„Við höfum áhyggjur af krökkunum“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 16:45 Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, hvetur fólk til að fara varlega á morgun en njóta alls sem Menningarnótt býður upp á, dagurinn verði stórkostlegur. Vísir/Arnar Stærsti dagur ársins hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Menningarnótt, er handan við hornið. Lögregla hefur áhyggjur af unglingadrykkju og verður með mikið eftirlit til að sporna við slíku. Aðstoðaryfirlögregluþjónn brýnir fyrir gestum að njóta þessa stórkostlega dags og komast heil heim. „Þetta er nú eiginlega allt hefðbundið þannig lagað. Þetta er tuttugasta og áttunda hátíðin, þannig að okkar verklag snýst næstum um að skipta um dagsetningu, ár og nöfnin á þeim lögreglumönnum sem mæta,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, spurður um viðbúnað lögreglu á menningarnótt. „En fyrir það fyrsta þá er það þessi lokun í miðbænum. Það er engin að fara á neinum ökutækjum inn fyrir lokanir þannig að fólk ætti að vera öruggt í miðbænum,“ segir Skúli. Hann minnir að Strætó verður með skutlþjónustu frá Laugardalnum upp á Skólavörðuholt og hvetur gesti til að nýta sér hana. „Svo verður fólk bara að finna stæði, það er nóg af þeim í útjaðrinum öllum, þó það þurfi að labba kílómeter eða tvo, það skemmir ekki neitt. Eða koma á reiðhjólum.“ Tími fjölskyldunnar Menningarnótt er stærsti dagur ársins hjá lögreglunni en Skúli segir að það verði nóg af lögregluþjónum í miðbænum á morgun til taks. „Við höfum áhyggjur af krökkunum. Það er alltaf þessi tími núna frá grunnskóla og yfir í menntaskóla, þar sem þau einhvernvegin sleppa sér.“ Skúli minnir á að útivistarreglur gildi á morgun líkt og aðra daga. „Og mín skilaboð til krakkanna eru að þau að það sé nægur tími í framtíðinni til að huga að þessum hlutum, ekki skemma það núna.“ Menningarnótt er tími fjölskyldunnar, verum saman, gleðjumst og komum heil heim. Aðspurður um skilaboð til höfuðborgarbúa og gesta hvetur Skúli fólk til að fara varlega en njóta alls sem menningarnótt bjóði upp á, dagurinn verði stórkostlegur. „Það eru náttúrulega tugir þúsunda hérna í miðbænum um kvöldið þegar þetta nær hápunkti. En það er aldrei vandamál að manna vaktir á menningarnótt og við erum klár í slaginn.“ Lögreglan Reykjavík Menningarnótt Menning Börn og uppeldi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Þetta er nú eiginlega allt hefðbundið þannig lagað. Þetta er tuttugasta og áttunda hátíðin, þannig að okkar verklag snýst næstum um að skipta um dagsetningu, ár og nöfnin á þeim lögreglumönnum sem mæta,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, spurður um viðbúnað lögreglu á menningarnótt. „En fyrir það fyrsta þá er það þessi lokun í miðbænum. Það er engin að fara á neinum ökutækjum inn fyrir lokanir þannig að fólk ætti að vera öruggt í miðbænum,“ segir Skúli. Hann minnir að Strætó verður með skutlþjónustu frá Laugardalnum upp á Skólavörðuholt og hvetur gesti til að nýta sér hana. „Svo verður fólk bara að finna stæði, það er nóg af þeim í útjaðrinum öllum, þó það þurfi að labba kílómeter eða tvo, það skemmir ekki neitt. Eða koma á reiðhjólum.“ Tími fjölskyldunnar Menningarnótt er stærsti dagur ársins hjá lögreglunni en Skúli segir að það verði nóg af lögregluþjónum í miðbænum á morgun til taks. „Við höfum áhyggjur af krökkunum. Það er alltaf þessi tími núna frá grunnskóla og yfir í menntaskóla, þar sem þau einhvernvegin sleppa sér.“ Skúli minnir á að útivistarreglur gildi á morgun líkt og aðra daga. „Og mín skilaboð til krakkanna eru að þau að það sé nægur tími í framtíðinni til að huga að þessum hlutum, ekki skemma það núna.“ Menningarnótt er tími fjölskyldunnar, verum saman, gleðjumst og komum heil heim. Aðspurður um skilaboð til höfuðborgarbúa og gesta hvetur Skúli fólk til að fara varlega en njóta alls sem menningarnótt bjóði upp á, dagurinn verði stórkostlegur. „Það eru náttúrulega tugir þúsunda hérna í miðbænum um kvöldið þegar þetta nær hápunkti. En það er aldrei vandamál að manna vaktir á menningarnótt og við erum klár í slaginn.“
Lögreglan Reykjavík Menningarnótt Menning Börn og uppeldi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira