Ekki lengur frítt í Strætó á Menningarnótt Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2023 17:56 Borga þarf almennt fargjald í strætó á laugardaginn. Vísir/Vilhelm Almennt fargjald verður rukkað í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, sem haldin verður í miðbæ Reykjavíkur á laugardaginn. Undanfarin ár hefur verið frítt í Strætó. Í fréttatilkynnigu frá Strætó bs segir að borga þurfi almennt fargjald í Strætó á Menningarnótt en á móti hafi verið ákveðið að fjölga ferðum og bæta þar með þjónustu viðskiptavina þennan dag, en leið 1 aki til að mynda á tíu mínútna fresti frá klukkan 10 til 18. „Með þessu er verið að reyna að anna eftirspurn eftir bestu getu en ljóst er að flutningsgeta Strætó getur aldrei tekið á móti þeim gríðarlega fjölda sem sækir þennan viðburð. Á klukkutíma má áætla að Strætó geti tekið á móti 3200 manns úr öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins.“ Öllum vögnum beint að Sæbraut og skutlið heim verður frítt Í tilkynningu segir jafnframt að leiðarkerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu verði rofið kl. 22:30 og öllum tiltækum vögnum beint að Sæbraut við Sólfarið. Frá Sólfarinu verði ekið í öll hverfi á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 23:00 til 01:00 og ekkert kosti ekkert í þessar ferðir. Næturstrætó taki svo við eftir klukkan 01 og aki eftir sínum hefðbundnu leiðum innan Reykjavíkur. Borga þurfi næturgjald í næturstrætó. Skutlur aka akandi í miðbæinn Þá muni skutlur á vegum Strætó, í boði Reykjavíkurborgar, aka milli Laugardalshallar og Hallgrímskirkju frá klukkan 07:30 til 01:00. „Fólk á bíl er hvatt til þess að leggja í grennd við Laugardalshöll. Það kostar ekkert í skutluþjónustuna.“ Þá segir að fólk sé hvatt til að fylgjast vel með á rauntímakorti á straeto.is eða í Klappinu. Raskanir gætu orðið á tímatöflum og leiðum bæði vegna götulokana og umferðar. Hægt sé að skoða tímatöflur fyrir allar leiðir á Menningarnótt á straeto.is. Reykjavík Menningarnótt Strætó Neytendur Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Í fréttatilkynnigu frá Strætó bs segir að borga þurfi almennt fargjald í Strætó á Menningarnótt en á móti hafi verið ákveðið að fjölga ferðum og bæta þar með þjónustu viðskiptavina þennan dag, en leið 1 aki til að mynda á tíu mínútna fresti frá klukkan 10 til 18. „Með þessu er verið að reyna að anna eftirspurn eftir bestu getu en ljóst er að flutningsgeta Strætó getur aldrei tekið á móti þeim gríðarlega fjölda sem sækir þennan viðburð. Á klukkutíma má áætla að Strætó geti tekið á móti 3200 manns úr öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins.“ Öllum vögnum beint að Sæbraut og skutlið heim verður frítt Í tilkynningu segir jafnframt að leiðarkerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu verði rofið kl. 22:30 og öllum tiltækum vögnum beint að Sæbraut við Sólfarið. Frá Sólfarinu verði ekið í öll hverfi á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 23:00 til 01:00 og ekkert kosti ekkert í þessar ferðir. Næturstrætó taki svo við eftir klukkan 01 og aki eftir sínum hefðbundnu leiðum innan Reykjavíkur. Borga þurfi næturgjald í næturstrætó. Skutlur aka akandi í miðbæinn Þá muni skutlur á vegum Strætó, í boði Reykjavíkurborgar, aka milli Laugardalshallar og Hallgrímskirkju frá klukkan 07:30 til 01:00. „Fólk á bíl er hvatt til þess að leggja í grennd við Laugardalshöll. Það kostar ekkert í skutluþjónustuna.“ Þá segir að fólk sé hvatt til að fylgjast vel með á rauntímakorti á straeto.is eða í Klappinu. Raskanir gætu orðið á tímatöflum og leiðum bæði vegna götulokana og umferðar. Hægt sé að skoða tímatöflur fyrir allar leiðir á Menningarnótt á straeto.is.
Reykjavík Menningarnótt Strætó Neytendur Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira