Minnst sex flóttamenn létust í Ermarsundi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. ágúst 2023 22:27 Börn voru meðal þeirra Afgana og Súdana sem bjargað var eftir slysið. EPA Sex manns létust þegar bátur með nærri sjötíu flóttamenn innanborðs sökk nærri borginni Calais í Frakklandi við Ermarsund í dag. Björgunaraðilar frá Bretlandi og Frakklandi björguðu að minnsta kosti 59 manns sem lifðu sjóslysið af. Flestir þeirra sem voru á bátnum eru frá Afganistan en einhverjir frá Súdan, kemur fram í frétt BBC. Tveggja er enn saknað en leit af þeim hefur verið aflýst. Ekki er vitað með vissu hversu mörgum var bjargað og hve margir eru slasaðir. Frönsk yfirvöld segja að oft séu flóttamannabátar svo yfirfullir að erfitt sé að telja hve margir eru innanborðs. Hinir látnu eru afganskir menn sem eru taldir vera á fertugsaldri, samkvæmt saksóknara frönsku borgarinnar Boulogne. Sjöunda atvik vikunnar Samkvæmt upplýsingum frá frönsku landhelgisgæslunni barst útkall um klukkan 4:20 að morgni að staðartíma um vandræði í yfirfullum bát sem staðsettur var út af ströndum Sangatte-sveitarfélagsins í Frakklandi. Þegar bátur landhelgisgæslunnar mætti á svæðið var báturinn þegar sokkinn og sumir farþegar kölluðu á hjálp. Björgunarfólk í Frakklandi segir þetta sjöunda skiptið í vikunni sem þau hafa þurft að bjarga flóttafólki upp úr sjónum eftir að bátur hefði sokkið. Líklegt sé að bátarnir sem smyglarar nota til þess að koma fólki milli heimsálfa séu gallaðir. Mikið hefur borið á málum nýlega þar sem flóttafólk hefur drukknað á sjó í Evrópu. Á dögunum lést 41 flóttamaður þegar bátur fórst út af ströndum eyjunnar Lampedusa. Í júní létust hátt í hundrað flóttamenn þegar bát hvolfdi út af ströndum Grikklands. Fimm hundruð er enn saknað. Frakkland Bretland Flóttamenn Tengdar fréttir Fimm hundruð enn saknað og aðdragandi óljós Um fimm hundruð manns er enn saknað eftir að fiskibát, sem ferjaði nokkur hundruð flóttamenn, hvolfdi úti fyrir ströndum Grikklands á miðvikudag. Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi var lýst yfir á fimmtudag. 17. júní 2023 12:24 Fjörutíu og einn flóttamaður fórst undan stöndum Ítalíu Fjörutíu og einn flóttamaður lét lífið þegar þegar bátur fórst undan ströndum ítölsku eyjunnar Lampedusa. Báturinn lagði af stað frá hafnarborginni Sfax í Túnis og sökk nokkrum tímum eftir brottför. 9. ágúst 2023 11:22 Yfir þúsund flóttamenn til Ítalíu í dag Meira en eitt þúsund flóttamenn náðu landi á ítölsku eyjunni Lampedusa í dag. 9. maí 2021 22:57 Bátur með rúmlega 200 innanborðs týndur við Kanaríeyjar Spænskt björgunarlið leitar nú að bát undan ströndum Kanaríeyja en talið er að 200 flóttamenn hið minnsta séu um borð. 10. júlí 2023 08:35 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Björgunaraðilar frá Bretlandi og Frakklandi björguðu að minnsta kosti 59 manns sem lifðu sjóslysið af. Flestir þeirra sem voru á bátnum eru frá Afganistan en einhverjir frá Súdan, kemur fram í frétt BBC. Tveggja er enn saknað en leit af þeim hefur verið aflýst. Ekki er vitað með vissu hversu mörgum var bjargað og hve margir eru slasaðir. Frönsk yfirvöld segja að oft séu flóttamannabátar svo yfirfullir að erfitt sé að telja hve margir eru innanborðs. Hinir látnu eru afganskir menn sem eru taldir vera á fertugsaldri, samkvæmt saksóknara frönsku borgarinnar Boulogne. Sjöunda atvik vikunnar Samkvæmt upplýsingum frá frönsku landhelgisgæslunni barst útkall um klukkan 4:20 að morgni að staðartíma um vandræði í yfirfullum bát sem staðsettur var út af ströndum Sangatte-sveitarfélagsins í Frakklandi. Þegar bátur landhelgisgæslunnar mætti á svæðið var báturinn þegar sokkinn og sumir farþegar kölluðu á hjálp. Björgunarfólk í Frakklandi segir þetta sjöunda skiptið í vikunni sem þau hafa þurft að bjarga flóttafólki upp úr sjónum eftir að bátur hefði sokkið. Líklegt sé að bátarnir sem smyglarar nota til þess að koma fólki milli heimsálfa séu gallaðir. Mikið hefur borið á málum nýlega þar sem flóttafólk hefur drukknað á sjó í Evrópu. Á dögunum lést 41 flóttamaður þegar bátur fórst út af ströndum eyjunnar Lampedusa. Í júní létust hátt í hundrað flóttamenn þegar bát hvolfdi út af ströndum Grikklands. Fimm hundruð er enn saknað.
Frakkland Bretland Flóttamenn Tengdar fréttir Fimm hundruð enn saknað og aðdragandi óljós Um fimm hundruð manns er enn saknað eftir að fiskibát, sem ferjaði nokkur hundruð flóttamenn, hvolfdi úti fyrir ströndum Grikklands á miðvikudag. Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi var lýst yfir á fimmtudag. 17. júní 2023 12:24 Fjörutíu og einn flóttamaður fórst undan stöndum Ítalíu Fjörutíu og einn flóttamaður lét lífið þegar þegar bátur fórst undan ströndum ítölsku eyjunnar Lampedusa. Báturinn lagði af stað frá hafnarborginni Sfax í Túnis og sökk nokkrum tímum eftir brottför. 9. ágúst 2023 11:22 Yfir þúsund flóttamenn til Ítalíu í dag Meira en eitt þúsund flóttamenn náðu landi á ítölsku eyjunni Lampedusa í dag. 9. maí 2021 22:57 Bátur með rúmlega 200 innanborðs týndur við Kanaríeyjar Spænskt björgunarlið leitar nú að bát undan ströndum Kanaríeyja en talið er að 200 flóttamenn hið minnsta séu um borð. 10. júlí 2023 08:35 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Fimm hundruð enn saknað og aðdragandi óljós Um fimm hundruð manns er enn saknað eftir að fiskibát, sem ferjaði nokkur hundruð flóttamenn, hvolfdi úti fyrir ströndum Grikklands á miðvikudag. Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi var lýst yfir á fimmtudag. 17. júní 2023 12:24
Fjörutíu og einn flóttamaður fórst undan stöndum Ítalíu Fjörutíu og einn flóttamaður lét lífið þegar þegar bátur fórst undan ströndum ítölsku eyjunnar Lampedusa. Báturinn lagði af stað frá hafnarborginni Sfax í Túnis og sökk nokkrum tímum eftir brottför. 9. ágúst 2023 11:22
Yfir þúsund flóttamenn til Ítalíu í dag Meira en eitt þúsund flóttamenn náðu landi á ítölsku eyjunni Lampedusa í dag. 9. maí 2021 22:57
Bátur með rúmlega 200 innanborðs týndur við Kanaríeyjar Spænskt björgunarlið leitar nú að bát undan ströndum Kanaríeyja en talið er að 200 flóttamenn hið minnsta séu um borð. 10. júlí 2023 08:35