Söngleikjahöfundurinn Tom Jones látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2023 15:56 Tom Jones var vígður inn í Frægðarhöll amerísks leikhúss árið 1998. Hann samdi marga vinsæla söngleiki á ferli sínum. Getty/Walter McBride Rithöfundurinn og söngleikjahöfundurinn Tom Jones er látinn 95 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir að hafa samið söngleikinn The Fantasticks, langlífasta söngleik í bandarískri leikhússögu. Tom Jones lést á heimili sínu í Sharon í Connecticut af völdum krabbameins. Hann fæddist 17. febrúar 1928 í Littlefield í Texas og náði því 95 ára aldri. Ekki má rugla honum saman við mun þekktari nafna hans, velska söngvarann og kynbombuna Tom Jones, sem söng „What's New Pussycat“ og fleiri slagara. Hinn bandaríski Tom Jones var vinsæll söngleikjahöfundur og samdi meðal annars 110 in the Shade og I Do! I Do! en þekktasta verk hans var söngleikurinn The Fantasticks. Jones skrifaði verkið og lagatexta á meðan Harry Schmidt gerði tónlistina. Hann var vígður inn í Frægðarhöll amerísks leikhús (e. American Thearre Hall of Fame) árið 1998. Langlífasti söngleikur allra tíma The Fantasticks er merkilegur fyrir þær sakir að upprunalega uppsetning hans gekk í heil 42 ár, samanlagt 17.162 sýningar. Söngleikurinn var sýndur í sama leikhúsinu, Sullivan Street Playhouse, í Greenwich Village frá 1960 til 2002 þegar hann hætti loks. Hann opnaði þó aftur í Theater Center í Times Square árið 2006 og var þá sýndur til 2017. Samanlagt var hann sýndur 21.552 sinnum sem gerir hann að langlífasta söngleik allra tíma. Þekktasta lagið úr The Fantasticks var „Try to Remember“ sem hefur verið flutt af hundruð tónlistarmanna í gegnum árin, þar á meðal Harry Belafonte, Gladys Knight og Placido Domingo. Andlát Bandaríkin Tónlist Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Tom Jones lést á heimili sínu í Sharon í Connecticut af völdum krabbameins. Hann fæddist 17. febrúar 1928 í Littlefield í Texas og náði því 95 ára aldri. Ekki má rugla honum saman við mun þekktari nafna hans, velska söngvarann og kynbombuna Tom Jones, sem söng „What's New Pussycat“ og fleiri slagara. Hinn bandaríski Tom Jones var vinsæll söngleikjahöfundur og samdi meðal annars 110 in the Shade og I Do! I Do! en þekktasta verk hans var söngleikurinn The Fantasticks. Jones skrifaði verkið og lagatexta á meðan Harry Schmidt gerði tónlistina. Hann var vígður inn í Frægðarhöll amerísks leikhús (e. American Thearre Hall of Fame) árið 1998. Langlífasti söngleikur allra tíma The Fantasticks er merkilegur fyrir þær sakir að upprunalega uppsetning hans gekk í heil 42 ár, samanlagt 17.162 sýningar. Söngleikurinn var sýndur í sama leikhúsinu, Sullivan Street Playhouse, í Greenwich Village frá 1960 til 2002 þegar hann hætti loks. Hann opnaði þó aftur í Theater Center í Times Square árið 2006 og var þá sýndur til 2017. Samanlagt var hann sýndur 21.552 sinnum sem gerir hann að langlífasta söngleik allra tíma. Þekktasta lagið úr The Fantasticks var „Try to Remember“ sem hefur verið flutt af hundruð tónlistarmanna í gegnum árin, þar á meðal Harry Belafonte, Gladys Knight og Placido Domingo.
Andlát Bandaríkin Tónlist Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira