Greinahöfundur Guardian sleppti Íslandsför og ofgreiddi bjórinn heima Eiður Þór Árnason skrifar 14. ágúst 2023 13:07 Ekki er hægt að segja að enski bærinn Hastings minni of mikið á íslenskt sjávarþorp. Getty/Raimund Koch Ferð í heitan pott, kaup á dýrum bjór og selaskoðun er meðal þess sem greinahöfundur The Guardian tók sér fyrir hendur þegar hún reyndi að upplifa langþráða ferð til Íslands án þess að yfirgefa bresku sjávarsíðuna. Emine Saner hefur lengi átt sér þann draum að fara í frí til Íslands og verið heilluð af landi og þjóð. Þegar ekki var útlit fyrir slíka ferð á næstunni tók hún málin í sínar hendur og reyndi það næstbesta í stöðunni. „Ég veit ekki hvort ég muni nokkurn tímann komast til Íslands, en ef það gengur ekki er þá mögulegt að upplifa mína Íslendingasögu án þess að yfirgefa heimahagana?“ velti Saner fyrir sér áður en hún lagði í ferðalag um bæinn Hastings sem stendur við suðausturströnd Englands. Eftir að hafa komið við á strönd fulla af grjóti sem hún segir minna sig á hraunbreiðu auglýsti Saner eftir heimili með heitum potti í hverfishópnum á Facebook. Þar leyfði Steve nokkur henni að koma sér fyrir í pottinum í bakgarðinum á meðan hún las glæpasöguna Furðustrandir eftir Arnald Indriðason. Taldi Saner pottinn vera það skásta í næsta nágrenni sem gat komið í stað íslenskar jarðhitalaugar eða Bláa lónsins. Ísland er ekki þekkt fyrir lágt verð á áfengi.vísir/vilhelm Fann enga hvali Næst tók við leit að hestum og kom Saner við á bar þar sem hún borgaði viljandi of mikið fyrir bjór. „Ísland er með hæstu áfengisskatta í Evrópu og bjór getur kostað tíu pund eða meira, svo á barnum set ég fimm í söfnunarkrukkuna [fyrir RNLI-björgunarsveitina], tek bjórinn með mér út og reyni að sannfæra mig um að klukkan sé ekki 15 heldur miðnætti um hásumar á Íslandi.“ Saner batt ekki miklar vonir við að sjá hvali í nágrenni Hastings en fór að bryggju þar sem ferðamönnum stendur til boða að fara um borð í gúmmíbáta til að finna seli. Eftir um fimmtán mínútna sjóferð sá Saner um tuttugu slíka sem eiga það sameiginlegt með hvölum að vera sjávarspendýr og bar þeim vel söguna. Umfjöllunina má lesa í heild sinni á vef The Guardian. Bretland Ferðamennska á Íslandi Áfengi og tóbak Skattar og tollar Verðlag Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Emine Saner hefur lengi átt sér þann draum að fara í frí til Íslands og verið heilluð af landi og þjóð. Þegar ekki var útlit fyrir slíka ferð á næstunni tók hún málin í sínar hendur og reyndi það næstbesta í stöðunni. „Ég veit ekki hvort ég muni nokkurn tímann komast til Íslands, en ef það gengur ekki er þá mögulegt að upplifa mína Íslendingasögu án þess að yfirgefa heimahagana?“ velti Saner fyrir sér áður en hún lagði í ferðalag um bæinn Hastings sem stendur við suðausturströnd Englands. Eftir að hafa komið við á strönd fulla af grjóti sem hún segir minna sig á hraunbreiðu auglýsti Saner eftir heimili með heitum potti í hverfishópnum á Facebook. Þar leyfði Steve nokkur henni að koma sér fyrir í pottinum í bakgarðinum á meðan hún las glæpasöguna Furðustrandir eftir Arnald Indriðason. Taldi Saner pottinn vera það skásta í næsta nágrenni sem gat komið í stað íslenskar jarðhitalaugar eða Bláa lónsins. Ísland er ekki þekkt fyrir lágt verð á áfengi.vísir/vilhelm Fann enga hvali Næst tók við leit að hestum og kom Saner við á bar þar sem hún borgaði viljandi of mikið fyrir bjór. „Ísland er með hæstu áfengisskatta í Evrópu og bjór getur kostað tíu pund eða meira, svo á barnum set ég fimm í söfnunarkrukkuna [fyrir RNLI-björgunarsveitina], tek bjórinn með mér út og reyni að sannfæra mig um að klukkan sé ekki 15 heldur miðnætti um hásumar á Íslandi.“ Saner batt ekki miklar vonir við að sjá hvali í nágrenni Hastings en fór að bryggju þar sem ferðamönnum stendur til boða að fara um borð í gúmmíbáta til að finna seli. Eftir um fimmtán mínútna sjóferð sá Saner um tuttugu slíka sem eiga það sameiginlegt með hvölum að vera sjávarspendýr og bar þeim vel söguna. Umfjöllunina má lesa í heild sinni á vef The Guardian.
Bretland Ferðamennska á Íslandi Áfengi og tóbak Skattar og tollar Verðlag Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira