Þetta herma heimildir dægurmiðilsins TMZ. Asghari er sagður hafa sakað Britney um framhjáhaldið meinta fyrir viku síðan og flutt í eigin íbúð í kjölfar mikils rifrildis hjónanna.
Hjónin gengu í hnapphelduna síðasta sumar. Brúðkaupið var smátt í sniðum en rataði þó í fjölmiðla eftir að Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður Britney til tveggja daga, ruddist inn í veisluna með látum.
Þá herma heimildir TMZ að hjónaband þeirra hafi ekki verið neinn dans á rósum undanfarna mánuði. Asghari hafi lítið sofið á heimili þeirra í Calabasas og reglulega hafi komið til heiftúðlegra rifrilda milli þeirra. Britney hafi verið sögð hafa lagt hendur á Asghari oftar en einu sinni í umræddum rifrildum.