Píeta vill opna gjaldfrjálsa þjónustu í öllum landshlutum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. ágúst 2023 12:49 Húsavík Píeta-samtökin stefna að því að opna úrræði með gjaldfrjálsri þjónustu í hverjum landshluta fyrir þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir. Nýtt Píeta-skjól verður opnað á Húsavík í dag en um sjö hundruð leita til samtakanna á hverju ári. Nýtt svokallað Píetaskjól, sem verður með aðsetur í stjórnsýsluhúsinu í Húsavík, verður opið að minnsta kosti einu sinni í viku og annars eftir þörfum en þar geta þau sem er með sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra leitað sér aðstoðar. Einar Hrafn Stefánsson, kynningarstjóri samtakanna, segir reynsluna sýna að staðbundin þjónusta gefist sérstaklega vel þrátt fyrir að einnig sé boðið upp á fjarfundi og símaviðtöl allan sólarhringinn. „Okkur finnst alltaf best að vera á staðnum og vera nálægt þessum einstaklingum. Við bjóðum upp á gjaldfrjálsa þjónustu fyrir átján ára og eldri og erum með allt að tólf viðtöl fyrir einstaklinga í vanda og allt að fimm viðtöl fyrir aðstandendur. Þessi vinna er liður í markmiði okkar að breiða út þjónustu samtakanna og auka aðgengi á landsbuggðinni. Og tryggja að Píeta-röddin heyrist sem víðast,“ segir Einar. Einar Hrafn Stefánsson er markaðs- og kynningarstjóri Píeta-samtakanna.Anna Maggý Eftirspurn eftir þjónustu samtakanna hefur aukist gríðarlega frá því að starfsemin hófst fyrir fimm árum og nú leita að meðaltali um sjö hundruð manns til þeirra á hverju ári. Samtökin eru nú þegar með sambærileg úrræði í Reykjavík og á Akureyri og ætla víðar - ekki síst til að geta sinnt sjálfsvígsforvörnum. „Það er markmiðið hjá okkur að ná í öll landshornin og erum að skoða hvort við getum ekki stækkað á vesturhornið og fyrir austan og það er á langtímaplani. Vonandi gerist það bara sem fyrst,“ segir Einar. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Geðheilbrigði Norðurþing Heilbrigðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Nýtt svokallað Píetaskjól, sem verður með aðsetur í stjórnsýsluhúsinu í Húsavík, verður opið að minnsta kosti einu sinni í viku og annars eftir þörfum en þar geta þau sem er með sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra leitað sér aðstoðar. Einar Hrafn Stefánsson, kynningarstjóri samtakanna, segir reynsluna sýna að staðbundin þjónusta gefist sérstaklega vel þrátt fyrir að einnig sé boðið upp á fjarfundi og símaviðtöl allan sólarhringinn. „Okkur finnst alltaf best að vera á staðnum og vera nálægt þessum einstaklingum. Við bjóðum upp á gjaldfrjálsa þjónustu fyrir átján ára og eldri og erum með allt að tólf viðtöl fyrir einstaklinga í vanda og allt að fimm viðtöl fyrir aðstandendur. Þessi vinna er liður í markmiði okkar að breiða út þjónustu samtakanna og auka aðgengi á landsbuggðinni. Og tryggja að Píeta-röddin heyrist sem víðast,“ segir Einar. Einar Hrafn Stefánsson er markaðs- og kynningarstjóri Píeta-samtakanna.Anna Maggý Eftirspurn eftir þjónustu samtakanna hefur aukist gríðarlega frá því að starfsemin hófst fyrir fimm árum og nú leita að meðaltali um sjö hundruð manns til þeirra á hverju ári. Samtökin eru nú þegar með sambærileg úrræði í Reykjavík og á Akureyri og ætla víðar - ekki síst til að geta sinnt sjálfsvígsforvörnum. „Það er markmiðið hjá okkur að ná í öll landshornin og erum að skoða hvort við getum ekki stækkað á vesturhornið og fyrir austan og það er á langtímaplani. Vonandi gerist það bara sem fyrst,“ segir Einar. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Geðheilbrigði Norðurþing Heilbrigðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira