Rannsaka hvort þyngdarstjórnunarlyf gagnast gegn ýmsum sjúkdómum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2023 08:11 Semaglutide kann að gagnast fleirum en þeim sem glíma við sykursýki eða ofþyngd. Getty/NurPhoto/Jaap Arriens Vísindamenn hyggjast rannsaka hvort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf sem innihalda semaglutide geta hjálpað einstaklingum sem þjást af sjúkdómum á borð við fíkn og vitglöp. Um er að ræða lyf á borð við Ozempic og Wegovy, sem njóta gríðarlegra vinsælda um þessar mundir, þar sem sýnt hefur verið fram á að notkun þeirra getur aðstoðað fólk við að missa meira en tíu prósent líkamsþyngdar sinnar. Sérfræðingar segja áhrif lyfjanna á ýmsa sjúkdóma ekki síst mega rekja til þess að ofþyngd er þekktur áhættuþáttur og getur meðal annars aukið líkurnar á krabbameini, hjartasjúkdómum og vitglöpum. Novo Nordisk, fyrirtækið sem framleiðir Ozempic og Wegovy og hefur verði leiðandi í þróun umræddra lyfja, greindi frá því fyrr í þessum mánuði að Wegovy gæti minnkað líkurnar á slögum og hjartaáföllum um 20 prósent hjá þeim sem væru í yfir- eða ofþyngd. Vísindamennirnir segja hins vegar ekki ljóst hvort um sé að ræða hreinan ávinning af þyngdartapi eða hvort lyfið sé að hafa bein áhrif á hjartað og æðakerfið. Vonir standa einnig til að semaglutide gæti hjálpað eldra fólki að viðhalda líkamlegri virkni, þar sem ofþyngd og insúlínviðnám leiða gjarnan til vöðvarýrnunar meðal aldraðra. Þá stendur einnig til að rannsaka hvort lyfin, sem herma eftir náttúrulega hormóninu GLP-1 og draga úr matarlöngun, eru einnig nothæf til að draga úr löngun í ávanabindandi efni. Rannsóknir benda til þess að lyfin hafi ekki bara áhrif á matarlyst fólks heldur einnig löngun þess í áfengi og þá virðist tíðni vitglapa vera lægri hjá umræddum hóp. Vísindamenn segja þó frekari rannsókna þörf og að margt sé á huldu um virkni lyfjanna, ávinning og áhættu. Umfjöllun Guardian. Lyf Vísindi Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Um er að ræða lyf á borð við Ozempic og Wegovy, sem njóta gríðarlegra vinsælda um þessar mundir, þar sem sýnt hefur verið fram á að notkun þeirra getur aðstoðað fólk við að missa meira en tíu prósent líkamsþyngdar sinnar. Sérfræðingar segja áhrif lyfjanna á ýmsa sjúkdóma ekki síst mega rekja til þess að ofþyngd er þekktur áhættuþáttur og getur meðal annars aukið líkurnar á krabbameini, hjartasjúkdómum og vitglöpum. Novo Nordisk, fyrirtækið sem framleiðir Ozempic og Wegovy og hefur verði leiðandi í þróun umræddra lyfja, greindi frá því fyrr í þessum mánuði að Wegovy gæti minnkað líkurnar á slögum og hjartaáföllum um 20 prósent hjá þeim sem væru í yfir- eða ofþyngd. Vísindamennirnir segja hins vegar ekki ljóst hvort um sé að ræða hreinan ávinning af þyngdartapi eða hvort lyfið sé að hafa bein áhrif á hjartað og æðakerfið. Vonir standa einnig til að semaglutide gæti hjálpað eldra fólki að viðhalda líkamlegri virkni, þar sem ofþyngd og insúlínviðnám leiða gjarnan til vöðvarýrnunar meðal aldraðra. Þá stendur einnig til að rannsaka hvort lyfin, sem herma eftir náttúrulega hormóninu GLP-1 og draga úr matarlöngun, eru einnig nothæf til að draga úr löngun í ávanabindandi efni. Rannsóknir benda til þess að lyfin hafi ekki bara áhrif á matarlyst fólks heldur einnig löngun þess í áfengi og þá virðist tíðni vitglapa vera lægri hjá umræddum hóp. Vísindamenn segja þó frekari rannsókna þörf og að margt sé á huldu um virkni lyfjanna, ávinning og áhættu. Umfjöllun Guardian.
Lyf Vísindi Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira