Velur Taylor Swift tónleika fram yfir kosningabaráttu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. ágúst 2023 15:42 Kristrún er mikill aðdáandi Taylor Swift og hefur verið það frá átján ára aldri. Aðeins eitt ár er á milli þeirra tveggja. vísir Svo gæti farið að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fari á Taylor Swift tónleika í miðri kosningabaráttu. Kosningar kæmu að minnsta kosti ekki í veg fyrir að hún færi á tónleika, svo mikill aðdáandi er hún. Þetta er á meðal þess sem kom fram í viðtali við Kristrúnu í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun þar sem slegið var á létta strengi en Kristrún hefur lært meðal annars á píanó og harmonikku. „Ég ætlaði sem unglingur alltaf að gera eitthvað með þetta, svo áttaði ég mig á því að þetta væri kannski ekki mín sterkasta hlið. En ég held lagi,“ segir Kristrún. „Ég kann einhverja hljóma og svona. Faðir minn lét mig læra á harmonikku, hann er Skagfirðingur og það hefur alltaf verið sungið mikið í mínum fjölskylduboðum, ég hélt reyndar að það væri þannig í öllum fjölskylduboðum. Maðurinn minn fékk svo bara áfall þegar hann mætti fyrst í fjölskylduboð og fékk afhenta söngbók.“ Kristrún var beðin um að velja lag sem væri lýsandi fyrir sjálfa sig. Eftir nokkra umhugsun segir Kristrún: „Ég er náttúrulega mikill Taylor Swift aðdáandi. Ég elska kantrí tónlist. Fólki fannst þetta alltaf mjög hallærislægt en er farið að átta sig á því hérna á Íslandi að öll góð lög eru í grunninn kántri. Bó Halldórs, bestu plöturnar hans eru kántrílög með íslenskum texta. Bríet, sem dæmi, er núna komin í kántríið.“ Taylor Swift hafi verið sú fyrsta sem hafi flutt sig yfir í meginstraums-tónlist, segir Kristrún. „Ég er búin að hlusta á Taylor Swift frá því ég var átján ára.“ Aðeins eitt ár er á milli þeirra tveggja, Taylor og Kristrúnar. Taylor er fædd árið 1989 en Kristrún 1988. Taylor hóf tónlistarferilinn árið 2005, þá 17 ára gömul. „Ég get upplýst um það núna, í beinni útsendingu, að ég fékk miða á Taylor Swift tónleika á yfirstandandi tónleikaferðalag. Ég sat yfir tölvunni minni í fjóra klukkutíma í sumar.“ Miðasölurisinn Ticketmaster bað aðdáendur Swift einmitt afsökunar vegna hruns sem varð á síðu fyrirtækisins þegar miðasalan hófst. Dæmi voru um að miðar hafi selst á 2,5-9 milljónir króna í endursölu. „Ég ætla á þessa tónleika. Miðasalan var í júlí þegar var svolítið mikil læti hjá ríkisstjórninni en ég var að vonast til að fá miða um sumarið. Ég hugsaði: „æ ef það verða kosningar næsta vor, þá missi ég af þessum tónleikum. Þannig ég hafði miklar áhyggjur af því að ég myndi enda á því að þurfa að kaupa miða einhverja helgi þegar það eru kosningar. Ég á kannski ekki að segja þetta opinberlega en mig langar alveg ótrúlega að fara, þetta er bara algjör draumur hjá mér. Ég ræddi þetta fram og til baka við manninn minn. Svo komst ég að í Stokkhólmi hvítasunnuhelgina næstu. Ríkisstjórnin veit núna að þetta er mjög slæm helgi fyrir mig til að fara í kosningar. Ég mun finna leið til að gera þetta, breyti þá helgarferð í dagsferð.“ Samfylkingin Tónlist Bakaríið Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kom fram í viðtali við Kristrúnu í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun þar sem slegið var á létta strengi en Kristrún hefur lært meðal annars á píanó og harmonikku. „Ég ætlaði sem unglingur alltaf að gera eitthvað með þetta, svo áttaði ég mig á því að þetta væri kannski ekki mín sterkasta hlið. En ég held lagi,“ segir Kristrún. „Ég kann einhverja hljóma og svona. Faðir minn lét mig læra á harmonikku, hann er Skagfirðingur og það hefur alltaf verið sungið mikið í mínum fjölskylduboðum, ég hélt reyndar að það væri þannig í öllum fjölskylduboðum. Maðurinn minn fékk svo bara áfall þegar hann mætti fyrst í fjölskylduboð og fékk afhenta söngbók.“ Kristrún var beðin um að velja lag sem væri lýsandi fyrir sjálfa sig. Eftir nokkra umhugsun segir Kristrún: „Ég er náttúrulega mikill Taylor Swift aðdáandi. Ég elska kantrí tónlist. Fólki fannst þetta alltaf mjög hallærislægt en er farið að átta sig á því hérna á Íslandi að öll góð lög eru í grunninn kántri. Bó Halldórs, bestu plöturnar hans eru kántrílög með íslenskum texta. Bríet, sem dæmi, er núna komin í kántríið.“ Taylor Swift hafi verið sú fyrsta sem hafi flutt sig yfir í meginstraums-tónlist, segir Kristrún. „Ég er búin að hlusta á Taylor Swift frá því ég var átján ára.“ Aðeins eitt ár er á milli þeirra tveggja, Taylor og Kristrúnar. Taylor er fædd árið 1989 en Kristrún 1988. Taylor hóf tónlistarferilinn árið 2005, þá 17 ára gömul. „Ég get upplýst um það núna, í beinni útsendingu, að ég fékk miða á Taylor Swift tónleika á yfirstandandi tónleikaferðalag. Ég sat yfir tölvunni minni í fjóra klukkutíma í sumar.“ Miðasölurisinn Ticketmaster bað aðdáendur Swift einmitt afsökunar vegna hruns sem varð á síðu fyrirtækisins þegar miðasalan hófst. Dæmi voru um að miðar hafi selst á 2,5-9 milljónir króna í endursölu. „Ég ætla á þessa tónleika. Miðasalan var í júlí þegar var svolítið mikil læti hjá ríkisstjórninni en ég var að vonast til að fá miða um sumarið. Ég hugsaði: „æ ef það verða kosningar næsta vor, þá missi ég af þessum tónleikum. Þannig ég hafði miklar áhyggjur af því að ég myndi enda á því að þurfa að kaupa miða einhverja helgi þegar það eru kosningar. Ég á kannski ekki að segja þetta opinberlega en mig langar alveg ótrúlega að fara, þetta er bara algjör draumur hjá mér. Ég ræddi þetta fram og til baka við manninn minn. Svo komst ég að í Stokkhólmi hvítasunnuhelgina næstu. Ríkisstjórnin veit núna að þetta er mjög slæm helgi fyrir mig til að fara í kosningar. Ég mun finna leið til að gera þetta, breyti þá helgarferð í dagsferð.“
Samfylkingin Tónlist Bakaríið Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira