Allt að þrettán ára neyti vímuefna Lovísa Arnardóttir skrifar 10. ágúst 2023 19:00 Berglind segir allt að þrettán ára börn hafa verið staðin að vímuefnaneyslu. Bakslag sé í vímuefnaneyslu meðal yngri barna. Vísir/Einar Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir mikla aukningu hafa verið á tilkynningum í júlí. Þær eigi sameiginlegt vímuefnaneyslu og hegðunarvanda ungmenna. Hún segir þeim fjölga sem leiti til þeirra vegna yngri barna. Foreldrahúsi bárust í júlí á þriðja tug fyrirspurna tengda vímuefnaneyslu barna og ungmenna, hegðunarvanda þeirra og ofbeldi. Mikil fjölgun hefur verið á komum til samtakanna síðustu ár en árið 2019 voru þær 2.410 en 3.476 í fyrra. Komur í Foreldrahús síðustu fjögur ár. Vísir/Sara „Það hafa komið mjög margar fyrirspurnir í sumar, óvenju margar miðað við síðustu sumur,“ segir Berglind Gunnarsdóttir Strandberg framkvæmdastjóri Foreldrahúss og að fyrirspurnirnar eigi það sameiginlegt að varða ofbeldi barna og ungmenna, vímuefnaneyslu þeirra og hegðunarvanda og að oft skarist þær hjá fólki og vandinn sé fjölþættur. Hún segir að þessi bylgja, sem kom í júlí, hafi alltaf áður komið í september og hafi þá að einhverju leyti fylgt því að foreldrar séu þá að taka eftir því sem hafi gerst um sumarið. Mögulega sé fólk að fylgjast betur með en að það sé veruleg aukning, sem komi þeim á óvart. Berglind segir misjafnt hvenær foreldrar leiti til þeirra en að þeim hafi fjölgað sem leiti til þeirra vegna yngri barna. „Það fer niður aldurinn. Það eru yngri börn að koma inn og er bakslag í því. Það eru allt niður í þrettán ára sem eru að neyta kannabis og annarra efna,“ segir hún og að ákveðnar breytingar séu oft til marks um það að barnið sé farið að neyta vímuefna. „Þegar þau sýna ákveðna hegðun sem passar ekki fyrir þau. Skólasóknin fer niður, einkunnir fara niður og þeim er meira sama. Þau skipta um vini og fara á milli hverfa,“ segir Berglind og þannig séu ýmis teikn á lofti. Auk þess hætti mörg í þeim tómstundum sem þau hafi ástundað og verði áhugalaus um margt sem hafi skipt þau máli. Hún segir misjafnt hvenær fólk leiti til þeirra, sumir komi sjálfir en að aðrir fái tilvísun frá lögreglu eða barnaverndaryfirvöldum. Hún segir fjölbreytt úrræði í boði en að betur þurfi að styðja við þau. „Það þarf að styðja við úrræði eins og okkar sem eru með inngrip og fræðslu. Við þurfum meira, það er ekki spurning,“ segir Berglind og að mikilvægt sé fyrir fólk að leita aðstoðar um leið og vandinn liggur fyrir. Það geti allir leitað til þeirra og þau veiti aðstoð til fjölskyldunnar saman. Hún segir nauðsynlegt sé að samfélagið viðurkenni vandann betur. „Mér finnst við ekki viðurkenna þennan vanda nógu vel. Orðræðan hefur verið sú að það sé allt svo gott hérna en við erum ekkert öðruvísi en önnur lönd. Það er gott aðgengi að vímuefnum og við sjáum það. Auðvitað þarf að gera eitthvað við þann vanda. Viðurkenna að það er vanlíðan og vímuefni, bara viðurkenna það.“ Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Réttindi barna Tengdar fréttir Færri týnd börn með fíknivanda en áður Ekki hafa verið fleiri leitarbeiðnir vegna týndra barna síðan sumarið 2020. Lögreglumaður sem hefur unnið við leit að týndum börnum í áratug segir vanda þeirra hafa breyst. 