Þriðjungur vinni meiri fjarvinnu eftir Covid Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. ágúst 2023 16:18 Talsverð aukning hefur orðið á möguleikum fólks til fjarvinnu í kjölfar heimsfaraldursins. Getty Tæplega þriðjungur íbúa jaðarsvæða höfuðborgarsvæðisins segist vinna meiri fjarvinnu eftir Covid-19 faraldurinn samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Á vef Rannsóknarmiðstöðvarinnar kemur fram að 31% íbúa jaðarsvæða höfuðborgarsvæðisins sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið segi að breyting hafi orðið á vinnusókn sinni í kjölfar Covid-19 faraldursins. Á sama tíma hafi breyting orðið á vinnusókn 23% íbúa nærsveita Akureyrar sem sækja vinnu til Akureyrar. Niðurstöðurnar fengust úr skýrslu að nafni Áhrif fjarvinnu á vegakerfið, sem var unnin af Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar var að bæta stöðu þekkingar um áhrif fjarvinnu á ferðamynstur og þar af leiðandi á vegakerfið. Breytingin mest á Suðurlandi Að auki kemur fram að á Suðurlandi hafi mesta breytingin á vinnusókn orðið í kjölfar Covid, eða hjá 39% íbúa, samanborið við 21% íbúa Vesturlands og 31% íbúa Suðurnesja. Þá kom fram í niðurstöðunum að 68% íbúa jaðarsvæða höfuðborgarsvæðisins, sem sóttu vinnu á höfuðborgarsvæðið, sóttu þangað vinnu fimm sinnum í viku eða oftar fyrir Covid. Nú gera 53% íbúa það. Með jaðarsvæðum höfuðborgarsvæðisins er þá átt við Akranes, Hveragerði, Selfoss, Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri, Reykjanesbæ, Grindavík, Sandgerði, Voga og Hafnir. Flestir íbúar Suðurlands sem vinna á höfuðborgarsvæðinu sækja nú vinnu til höfuðborgarsvæðisins fjórum sinnum í viku, frekar en fimm sinnum í viku. Þá megi gróflega áætla að árdagsumferð, meðalumferð á dag yfir árið, hafi dregist saman um allt að 1,6 á veginum frá Suðurlandi til höfuðborgarsvæðisins vegna samdráttar í vinnusókn. Vísbendingar um kynjamun í vinnusókn Í skýrslunni kemur fram að viðsnúningur hafi orðið á hlutfalli þeirra sem segjast hafa möguleika á fjarvinnu eftir faraldurinn. Í rannsókn frá ViaPlan frá 2018 hafi milli 60 og 70% íbúa Akraness, Selfoss og Hveragerðis sagst ekki hafa möguleika á fjarvinnu. Eftir faraldurinn sögðust 37% þeirra sem sækja vinnu utan heimabyggðar ekki hafa möguleika á því. Því virðist aukning hafa orðið á möguleikum á fjarvinnu eftir faraldurinn. Loks kemur fram að talsverður kynjamunur sé að finna í könnuninni um vinnusókn, að 65% þeirra kvenna sem sóttu vinnu utan heimabyggðar gerðu það fimm sinnum í viku eða oftar fyrir faraldurinn en aðeins 45% eftir hann. Þá sé breytingin einungis fjögur prósent hjá körlum, úr 75% í 71%. Byggðamál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira
Á vef Rannsóknarmiðstöðvarinnar kemur fram að 31% íbúa jaðarsvæða höfuðborgarsvæðisins sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið segi að breyting hafi orðið á vinnusókn sinni í kjölfar Covid-19 faraldursins. Á sama tíma hafi breyting orðið á vinnusókn 23% íbúa nærsveita Akureyrar sem sækja vinnu til Akureyrar. Niðurstöðurnar fengust úr skýrslu að nafni Áhrif fjarvinnu á vegakerfið, sem var unnin af Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar var að bæta stöðu þekkingar um áhrif fjarvinnu á ferðamynstur og þar af leiðandi á vegakerfið. Breytingin mest á Suðurlandi Að auki kemur fram að á Suðurlandi hafi mesta breytingin á vinnusókn orðið í kjölfar Covid, eða hjá 39% íbúa, samanborið við 21% íbúa Vesturlands og 31% íbúa Suðurnesja. Þá kom fram í niðurstöðunum að 68% íbúa jaðarsvæða höfuðborgarsvæðisins, sem sóttu vinnu á höfuðborgarsvæðið, sóttu þangað vinnu fimm sinnum í viku eða oftar fyrir Covid. Nú gera 53% íbúa það. Með jaðarsvæðum höfuðborgarsvæðisins er þá átt við Akranes, Hveragerði, Selfoss, Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri, Reykjanesbæ, Grindavík, Sandgerði, Voga og Hafnir. Flestir íbúar Suðurlands sem vinna á höfuðborgarsvæðinu sækja nú vinnu til höfuðborgarsvæðisins fjórum sinnum í viku, frekar en fimm sinnum í viku. Þá megi gróflega áætla að árdagsumferð, meðalumferð á dag yfir árið, hafi dregist saman um allt að 1,6 á veginum frá Suðurlandi til höfuðborgarsvæðisins vegna samdráttar í vinnusókn. Vísbendingar um kynjamun í vinnusókn Í skýrslunni kemur fram að viðsnúningur hafi orðið á hlutfalli þeirra sem segjast hafa möguleika á fjarvinnu eftir faraldurinn. Í rannsókn frá ViaPlan frá 2018 hafi milli 60 og 70% íbúa Akraness, Selfoss og Hveragerðis sagst ekki hafa möguleika á fjarvinnu. Eftir faraldurinn sögðust 37% þeirra sem sækja vinnu utan heimabyggðar ekki hafa möguleika á því. Því virðist aukning hafa orðið á möguleikum á fjarvinnu eftir faraldurinn. Loks kemur fram að talsverður kynjamunur sé að finna í könnuninni um vinnusókn, að 65% þeirra kvenna sem sóttu vinnu utan heimabyggðar gerðu það fimm sinnum í viku eða oftar fyrir faraldurinn en aðeins 45% eftir hann. Þá sé breytingin einungis fjögur prósent hjá körlum, úr 75% í 71%.
Byggðamál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira