Hægja á vefsíðum fyrirtækja sem Musk er illa við Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2023 08:55 Elon Musk, eigandi X, (t.v.) með Lindu Yaccarino, forstjóra fyrirtækisins. AP/Rebecca Blackwell Samfélagsmiðillinn X, sem hét áður Twitter, hefur kerfisbundið látið hlekki á vefsíður fyrirtækja sem Elon Musk er persónulega illa við opnast hægar en aðrir hlekkir. Samkeppnisaðilar eins og Facebook og fjölmiðlar eins og New York Times eru á meðal þeirra sem X hægði á. Um það bil fimm sekúndur tók fyrir notendur X að opna vefsíður sumra fyrirtækja samkvæmt athugun Washington Post. Þetta átti við um samfélagsmiðlana Facebook, Instagram, Bluesky og Substack en einnig fréttamiðla eins og Reuters og New York Times. Fyrirtækin eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir háðsglósum eða árásum af hálfu Musk, eiganda X. Nokkrum klukkustundum eftir að Washington Post birti umfjöllun sína hætti X að hægja á sumum vefsíðunum. Hvorki Musk né X svaraði fyrirspurn um hvers vegna það hefði hægt á umferð til valdra vefsíðna. Talsmaður New York Times sagði að fjölmiðillinn hefði sjálfur veitt því eftirtekt hversu lengi hlekkir á vefsíðu hans opnaðist á X, Fyrirtækið hefði ekki fengið neinar skýringar frá samfélagsmiðlinum. Musk lýsti New York Times fyrr í þessum mánuði sem áróðursmiðli og líkti blaðinu við „niðurgang“ vegna umfjöllunar þess um suðurafrísk málefni. Musk á ættir sínar að rekja þangað. Rannsókn sem Google gerði á netumferð árið 2016 leiddi í ljós að meira en helmingur notenda hætti við að fara inn á vefsíðu ef hún væri lengur en þrjár sekúndur að opnast. Þegar Musk tók yfir Twitter í fyrra lýsti hann sjálfum sér sem einhvers konar harðlínutjáningarfrelsissinna. Hann hefur þó ekki hikað við að beita miðlinum gegn þeim sem honum mislíkar persónulega. Þannig bannaði hann sjálfvirkan reikning sem birti opinberar upplýsingar um ferðir einkaþotu hans og bannaði blaðamenn sem fjölluðu um þá uppákomu. Twitter Tækni Tengdar fréttir Twitter sektað fyrir að afhenda ekki gögn um Trump tímanlega Dómari sektaði Twitter um tugi milljóna íslenskra króna fyrir að afhenda ekki gögn um Donald Trump á réttum tíma. Sérstakur rannsakandi sem ákærði Trump fyrir að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020 fékk leitarheimild til þess að fá gögn um Twitter-notkun Trump. 10. ágúst 2023 11:40 Hóta samtökum gegn hatursorðræðu lögsókn Forsvarsmenn samtaka sem vakta hatursorðræðu á samfélagsmiðlum segja að þeim hafi borist hótunarbréf frá lögmönnum X Corp, áður Twitter. Í bréfinu segja lögmenn X Corp að samtökin The Center for Countering Digital Hate (CCDH) séu að reyna að skaða samfélagsmiðilinn sem nú heitir X og hóta þeir að höfða mál gegn samtökunum. 31. júlí 2023 13:56 Musk takmarkar tíst á Twitter Twitter hefur tímabundið takmarkað fjölda tísta sem notendur geta lesið á hverjum degi. 1. júlí 2023 21:16 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Um það bil fimm sekúndur tók fyrir notendur X að opna vefsíður sumra fyrirtækja samkvæmt athugun Washington Post. Þetta átti við um samfélagsmiðlana Facebook, Instagram, Bluesky og Substack en einnig fréttamiðla eins og Reuters og New York Times. Fyrirtækin eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir háðsglósum eða árásum af hálfu Musk, eiganda X. Nokkrum klukkustundum eftir að Washington Post birti umfjöllun sína hætti X að hægja á sumum vefsíðunum. Hvorki Musk né X svaraði fyrirspurn um hvers vegna það hefði hægt á umferð til valdra vefsíðna. Talsmaður New York Times sagði að fjölmiðillinn hefði sjálfur veitt því eftirtekt hversu lengi hlekkir á vefsíðu hans opnaðist á X, Fyrirtækið hefði ekki fengið neinar skýringar frá samfélagsmiðlinum. Musk lýsti New York Times fyrr í þessum mánuði sem áróðursmiðli og líkti blaðinu við „niðurgang“ vegna umfjöllunar þess um suðurafrísk málefni. Musk á ættir sínar að rekja þangað. Rannsókn sem Google gerði á netumferð árið 2016 leiddi í ljós að meira en helmingur notenda hætti við að fara inn á vefsíðu ef hún væri lengur en þrjár sekúndur að opnast. Þegar Musk tók yfir Twitter í fyrra lýsti hann sjálfum sér sem einhvers konar harðlínutjáningarfrelsissinna. Hann hefur þó ekki hikað við að beita miðlinum gegn þeim sem honum mislíkar persónulega. Þannig bannaði hann sjálfvirkan reikning sem birti opinberar upplýsingar um ferðir einkaþotu hans og bannaði blaðamenn sem fjölluðu um þá uppákomu.
Twitter Tækni Tengdar fréttir Twitter sektað fyrir að afhenda ekki gögn um Trump tímanlega Dómari sektaði Twitter um tugi milljóna íslenskra króna fyrir að afhenda ekki gögn um Donald Trump á réttum tíma. Sérstakur rannsakandi sem ákærði Trump fyrir að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020 fékk leitarheimild til þess að fá gögn um Twitter-notkun Trump. 10. ágúst 2023 11:40 Hóta samtökum gegn hatursorðræðu lögsókn Forsvarsmenn samtaka sem vakta hatursorðræðu á samfélagsmiðlum segja að þeim hafi borist hótunarbréf frá lögmönnum X Corp, áður Twitter. Í bréfinu segja lögmenn X Corp að samtökin The Center for Countering Digital Hate (CCDH) séu að reyna að skaða samfélagsmiðilinn sem nú heitir X og hóta þeir að höfða mál gegn samtökunum. 31. júlí 2023 13:56 Musk takmarkar tíst á Twitter Twitter hefur tímabundið takmarkað fjölda tísta sem notendur geta lesið á hverjum degi. 1. júlí 2023 21:16 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Twitter sektað fyrir að afhenda ekki gögn um Trump tímanlega Dómari sektaði Twitter um tugi milljóna íslenskra króna fyrir að afhenda ekki gögn um Donald Trump á réttum tíma. Sérstakur rannsakandi sem ákærði Trump fyrir að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020 fékk leitarheimild til þess að fá gögn um Twitter-notkun Trump. 10. ágúst 2023 11:40
Hóta samtökum gegn hatursorðræðu lögsókn Forsvarsmenn samtaka sem vakta hatursorðræðu á samfélagsmiðlum segja að þeim hafi borist hótunarbréf frá lögmönnum X Corp, áður Twitter. Í bréfinu segja lögmenn X Corp að samtökin The Center for Countering Digital Hate (CCDH) séu að reyna að skaða samfélagsmiðilinn sem nú heitir X og hóta þeir að höfða mál gegn samtökunum. 31. júlí 2023 13:56
Musk takmarkar tíst á Twitter Twitter hefur tímabundið takmarkað fjölda tísta sem notendur geta lesið á hverjum degi. 1. júlí 2023 21:16
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent