„Það getur enginn viljað ógna flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 12:41 Snorri Geir Steingrímsson segist handviss um að allir flugmenn séu á móti því að þrengja að flugvellinum í Reykjavík. Snorri Geir/Vísir/Vilhelm Yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni segir ekki annað koma til greina en að borgin gangi að kröfu Isavia og felli um þriðjung skógarsins í Öskjuhlíð. Annað ógni flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll. ISAVIA sendi bréf til Reykjavíkurborgar í sumar og krafðist þess að tæplega 3000 tré á suðvesturhlið Öskjuhlíðar yrðu felld, um þriðjungur skógarins. Í bréfi Isavia kemur fram að trjágróður í Öskjuhlíð sé orðin raunveruleg öryggisógn gagnvart loftförum í aðflugi og þess krafist að Reykjavíkurborg bregðist við hættunni án tafar. Skógurinn nýtur verndar sem borgargarður í Reykjavík og er á Náttúruminjaskrá. Á fundi borgarráðs í gær var samþykkt að senda kröfu Isavia til umhverfis- og skipulagsráðs áður en afstaða yrði tekin til málsins. „Þetta minnkar öryggi vallarins“ Snorri Geir Steingrímsson, yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni, segist hlynntur kröfu Isavia og að það sama hljóti að gilda um aðra flugmenn. „Ég er handviss um að allir flugmenn eru á móti því að þrengja að flugvellinum. Hækkun byggðar þarna í kring og hækkun trjáa vinnur allt á móti öryggi flugvallarins. Alveg sama hvort það sé á Hlíðarendasvæðinu, Skerjafirði, hækkun trjáa í Öskjuhlíðinni eða bygging háskóla þarna við völlinn eða annað, þetta minnkar öryggi vallarins,“ segir Snorri. Honum sé ekki kunnugt um að hættulegar aðstæður hafi komið upp sem rekja megi til trjána, en þau vaxi upp í flugtaks og brottflugslínu og hækki aðflugshorn fyrir lendingu. „Það eru flugvélar að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli sem geta ekki notað flugbrautina til flugtaks á móti Öskjuhlíðinni í sterkum austanáttum. Það skapar þá hættu að það er verið að fara á loft á norður suðurbrautinni í hliðarvindi.“ Það sé sérstaklega varasamt á veturnar þegar brautirnar séu hálar. Snorri segir málið pólítískt og sé partur af þeirri umræðu um hvort finna eigi flugvellinum í Reykjavík annan stað. Hann sé þó alls ekki á því. Ef Reykjavík ætlar að vera áfram höfuðborg Íslands þá þarf að vera flugvöllur í Reykjavík. Þá eigi hann ekki von á öðru en að borgin gangi að kröfu Isavia og að trén verði felld. „Að sjálfsögðu. Það getur enginn viljað ógna flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll,“ segir Snorri Geir Steingrímsson, yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni. Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Fréttir af flugi Skógrækt og landgræðsla Tré Tengdar fréttir Isavia krefst þess að um þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíð Innanlandssvið Isavia hefur krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíð verði felld tafarlaust og til vara 1.200 hæstu trén. Erindi þessa efnis hafi verið lagt fyrir borgarráð í dag og hafi verið samstaða um þá málsmeðferð að beiðnin færi til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. 17. ágúst 2023 13:21 Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. 17. ágúst 2023 18:23 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
ISAVIA sendi bréf til Reykjavíkurborgar í sumar og krafðist þess að tæplega 3000 tré á suðvesturhlið Öskjuhlíðar yrðu felld, um þriðjungur skógarins. Í bréfi Isavia kemur fram að trjágróður í Öskjuhlíð sé orðin raunveruleg öryggisógn gagnvart loftförum í aðflugi og þess krafist að Reykjavíkurborg bregðist við hættunni án tafar. Skógurinn nýtur verndar sem borgargarður í Reykjavík og er á Náttúruminjaskrá. Á fundi borgarráðs í gær var samþykkt að senda kröfu Isavia til umhverfis- og skipulagsráðs áður en afstaða yrði tekin til málsins. „Þetta minnkar öryggi vallarins“ Snorri Geir Steingrímsson, yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni, segist hlynntur kröfu Isavia og að það sama hljóti að gilda um aðra flugmenn. „Ég er handviss um að allir flugmenn eru á móti því að þrengja að flugvellinum. Hækkun byggðar þarna í kring og hækkun trjáa vinnur allt á móti öryggi flugvallarins. Alveg sama hvort það sé á Hlíðarendasvæðinu, Skerjafirði, hækkun trjáa í Öskjuhlíðinni eða bygging háskóla þarna við völlinn eða annað, þetta minnkar öryggi vallarins,“ segir Snorri. Honum sé ekki kunnugt um að hættulegar aðstæður hafi komið upp sem rekja megi til trjána, en þau vaxi upp í flugtaks og brottflugslínu og hækki aðflugshorn fyrir lendingu. „Það eru flugvélar að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli sem geta ekki notað flugbrautina til flugtaks á móti Öskjuhlíðinni í sterkum austanáttum. Það skapar þá hættu að það er verið að fara á loft á norður suðurbrautinni í hliðarvindi.“ Það sé sérstaklega varasamt á veturnar þegar brautirnar séu hálar. Snorri segir málið pólítískt og sé partur af þeirri umræðu um hvort finna eigi flugvellinum í Reykjavík annan stað. Hann sé þó alls ekki á því. Ef Reykjavík ætlar að vera áfram höfuðborg Íslands þá þarf að vera flugvöllur í Reykjavík. Þá eigi hann ekki von á öðru en að borgin gangi að kröfu Isavia og að trén verði felld. „Að sjálfsögðu. Það getur enginn viljað ógna flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll,“ segir Snorri Geir Steingrímsson, yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni.
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Fréttir af flugi Skógrækt og landgræðsla Tré Tengdar fréttir Isavia krefst þess að um þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíð Innanlandssvið Isavia hefur krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíð verði felld tafarlaust og til vara 1.200 hæstu trén. Erindi þessa efnis hafi verið lagt fyrir borgarráð í dag og hafi verið samstaða um þá málsmeðferð að beiðnin færi til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. 17. ágúst 2023 13:21 Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. 17. ágúst 2023 18:23 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Isavia krefst þess að um þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíð Innanlandssvið Isavia hefur krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíð verði felld tafarlaust og til vara 1.200 hæstu trén. Erindi þessa efnis hafi verið lagt fyrir borgarráð í dag og hafi verið samstaða um þá málsmeðferð að beiðnin færi til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. 17. ágúst 2023 13:21
Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. 17. ágúst 2023 18:23