Innlent

Heita­vatns­laust í Hafnar­firði og hluta Garða­bæjar í einn og hálfan sólar­hring

Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa
Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður heitaveitu hjá Veitum.
Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður heitaveitu hjá Veitum. Stöð 2

Heitavatnslaust verður í öllum Hafnarfirði og hluta Garðabæjar í einn og hálfan sólarhring frá og með klukkan tíu í kvöld vegna framkvæmda.

Verið er að leggja nýja 850 metra flutningslögn í gegnum Álfaskeið milli Kaplakrika og Lækjargötu í Hafnarfirði. Framkvæmdirnar hafa verið í gangi frá því í nóvember.

„Fram undan er svo stór áfangi í þessu verkefni, sem er að tengja lögnina við dreifikerfið okkar og þess vegna þurfum við að loka fyrir til þess að gera okkur kleift að gera þessa tengingu,“ sagði Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum, á Kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Standa fleiri svona verkefni til?

„Já, það er kominn tími fyrir okkur að auka flutningsgetuna og til dæmis er fram undan tvöföldun á flutningsgetu á ákveðnum kafla með verkefni Vegagerðarinnar á ákveðnum kafla á Arnarnesvegi. Og í kjölfarið koma svo fleiri slík verkefni en auðvitað reynum við að sæta færis að vera samferða öðrum samstarfsfélögum,“

Eru íbúar skilningsríkir gagnvart þessu?

Já, þau eru það, bæði íbúar og fyrirtæki og sýna þessu skilning. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að það er ekki auðvelt að vera heitavatnslaus í svona langan tíma en þetta er nauðsynlegur liður í því að gera framtíðina þannig í Hafnarfirði þannig að það verði heitt vatn fyrir alla.“

Á morgun verða allar sundlaugar Hafnarfjarðar lokaðar og eitthvað á miðvikudag. Gert er ráð fyrir því að heitavatnsleysinu ljúki klukkan tíu á miðvikudagsmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×