þorpa á eyjunni Tenerife eftir að gróðureldur kviknaði í þjóðgarðinum í kringum Teide-fjall. 16. ágúst 2023 10:45 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Skógareldar á Tenerife: „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag“ Stjórnlausir skógareldar loga á Tenerife og Íslendingur á eyjunni segist fá illt í hjartað þegar hann hugsar til bænda og íbúa á svæðinu sem brennur. Fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife verði þó ekki vart við ástandið. 17. ágúst 2023 19:11
Gengur illa að ráða við stjórnlausan eldinn á Tenerife Gróðureldarnir sem kviknuðu aðfararnótt þriðjudags á Tenerife hafa nú breitt úr sér yfir 1.800 hektara lands og gengur viðbragðsaðilum illa að ráða við þá. 17. ágúst 2023 07:51
Rýma fjögur þorp á Tenerife vegna gróðurelda Spænsk yfirvöld hafa skipað rýmingu fjögurra þorpa á eyjunni Tenerife eftir að gróðureldur kviknaði í þjóðgarðinum í kringum Teide-fjall. 16. ágúst 2023 10:45