Meðganga barnsins bar fremur óvænt að en sjálf hafði Unnur Birna ákveðið að vilja aldrei eignast börn. Fyrir eiga þau Skafti þó dótturina Náttsól Viktoríu sem ber nafn með rentu þar sem móður hennar tókst að sigrast á mikilli hræðslu við fæðingu hennar.

Fæddist talsvert fyrir tímann
Litli sonurinn fæddist talsvert fyrir tímann en braggast að sögn móður mjög vel. Sjálf segist Unnur aðallega þakklát fyrir að vera ekki lengur barnshafandi því meðgangan fari sér ekki vel.

„Þetta var rosalega erfitt," segir Unnur í samtali við blaðakonu og heldur áfram.
„Hann var fastur í óheppilegri stellingu og það myndaðist alveg smá panik ástand á spítalanum en allt gekk á endanum vel.
Fyrst um sinn var hann svolítið slappur en hefur náð sér ofboðslega hratt og er algjör snillingur - farin að drekka smá úr staupi og stendur sig svo vel."