Svíar sóttu bronsið með sigri gegn heimakonum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2023 10:01 Kosovare Asllani skoraði annað mark Svía. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Svíþjóð vann til bronsverðlauna á HM kvenna í knattspyrnu er liðið vann góðan 2-0 sigur gegn heimakonum í Ástralíu í dag. Þetta er í fjórða sinn sem Svíar taka brons á heimsmeistaramóti. Svíar höfðu ágætis tök á leiknum lengst af og skilaði það sér eftir tæplega hálftíma leik þegar Clare Hunt braut á Stina Blackstenius innan teigs og vítaspyrna dæmd. Fridolina Rolfe steig á punktinn, Mackenzie Arnold var nálægt því að verja, en í netið fór boltinn og staðan orðin 1-0, Svíum í vil. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og staðan var því 1-0 þegar dómari leiksins flautaði í flautu sína og liðin gengu til búningsherbergja. Áfram héldu Svíar að stjórna leiknum eftir hlé og á 62. mínútu dró aftur til tíðinda. Stina Blackstenius fékk þá sendingu inn fyrir og gerði vel í að snúa af sér varnarmann og renna boltanum út þar sem Kosovare Asllani mætti á siglingunni og setti hnitmiðað skot í nærhornið. Þær áströlsku reyndu hvað þær gátu til að minnka muninn, en allt kom fyrir ekki og lokatölur urðu 2-0, Svíum í vil. Svíþjóð vinnur því til bronsverðlauna á HM 2023, líkt og liðið gerði 1991, 2011 og 2019. Ástralir þurfa hins vegar að sætta sig við fjórða sætið, en geta huggað sig við það að þetta er þeirra besti árangur á heimsmeistaramóti frá upphafi. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi
Svíþjóð vann til bronsverðlauna á HM kvenna í knattspyrnu er liðið vann góðan 2-0 sigur gegn heimakonum í Ástralíu í dag. Þetta er í fjórða sinn sem Svíar taka brons á heimsmeistaramóti. Svíar höfðu ágætis tök á leiknum lengst af og skilaði það sér eftir tæplega hálftíma leik þegar Clare Hunt braut á Stina Blackstenius innan teigs og vítaspyrna dæmd. Fridolina Rolfe steig á punktinn, Mackenzie Arnold var nálægt því að verja, en í netið fór boltinn og staðan orðin 1-0, Svíum í vil. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og staðan var því 1-0 þegar dómari leiksins flautaði í flautu sína og liðin gengu til búningsherbergja. Áfram héldu Svíar að stjórna leiknum eftir hlé og á 62. mínútu dró aftur til tíðinda. Stina Blackstenius fékk þá sendingu inn fyrir og gerði vel í að snúa af sér varnarmann og renna boltanum út þar sem Kosovare Asllani mætti á siglingunni og setti hnitmiðað skot í nærhornið. Þær áströlsku reyndu hvað þær gátu til að minnka muninn, en allt kom fyrir ekki og lokatölur urðu 2-0, Svíum í vil. Svíþjóð vinnur því til bronsverðlauna á HM 2023, líkt og liðið gerði 1991, 2011 og 2019. Ástralir þurfa hins vegar að sætta sig við fjórða sætið, en geta huggað sig við það að þetta er þeirra besti árangur á heimsmeistaramóti frá upphafi.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti