Kindur vilja ekki leika við hunda Hallgerður Hauksdóttir skrifar 18. ágúst 2023 17:00 En hundar vilja gjarnan leika við kindur. Þetta fer ekki saman. Hundaeigendur þekkja ekki allir eðli kinda sem dýrategundar. Fólk sem heldur lausan hund í dreifbýli eða fólk sem fer með hunda í víðavangslausagöngur á þeim svæðum þar sem kindur eru haldar þarf að þekkja grundvallarmuninn á atferliseðli kinda og hunda. Þetta fólk áttar sig hreinlega stundum ekki á því að það að hundar og kindur ,,hlaupi saman” er engan vegin vegna leikgleði af hálfu kindanna. En það er að vissu leyti skiljanlegt þegar fólk veit að hundar leika sér sjálfir með því að hlaupa saman dragi það þá ályktun að þetta sé leikur. Það eru því fyrir hendi vandræðaleg dæmi um að fólki finnist gaman að sjá hunda og kindur ,,hlaupa saman” og ,,leika sér saman“. Langflest af þessu fólki myndi gera betur ef það vissi betur, því fáir vilja í raun níðast á dýrum. Hundaeigendur þurfa að vita að þessi hlaup valda kindum mikilli vanlíðan, ótta og álagi. Hlaupin geta leitt til örmögnunar og stundum drepast kindur eftirá, eftir slíkan eltingar,,leik”. Þær sprengja sig til að bjarga lífi sínu. Hér er aðalatriðið, grundvallarmunurinn: kindur eru frá náttúrunnar hendi bráð, hundar eru frá náttúrunnar hendi rándýr. Um þetta gilda ákveðin lögmál. Þetta þýðir einfaldlega og alltaf að þegar hundur hleypur á eftir kind þá hleypur hún til að bjarga lífi sínu. Það skiptir ekki máli í þessu samhengi hvort hundurinn er saddur, hvort hann fær vel að borða alla daga, hvort hann er ofboðslega ljúfur og góður, hvort hann er vel upp alinn né hvort ásetningur hans er að veiða, meiða eða bara leikgleði. Stundum reyna kindur að snúast til varnar, sérstaklega ef hundurinn fer í lömbin þeirra og reynir kindin þá að stanga eða stappa niður fótunum og þannig leitast við að reka hundinn í burtu. Þetta er ekki heldur leikur af hálfu kindarinnar, heldur einmitt dauðans alvara. Jafnframt er erfitt að líta ljót bitsár á kindum eftir hunda. Mörg dæmi þekkjast um slæm hundsbit, nýleg opin facebookfærsla Jóhönnu Bríetar Helgadóttur er bara eitt dæmi. Við skulum líka hafa í huga að ,,bara” glefs er líka slæmt. Það er einfaldlega aldrei í lagi að leyfa hundum að hamast í fé. Bið ég ykkur hundaeigendur að hafa þetta í huga, þegar þið farið á víðavangsgöngu með hundana ykkar og leyfið þeim að hlaupa lausum – að leyfa þeim ekki að atast í fé. Bara aldrei. Að vita alltaf hvar hundurinn ykkar er og vera þannig viss um að hann sé ekki að elta fé handan við næsta hól eða leiti. Kindur ganga líka víða í nágrenni höfuðborgarinnar, til dæmis uppi á Mosfellsheiði á milli Nesjavallavegar og Suðurlandsvegar. Ærnar eru þar á sumrin af því við mennirnir setjum þær þangað. Hundaeigendur og hundafélög sem halda hunda og þjálfa þá á ýmsan hátt á víðavangi þurfa að leita frekar uppi önnur svæði, en að hafa annars alltaf örugga og fulla gát og stjórn á hundum sínum. Höfundur er fjáreigandi og hundaeigandi í Reykjavík og félagi í Fjáreigendafélagi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Dýr Hundar Gæludýr Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
En hundar vilja gjarnan leika við kindur. Þetta fer ekki saman. Hundaeigendur þekkja ekki allir eðli kinda sem dýrategundar. Fólk sem heldur lausan hund í dreifbýli eða fólk sem fer með hunda í víðavangslausagöngur á þeim svæðum þar sem kindur eru haldar þarf að þekkja grundvallarmuninn á atferliseðli kinda og hunda. Þetta fólk áttar sig hreinlega stundum ekki á því að það að hundar og kindur ,,hlaupi saman” er engan vegin vegna leikgleði af hálfu kindanna. En það er að vissu leyti skiljanlegt þegar fólk veit að hundar leika sér sjálfir með því að hlaupa saman dragi það þá ályktun að þetta sé leikur. Það eru því fyrir hendi vandræðaleg dæmi um að fólki finnist gaman að sjá hunda og kindur ,,hlaupa saman” og ,,leika sér saman“. Langflest af þessu fólki myndi gera betur ef það vissi betur, því fáir vilja í raun níðast á dýrum. Hundaeigendur þurfa að vita að þessi hlaup valda kindum mikilli vanlíðan, ótta og álagi. Hlaupin geta leitt til örmögnunar og stundum drepast kindur eftirá, eftir slíkan eltingar,,leik”. Þær sprengja sig til að bjarga lífi sínu. Hér er aðalatriðið, grundvallarmunurinn: kindur eru frá náttúrunnar hendi bráð, hundar eru frá náttúrunnar hendi rándýr. Um þetta gilda ákveðin lögmál. Þetta þýðir einfaldlega og alltaf að þegar hundur hleypur á eftir kind þá hleypur hún til að bjarga lífi sínu. Það skiptir ekki máli í þessu samhengi hvort hundurinn er saddur, hvort hann fær vel að borða alla daga, hvort hann er ofboðslega ljúfur og góður, hvort hann er vel upp alinn né hvort ásetningur hans er að veiða, meiða eða bara leikgleði. Stundum reyna kindur að snúast til varnar, sérstaklega ef hundurinn fer í lömbin þeirra og reynir kindin þá að stanga eða stappa niður fótunum og þannig leitast við að reka hundinn í burtu. Þetta er ekki heldur leikur af hálfu kindarinnar, heldur einmitt dauðans alvara. Jafnframt er erfitt að líta ljót bitsár á kindum eftir hunda. Mörg dæmi þekkjast um slæm hundsbit, nýleg opin facebookfærsla Jóhönnu Bríetar Helgadóttur er bara eitt dæmi. Við skulum líka hafa í huga að ,,bara” glefs er líka slæmt. Það er einfaldlega aldrei í lagi að leyfa hundum að hamast í fé. Bið ég ykkur hundaeigendur að hafa þetta í huga, þegar þið farið á víðavangsgöngu með hundana ykkar og leyfið þeim að hlaupa lausum – að leyfa þeim ekki að atast í fé. Bara aldrei. Að vita alltaf hvar hundurinn ykkar er og vera þannig viss um að hann sé ekki að elta fé handan við næsta hól eða leiti. Kindur ganga líka víða í nágrenni höfuðborgarinnar, til dæmis uppi á Mosfellsheiði á milli Nesjavallavegar og Suðurlandsvegar. Ærnar eru þar á sumrin af því við mennirnir setjum þær þangað. Hundaeigendur og hundafélög sem halda hunda og þjálfa þá á ýmsan hátt á víðavangi þurfa að leita frekar uppi önnur svæði, en að hafa annars alltaf örugga og fulla gát og stjórn á hundum sínum. Höfundur er fjáreigandi og hundaeigandi í Reykjavík og félagi í Fjáreigendafélagi Reykjavíkur.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun