Söngleikjahöfundurinn Tom Jones látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2023 15:56 Tom Jones var vígður inn í Frægðarhöll amerísks leikhúss árið 1998. Hann samdi marga vinsæla söngleiki á ferli sínum. Getty/Walter McBride Rithöfundurinn og söngleikjahöfundurinn Tom Jones er látinn 95 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir að hafa samið söngleikinn The Fantasticks, langlífasta söngleik í bandarískri leikhússögu. Tom Jones lést á heimili sínu í Sharon í Connecticut af völdum krabbameins. Hann fæddist 17. febrúar 1928 í Littlefield í Texas og náði því 95 ára aldri. Ekki má rugla honum saman við mun þekktari nafna hans, velska söngvarann og kynbombuna Tom Jones, sem söng „What's New Pussycat“ og fleiri slagara. Hinn bandaríski Tom Jones var vinsæll söngleikjahöfundur og samdi meðal annars 110 in the Shade og I Do! I Do! en þekktasta verk hans var söngleikurinn The Fantasticks. Jones skrifaði verkið og lagatexta á meðan Harry Schmidt gerði tónlistina. Hann var vígður inn í Frægðarhöll amerísks leikhús (e. American Thearre Hall of Fame) árið 1998. Langlífasti söngleikur allra tíma The Fantasticks er merkilegur fyrir þær sakir að upprunalega uppsetning hans gekk í heil 42 ár, samanlagt 17.162 sýningar. Söngleikurinn var sýndur í sama leikhúsinu, Sullivan Street Playhouse, í Greenwich Village frá 1960 til 2002 þegar hann hætti loks. Hann opnaði þó aftur í Theater Center í Times Square árið 2006 og var þá sýndur til 2017. Samanlagt var hann sýndur 21.552 sinnum sem gerir hann að langlífasta söngleik allra tíma. Þekktasta lagið úr The Fantasticks var „Try to Remember“ sem hefur verið flutt af hundruð tónlistarmanna í gegnum árin, þar á meðal Harry Belafonte, Gladys Knight og Placido Domingo. Andlát Bandaríkin Tónlist Menning Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Tom Jones lést á heimili sínu í Sharon í Connecticut af völdum krabbameins. Hann fæddist 17. febrúar 1928 í Littlefield í Texas og náði því 95 ára aldri. Ekki má rugla honum saman við mun þekktari nafna hans, velska söngvarann og kynbombuna Tom Jones, sem söng „What's New Pussycat“ og fleiri slagara. Hinn bandaríski Tom Jones var vinsæll söngleikjahöfundur og samdi meðal annars 110 in the Shade og I Do! I Do! en þekktasta verk hans var söngleikurinn The Fantasticks. Jones skrifaði verkið og lagatexta á meðan Harry Schmidt gerði tónlistina. Hann var vígður inn í Frægðarhöll amerísks leikhús (e. American Thearre Hall of Fame) árið 1998. Langlífasti söngleikur allra tíma The Fantasticks er merkilegur fyrir þær sakir að upprunalega uppsetning hans gekk í heil 42 ár, samanlagt 17.162 sýningar. Söngleikurinn var sýndur í sama leikhúsinu, Sullivan Street Playhouse, í Greenwich Village frá 1960 til 2002 þegar hann hætti loks. Hann opnaði þó aftur í Theater Center í Times Square árið 2006 og var þá sýndur til 2017. Samanlagt var hann sýndur 21.552 sinnum sem gerir hann að langlífasta söngleik allra tíma. Þekktasta lagið úr The Fantasticks var „Try to Remember“ sem hefur verið flutt af hundruð tónlistarmanna í gegnum árin, þar á meðal Harry Belafonte, Gladys Knight og Placido Domingo.
Andlát Bandaríkin Tónlist Menning Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira