Veðjar 1,6 milljörðum dala gegn Wall Street Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2023 22:37 Micheal Burry var leikinn af Christian Bale í kvikmyndinni The Big Short. Astrid Stawiarz/Getty Fjárfestingarsjóður Micheals Burry hefur keypt sölurétti af sjóðum sem fylgja S&P 500 og Nasdaq 100 fyrir alls um 1,6 milljarða dala. Burry varð heimsfrægur upp úr fjármálahruninu árið 2008 þegar hann spáði réttilega fyrir um hrun húsnæðislánamarkaðarins í Bandaríkjunum. Scion Asset Management, fjárfestingarsjóðurinn sem Burry stofnaði eftir hann hætti störfum sem læknir, keypti sölurétti fyrir tæplega 867 milljónir dala af sjóðnum SPDR S&P 500 ETF Trust og fyrir tæplega 739 milljónir í sjóðnum Invesco QQQ, sem fylgir Nasdaq 100 vísitölunni. Söluréttir heimila handhafa þeirra að selja fjármálagerninga á fyrirframákveðnu verði. Þetta kemur fram í 13f-gögnum frá Verðbréfaeftirliti Bandaríkjanna sem voru birt í gær. Þar segir ekki á hvaða verði söluréttirnir heimila Burry að selja en ljóst er að hann telur vísitölurnar tvær munu lækka. Í frétt Cnn um viðskiptin segir að 1,6 milljarðar dala séu um 90 prósent af eignum Scion Asset Management. Hagnaðist gríðarlega á hruninu og var leikinn af Christian Bale Micheal Burry var einn fárra sem sá hrun húsnæðislánamarkaðarins í Bandaríkjunum árið 2008 og veðjaði háum fjárhæðum með því að taka skortstöðu í fjármálagerningum honum tengdum. Bandaríski rithöfundurinn Michael Lewis ritaði bókina The Big Short um Burry og fleiri sem tóku sömu stöð og hann árið 2010. Árið 2015 var bókin svo kvikmynduð þar sem stórleikarinn Christian Bale lék aðalhlutverkið, sjálfan Burry. Fjármálamarkaðir Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Læknir með Asperger einn sárafárra sem sá bankahrunið fyrir Bandarískur læknir með einhverfu var einn sárafárra einstaklinga sem sá bankahrunið fyrir. Hann veðjaði gegn Wall Street og græddi nánast óskiljanlega háar upphæðir fyrir vikið. Hinn umdeildi Íslandsvinur Michael Lewis komst að þessu en hann segir að kapítalistarnir hafi næstum tortímt markaðshagkerfinu með eigin heimsku. 20. mars 2010 18:45 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Scion Asset Management, fjárfestingarsjóðurinn sem Burry stofnaði eftir hann hætti störfum sem læknir, keypti sölurétti fyrir tæplega 867 milljónir dala af sjóðnum SPDR S&P 500 ETF Trust og fyrir tæplega 739 milljónir í sjóðnum Invesco QQQ, sem fylgir Nasdaq 100 vísitölunni. Söluréttir heimila handhafa þeirra að selja fjármálagerninga á fyrirframákveðnu verði. Þetta kemur fram í 13f-gögnum frá Verðbréfaeftirliti Bandaríkjanna sem voru birt í gær. Þar segir ekki á hvaða verði söluréttirnir heimila Burry að selja en ljóst er að hann telur vísitölurnar tvær munu lækka. Í frétt Cnn um viðskiptin segir að 1,6 milljarðar dala séu um 90 prósent af eignum Scion Asset Management. Hagnaðist gríðarlega á hruninu og var leikinn af Christian Bale Micheal Burry var einn fárra sem sá hrun húsnæðislánamarkaðarins í Bandaríkjunum árið 2008 og veðjaði háum fjárhæðum með því að taka skortstöðu í fjármálagerningum honum tengdum. Bandaríski rithöfundurinn Michael Lewis ritaði bókina The Big Short um Burry og fleiri sem tóku sömu stöð og hann árið 2010. Árið 2015 var bókin svo kvikmynduð þar sem stórleikarinn Christian Bale lék aðalhlutverkið, sjálfan Burry.
Fjármálamarkaðir Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Læknir með Asperger einn sárafárra sem sá bankahrunið fyrir Bandarískur læknir með einhverfu var einn sárafárra einstaklinga sem sá bankahrunið fyrir. Hann veðjaði gegn Wall Street og græddi nánast óskiljanlega háar upphæðir fyrir vikið. Hinn umdeildi Íslandsvinur Michael Lewis komst að þessu en hann segir að kapítalistarnir hafi næstum tortímt markaðshagkerfinu með eigin heimsku. 20. mars 2010 18:45 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Læknir með Asperger einn sárafárra sem sá bankahrunið fyrir Bandarískur læknir með einhverfu var einn sárafárra einstaklinga sem sá bankahrunið fyrir. Hann veðjaði gegn Wall Street og græddi nánast óskiljanlega háar upphæðir fyrir vikið. Hinn umdeildi Íslandsvinur Michael Lewis komst að þessu en hann segir að kapítalistarnir hafi næstum tortímt markaðshagkerfinu með eigin heimsku. 20. mars 2010 18:45