Páll Bergþórsson hundrað ára í dag Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. ágúst 2023 13:44 Páll á 98 ára afmælisdegi sínum, þann 13. ágúst 2021. Vísir/Sigurjón Páll Bergþórsson veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri fagnar hundrað ára afmæli í dag. Vísir birti skemmtilega umfjöllun á 98 ára afmæli Páls. Þá sagðist hann enn leggja stund á fræðin. „Oftast er ég nú eitthvað að dunda við fræði þó ég hafi enga hæfileika nú orðið að minnsta kosti til þess en ég er mikið að dunda við veðurfræðina,“ sagði hann. Þá sagði hann að tími væri til kominn til loftslagsaðgerða. „Það er kominn sá tími núna að maðurinn er farinn að hafa afgerandi áhrif á það hvernig loftslagið breytist. Hann hafði það ekki lengi vel en hefur gert það núna síðustu áratugi og það er alveg stórhættulegt hvað hann er að gera,“ sagði Páll á 98 ára afmælisdaginn. Maturinn fjölbreyttari núna Fréttakona Stöðvar 2 náði tali af Páli í síðasta mánuði á árlegu sumargrilli Hrafnistu. Hann hafði sitt að segja um matinn sem boðið var upp á. „Hann er fyrst og fremst orðinn dýrari,“ sagði Páll og hló. „En hann er alltaf að verða fjölbreyttari. Það var ekki mjög fjölbreytt hjá okkur þegar ég var að alast upp eftir 1920.“ Útsýnisflug og fallhlífarstökk á afmælisdaginn Á Facebook síðu sinni segir Páll frá útsýnisflugi sem hann fór í yfir skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni ásamt ljósmyndara Morgunblaðsins í tilefni afmælisins. Afmæli Páls hafa vægast sagt verið viðburðarík en á 95 ára afmælisdaginn fór hann í fallhlífarstökk. Í samtali við Vísi sagði hann stökkið hafa verið þægilegra og notalegra en hann hafði búist við. „Þetta reynir ekkert á mann. Það reynir meira á mann að ganga 100 metra. Það var afskaplega skemmtilegt að finna loftið leika um sig og sjá jörðina mæta manni.“ Samkvæmt tölfræði Facebook síðunnar Langlífi voru við árslok 2022 46 einstaklingar yfir hundrað ára gamlir. Það ár varð 31 Íslendingur hundrað ára gamall. Þá var búist við að um tuttugu Íslendingar næðu hundrað ára aldrinum á þessu ári. Páll tilheyrir nú þeim hópi. Tímamót Langlífi Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
Vísir birti skemmtilega umfjöllun á 98 ára afmæli Páls. Þá sagðist hann enn leggja stund á fræðin. „Oftast er ég nú eitthvað að dunda við fræði þó ég hafi enga hæfileika nú orðið að minnsta kosti til þess en ég er mikið að dunda við veðurfræðina,“ sagði hann. Þá sagði hann að tími væri til kominn til loftslagsaðgerða. „Það er kominn sá tími núna að maðurinn er farinn að hafa afgerandi áhrif á það hvernig loftslagið breytist. Hann hafði það ekki lengi vel en hefur gert það núna síðustu áratugi og það er alveg stórhættulegt hvað hann er að gera,“ sagði Páll á 98 ára afmælisdaginn. Maturinn fjölbreyttari núna Fréttakona Stöðvar 2 náði tali af Páli í síðasta mánuði á árlegu sumargrilli Hrafnistu. Hann hafði sitt að segja um matinn sem boðið var upp á. „Hann er fyrst og fremst orðinn dýrari,“ sagði Páll og hló. „En hann er alltaf að verða fjölbreyttari. Það var ekki mjög fjölbreytt hjá okkur þegar ég var að alast upp eftir 1920.“ Útsýnisflug og fallhlífarstökk á afmælisdaginn Á Facebook síðu sinni segir Páll frá útsýnisflugi sem hann fór í yfir skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni ásamt ljósmyndara Morgunblaðsins í tilefni afmælisins. Afmæli Páls hafa vægast sagt verið viðburðarík en á 95 ára afmælisdaginn fór hann í fallhlífarstökk. Í samtali við Vísi sagði hann stökkið hafa verið þægilegra og notalegra en hann hafði búist við. „Þetta reynir ekkert á mann. Það reynir meira á mann að ganga 100 metra. Það var afskaplega skemmtilegt að finna loftið leika um sig og sjá jörðina mæta manni.“ Samkvæmt tölfræði Facebook síðunnar Langlífi voru við árslok 2022 46 einstaklingar yfir hundrað ára gamlir. Það ár varð 31 Íslendingur hundrað ára gamall. Þá var búist við að um tuttugu Íslendingar næðu hundrað ára aldrinum á þessu ári. Páll tilheyrir nú þeim hópi.
Tímamót Langlífi Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira