Ekki til betri tilfinning Kári Mímisson skrifar 20. ágúst 2023 20:25 Aron Jóhannsson, fyrir miðju, skoraði sigurmark dagsins. Vísir/Anton Brink Aron Jóhannsson var hetja Fram í dag þegar liðið lagði KA 2-1 í Bestu deild karla í knattspyrnu. Aron skoraði sigurmarkið á 90. mínútu eftir góða skyndisókn. Hann var að vonum gríðarlega sáttur þegar hann mætti í viðtal eftir leik. „Það lá svolítið á okkur þarna rétt áður en markið kom. Við vorum orðnir smá þreyttir fannst mér enda búnir að leggja mjög mikið í þennan leik. Mér fannst við geta verið með meiri forystu áður en þeir jafna en eins og ég segi þá vorum við orðnir ansi þreyttir. KA er með mjög gott lið og herjuðu vel á okkur en við náðum sigurmarkinu sem er mjög sætt.“ En hvernig lýsir Aron þessu dramatíska sigurmarki sínu á lokamínútu leiksins? „Við vinnum boltann og sækjum hratt eins og við gerðum svo oft vel í þessum leik. Tryggva tekst svo að þræða mig í gegn og ég var nú svo búinn á því að ég sá ekki einu sinni samherjana þarna hliðin á mér svo ég ákvað að skjóta sjálfur og sem betur fer fór boltinn í netið. Það er ekki til betri tilfinning en að sjá boltann í markinu á lokamínútunni.“ Uppbótatíminn var ansi þungur fyrir þreytta Framara sem vörðust þó mjög vel norðanmönnum sem reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn. Aron er sáttur með að liðið hafi náð að halda þetta út en segir að liðið hafi mögulega gert þetta full spennandi. „Það var svona eins og það gengur og gerist í þessu. Þegar lið komast yfir svona seint í leiknum þá er verið að reyna að hengja langa bolta upp og við vorum mögulega ekki að verjast því alveg nógu vel, vorum að gefa þeim aukaspyrnur sem voru að skapa full mikla spennu skulum við segja en við náðum að halda þetta út.“ Fram mætir Keflavík í sannkölluðum sex stiga leik í næstu umferð. Keflavík situr á botninum og þarf nauðsynlega á sigri að halda ætli þeir að eiga einhverja von á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Aron segir að liðið þurfum að halda áfram að byggja á því sem það gerði í dag og því sem það hefur verið að gera í undanförnum leikjum. „Nú höldum við bara áfram að gera það sem við gerðum í dag og það sem við höfum verið að gera í síðastliðnum tveimur leikjum og ná að gera það í lengri tíma í leikjunum. Við gerðum það í dag í lengri tíma en í leikjunum á undan og sköpum sigurinn fyrir vikið.“ Fótbolti Íslenski boltinn Fram Besta deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
„Það lá svolítið á okkur þarna rétt áður en markið kom. Við vorum orðnir smá þreyttir fannst mér enda búnir að leggja mjög mikið í þennan leik. Mér fannst við geta verið með meiri forystu áður en þeir jafna en eins og ég segi þá vorum við orðnir ansi þreyttir. KA er með mjög gott lið og herjuðu vel á okkur en við náðum sigurmarkinu sem er mjög sætt.“ En hvernig lýsir Aron þessu dramatíska sigurmarki sínu á lokamínútu leiksins? „Við vinnum boltann og sækjum hratt eins og við gerðum svo oft vel í þessum leik. Tryggva tekst svo að þræða mig í gegn og ég var nú svo búinn á því að ég sá ekki einu sinni samherjana þarna hliðin á mér svo ég ákvað að skjóta sjálfur og sem betur fer fór boltinn í netið. Það er ekki til betri tilfinning en að sjá boltann í markinu á lokamínútunni.“ Uppbótatíminn var ansi þungur fyrir þreytta Framara sem vörðust þó mjög vel norðanmönnum sem reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn. Aron er sáttur með að liðið hafi náð að halda þetta út en segir að liðið hafi mögulega gert þetta full spennandi. „Það var svona eins og það gengur og gerist í þessu. Þegar lið komast yfir svona seint í leiknum þá er verið að reyna að hengja langa bolta upp og við vorum mögulega ekki að verjast því alveg nógu vel, vorum að gefa þeim aukaspyrnur sem voru að skapa full mikla spennu skulum við segja en við náðum að halda þetta út.“ Fram mætir Keflavík í sannkölluðum sex stiga leik í næstu umferð. Keflavík situr á botninum og þarf nauðsynlega á sigri að halda ætli þeir að eiga einhverja von á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Aron segir að liðið þurfum að halda áfram að byggja á því sem það gerði í dag og því sem það hefur verið að gera í undanförnum leikjum. „Nú höldum við bara áfram að gera það sem við gerðum í dag og það sem við höfum verið að gera í síðastliðnum tveimur leikjum og ná að gera það í lengri tíma í leikjunum. Við gerðum það í dag í lengri tíma en í leikjunum á undan og sköpum sigurinn fyrir vikið.“
Fótbolti Íslenski boltinn Fram Besta deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira