Mæðrum haldið föngnum ef þær geta ekki borgað sjúkrahúsreikninginn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. ágúst 2023 08:16 Aðgerðasinnar segja verklagið viðgangast víða í Úganda en því sé oft beint gegn mæðrum. Getty/LightRocket/SOPA Images/Sally Hayden Mannréttindasamtök og aðgerðasinnar í Úganda vonast til þess að dómsmál sem tekið verður fyrir nú í ágúst verði til þess að binda enda á það verklag sjúkrahúsa að halda einstaklingum föngum sem ekki hafa gert upp reikninginn vegna dvalar sinnar. Verklagið er oft viðhaft gagnvart nýjum mæðrum og umrætt mál var höfðað af tveimur konum sem báðum var haldið gegn vilja sínum í margar vikur þegar þær gátu ekki greitt fyrir þá þjónustu sem þær höfðu fengið. Báðar leituðu upphaflega á sjúkrahús í eigu hins opinbera en var vísað á einkasjúkrahús í kjölfar vandamála í fæðingu. Þar var þeim haldið þar sem þær gátu ekki borgað. Aðgerðasinnar segja verði gæta fólksins, sem fái ekkert að borða á meðan það er í haldi og sé látið sinna ýmsum störfum til að greiða skuldir sínar, til dæmis þrífa. Einstaka mál hafa ratað fyrir dómstóla, sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á viðkomandi einstaklingum, en málin hafa ekki leitt til lagabreytinga. Vonir standa til að málið sem nú á að taka fyrir muni leiða til þess að dómstólar taki afdráttarlausa afstöðu gegn verklaginu. Önnur konan, nefnd NS í gögnum málsins, var send á St. Francis Hospital Nkokonjeru þegar í ljós kom að hún þurfti að gangast undir keisaraskurð. Sjúkrahúsið er rekið af kaþólskum samtökum, sem njóta stuðnings ýmissa erlendra samtaka og opinberra stofnana. NS var rukkuð um 590 þúsund úganska skildinga fyrir þjónustuna en gat ekki borgað. Til samanburðar má nefna að um helmingur einstaklinga á vinnumarkaði í Úganda er með um 200 þúsund skildinga eða minna í mánaðarlaun. NS, sem var 16 ára móðir þegar hún átti seinna barnið, var haldið þar til samtökin Initiative for Social and Economic Rights greiddi reikninginn. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Úganda Mannréttindi Kvenheilsa Jafnréttismál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Verklagið er oft viðhaft gagnvart nýjum mæðrum og umrætt mál var höfðað af tveimur konum sem báðum var haldið gegn vilja sínum í margar vikur þegar þær gátu ekki greitt fyrir þá þjónustu sem þær höfðu fengið. Báðar leituðu upphaflega á sjúkrahús í eigu hins opinbera en var vísað á einkasjúkrahús í kjölfar vandamála í fæðingu. Þar var þeim haldið þar sem þær gátu ekki borgað. Aðgerðasinnar segja verði gæta fólksins, sem fái ekkert að borða á meðan það er í haldi og sé látið sinna ýmsum störfum til að greiða skuldir sínar, til dæmis þrífa. Einstaka mál hafa ratað fyrir dómstóla, sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á viðkomandi einstaklingum, en málin hafa ekki leitt til lagabreytinga. Vonir standa til að málið sem nú á að taka fyrir muni leiða til þess að dómstólar taki afdráttarlausa afstöðu gegn verklaginu. Önnur konan, nefnd NS í gögnum málsins, var send á St. Francis Hospital Nkokonjeru þegar í ljós kom að hún þurfti að gangast undir keisaraskurð. Sjúkrahúsið er rekið af kaþólskum samtökum, sem njóta stuðnings ýmissa erlendra samtaka og opinberra stofnana. NS var rukkuð um 590 þúsund úganska skildinga fyrir þjónustuna en gat ekki borgað. Til samanburðar má nefna að um helmingur einstaklinga á vinnumarkaði í Úganda er með um 200 þúsund skildinga eða minna í mánaðarlaun. NS, sem var 16 ára móðir þegar hún átti seinna barnið, var haldið þar til samtökin Initiative for Social and Economic Rights greiddi reikninginn. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Úganda Mannréttindi Kvenheilsa Jafnréttismál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira