Telja að Úkraínumenn nái ekki markmiði gagnsóknar sinnar Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2023 08:58 Horfur Úkraínumanna í gagnsókn þeirra eru dökkar um þessar mundir. AP/Libkos Úkraínuher tekst ekki að ná borginni Melitopol í suðuausturhluta landsins á sitt vald í ár, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Nái hann ekki að hrekja rússneska hermenn þaðan næst ekki eitt helsta markmið gagnsóknar Úkraínumanna. Úkraínskir hermenn sækja nú í átt að Melitopol frá bænum Robotyne sem er rúma áttatíu kílómetra frá borginni. Bandaríska leyniþjónustan telur að sókn Úkraínumanna eigi eftir að stöðvast nokkra kílómetra fyrir utan Melitopol, samkvæmt heimildum Washington Post. Melitopol nærri Asóvshafi hefur mikla hernaðarlega þýðingu. Borgin er tengd við tvær mikilvægar hraðbrautir og járnbrautarspor sem gerir rússneska innrásarliðinu kleift að flra hermenn og vistir frá Krímskaga til annarra hersetinna svæða í sunnanverðri Úkraínu. Eitt helsta markmið gagnsóknarinnar er að rjúfa landbrú sem tengir Rússland við Krímskaga sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Verjast af hörku með jarðsprengjum og skotgrafarhernaði Mat leyniþjónustunnar er meðal annars sagt byggja á þeirri hörku sem Rússar hafi sýnt í að verja hertekin svæði með jarðsprengjum og skotgröfum. Úkraínumenn hafi orðið fyrir miklu mannfalli þrátt fyrir nýjan búnað frá vestrænum ríkjum, þar á meðal bandaríska brynvarða bíla, þýska skriðdreka og sérhæfð farartæki sem eiga að fjarlægja jarðsprengjur. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, viðurkenndi að gagnsókninni hefði miðað hægt en staðhæfði að Úkraínumenn gæfust ekki upp fyrr en þeir hefðu endurheimt allt það landsvæði sem Rússar hefðu sölsað undir sig. „Okkur er sama hversu langan tíma það tekur,“ sagði Kuleba á fimmtudag. Washington Post segir að ef markmiðið um að loka leið Rússa að Krímskaga tekst ekki geti það leitt til deilna á milli úkraínskra stjórnvalda og vestrænna bakhjarla þeirra sem hafa varið milljörðum dollara í hernaðaraðstoð og naflaskoðunar um hvers vegna árangurinn af gagnsókninni hefur ekki orðið meiri en raun ber vitni. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Sjá meira
Úkraínskir hermenn sækja nú í átt að Melitopol frá bænum Robotyne sem er rúma áttatíu kílómetra frá borginni. Bandaríska leyniþjónustan telur að sókn Úkraínumanna eigi eftir að stöðvast nokkra kílómetra fyrir utan Melitopol, samkvæmt heimildum Washington Post. Melitopol nærri Asóvshafi hefur mikla hernaðarlega þýðingu. Borgin er tengd við tvær mikilvægar hraðbrautir og járnbrautarspor sem gerir rússneska innrásarliðinu kleift að flra hermenn og vistir frá Krímskaga til annarra hersetinna svæða í sunnanverðri Úkraínu. Eitt helsta markmið gagnsóknarinnar er að rjúfa landbrú sem tengir Rússland við Krímskaga sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Verjast af hörku með jarðsprengjum og skotgrafarhernaði Mat leyniþjónustunnar er meðal annars sagt byggja á þeirri hörku sem Rússar hafi sýnt í að verja hertekin svæði með jarðsprengjum og skotgröfum. Úkraínumenn hafi orðið fyrir miklu mannfalli þrátt fyrir nýjan búnað frá vestrænum ríkjum, þar á meðal bandaríska brynvarða bíla, þýska skriðdreka og sérhæfð farartæki sem eiga að fjarlægja jarðsprengjur. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, viðurkenndi að gagnsókninni hefði miðað hægt en staðhæfði að Úkraínumenn gæfust ekki upp fyrr en þeir hefðu endurheimt allt það landsvæði sem Rússar hefðu sölsað undir sig. „Okkur er sama hversu langan tíma það tekur,“ sagði Kuleba á fimmtudag. Washington Post segir að ef markmiðið um að loka leið Rússa að Krímskaga tekst ekki geti það leitt til deilna á milli úkraínskra stjórnvalda og vestrænna bakhjarla þeirra sem hafa varið milljörðum dollara í hernaðaraðstoð og naflaskoðunar um hvers vegna árangurinn af gagnsókninni hefur ekki orðið meiri en raun ber vitni.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Sjá meira