26. júlí 2023 07:01 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Foreldrahúsi bárust í júlí á þriðja tug fyrirspurna tengda vímuefnaneyslu barna og ungmenna, hegðunarvanda þeirra og ofbeldi. Mikil fjölgun hefur verið á komum til samtakanna síðustu ár en árið 2019 voru þær 2.410 en 3.476 í fyrra. Komur í Foreldrahús síðustu fjögur ár. Vísir/Sara „Það hafa komið mjög margar fyrirspurnir í sumar, óvenju margar miðað við síðustu sumur,“ segir Berglind Gunnarsdóttir Strandberg framkvæmdastjóri Foreldrahúss og að fyrirspurnirnar eigi það sameiginlegt að varða ofbeldi barna og ungmenna, vímuefnaneyslu þeirra og hegðunarvanda og að oft skarist þær hjá fólki og vandinn sé fjölþættur. Hún segir að þessi bylgja, sem kom í júlí, hafi alltaf áður komið í september og hafi þá að einhverju leyti fylgt því að foreldrar séu þá að taka eftir því sem hafi gerst um sumarið. Mögulega sé fólk að fylgjast betur með en að það sé veruleg aukning, sem komi þeim á óvart. Berglind segir misjafnt hvenær foreldrar leiti til þeirra en að þeim hafi fjölgað sem leiti til þeirra vegna yngri barna. „Það fer niður aldurinn. Það eru yngri börn að koma inn og er bakslag í því. Það eru allt niður í þrettán ára sem eru að neyta kannabis og annarra efna,“ segir hún og að ákveðnar breytingar séu oft til marks um það að barnið sé farið að neyta vímuefna. „Þegar þau sýna ákveðna hegðun sem passar ekki fyrir þau. Skólasóknin fer niður, einkunnir fara niður og þeim er meira sama. Þau skipta um vini og fara á milli hverfa,“ segir Berglind og þannig séu ýmis teikn á lofti. Auk þess hætti mörg í þeim tómstundum sem þau hafi ástundað og verði áhugalaus um margt sem hafi skipt þau máli. Hún segir misjafnt hvenær fólk leiti til þeirra, sumir komi sjálfir en að aðrir fái tilvísun frá lögreglu eða barnaverndaryfirvöldum. Hún segir fjölbreytt úrræði í boði en að betur þurfi að styðja við þau. „Það þarf að styðja við úrræði eins og okkar sem eru með inngrip og fræðslu. Við þurfum meira, það er ekki spurning,“ segir Berglind og að mikilvægt sé fyrir fólk að leita aðstoðar um leið og vandinn liggur fyrir. Það geti allir leitað til þeirra og þau veiti aðstoð til fjölskyldunnar saman. Hún segir nauðsynlegt sé að samfélagið viðurkenni vandann betur. „Mér finnst við ekki viðurkenna þennan vanda nógu vel. Orðræðan hefur verið sú að það sé allt svo gott hérna en við erum ekkert öðruvísi en önnur lönd. Það er gott aðgengi að vímuefnum og við sjáum það. Auðvitað þarf að gera eitthvað við þann vanda. Viðurkenna að það er vanlíðan og vímuefni, bara viðurkenna það.“
Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Réttindi barna Tengdar fréttir Færri týnd börn með fíknivanda en áður Ekki hafa verið fleiri leitarbeiðnir vegna týndra barna síðan sumarið 2020. Lögreglumaður sem hefur unnið við leit að týndum börnum í áratug segir vanda þeirra hafa breyst. 26. júlí 2023 07:01 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Færri týnd börn með fíknivanda en áður Ekki hafa verið fleiri leitarbeiðnir vegna týndra barna síðan sumarið 2020. Lögreglumaður sem hefur unnið við leit að týndum börnum í áratug segir vanda þeirra hafa breyst. 26. júlí 2023 07:01