Hvað verður um Blessing á föstudag? Drífa Snædal skrifar 9. ágúst 2023 13:00 Blessing er þolandi áralangs mansals á Ítalíu og hefur í fimm ár barist árangurslaust fyrir hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa synjað henni um vernd en þó viðurkennt að Ítalía sé ekki öruggt land fyrir hana þar sem hún er mansalsbrotaþoli. Sama verður að segja um heimaland hennar en þaðan var hún seld fyrst. Þrautalendingin var að sækja um ríkisborgararétt til Alþingis en þar var henni einnig hafnað. Nýjustu breytingar á útlendingalögum hafa bein áhrif á Blessing, enda var markmið þeirra að koma fólki í hennar stöðu úr landi svo fljótt sem auðið er og án vandræða fyrir íslenska framkvæmdaaðila. Hvert hún fer er aukaatriði í augum löggjafans og engu skiptir að hún hefur ekki í nein hús að venda og er í mikilli hættu á að lenda í örbyrgð, vonleysi, ofbeldi og lífshættu. Næstkomandi föstudag, hinn 11. ágúst líður sá frestur sem Blessing Newton og fleiri hafa til að koma sér út úr flóttamannabúðunum í Hafnarfirði. Nú þegar er búið að svipta hana félagslegri aðstoð, lögfræðiaðstoð, strætókorti og fleira sem hún naut sem umsækjandi um alþjóðlega vernd. Nú á að svelta hana og fleiri umsækjendur til að koma sér úr landi – nú síðast var fólkið í Hafnarfirð svipt bónuskorti til að kaupa í matinn. Þetta er veruleiki hinna breyttu útlendingalaga og svona förum við með konur sem hafa sætt viðbjóðslegu ofbeldi. Konur sem vilja bara sjá fyrir sér, lifa í friði á Íslandi og búa sér öruggt heimili – það er æðsta óskin. Í reglugerð um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara, utan EES, sem ekki eiga lögheimili á Íslandi (nr. 203/2016) er hægt að veita aðstoð til dvalar ef m.a. þetta atriði á við: Umsókn um dvalarleyfi af mannúðarástæðum eða dvalarleyfi sem flóttamaður hefur verið synjað og ákvörðun stjórnvalda um að yfirgefa landið getur ekki komið til framkvæmda. Einstaklingar í þessum aðstæðum geta verið ríkisfangslausir eða ríkisfang hefur ekki verið staðfest. Eftir atvikum er einstaklingum veitt dvalarleyfi og atvinnuleyfi til bráðabirga. Yfirvöld hafa ekki nýtt þessa heimild í tilviki Blessing og er það óskiljanlegt þar sem hún getur hvergi farið. Sömuleiðis hafa mannréttindalögfræðingar talið að þessi meðferð á mansalsbrotaþola standist ekki alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar. Eftir fjöldamörg samtöl við fólk innan kerfisins er ljóst að yfirvöld vita ekkert hvað á að gera. Taka sveitarfélögin við? Á að virkja reglur um útlendinga í neyð? Á að vísa fólki á guð og gaddinn og búa hér til neðanjarðarsamfélag örvæntingafulls fólks sem hvergi getur farið? Það virðist því miður vera planið. Afleiðingar nýju útlendingalaganna, sem var þrýst í gegnum þingið þrátt fyrir viðvaranir Rauða krossins og helstu mannréttindasamtaka, eru nú að koma í ljós. Lögin tóku gildi 1. júlí og á föstudag reynir á framkvæmdina. Hvað verður um Blessing á föstudag? Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Hælisleitendur Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Blessing er þolandi áralangs mansals á Ítalíu og hefur í fimm ár barist árangurslaust fyrir hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa synjað henni um vernd en þó viðurkennt að Ítalía sé ekki öruggt land fyrir hana þar sem hún er mansalsbrotaþoli. Sama verður að segja um heimaland hennar en þaðan var hún seld fyrst. Þrautalendingin var að sækja um ríkisborgararétt til Alþingis en þar var henni einnig hafnað. Nýjustu breytingar á útlendingalögum hafa bein áhrif á Blessing, enda var markmið þeirra að koma fólki í hennar stöðu úr landi svo fljótt sem auðið er og án vandræða fyrir íslenska framkvæmdaaðila. Hvert hún fer er aukaatriði í augum löggjafans og engu skiptir að hún hefur ekki í nein hús að venda og er í mikilli hættu á að lenda í örbyrgð, vonleysi, ofbeldi og lífshættu. Næstkomandi föstudag, hinn 11. ágúst líður sá frestur sem Blessing Newton og fleiri hafa til að koma sér út úr flóttamannabúðunum í Hafnarfirði. Nú þegar er búið að svipta hana félagslegri aðstoð, lögfræðiaðstoð, strætókorti og fleira sem hún naut sem umsækjandi um alþjóðlega vernd. Nú á að svelta hana og fleiri umsækjendur til að koma sér úr landi – nú síðast var fólkið í Hafnarfirð svipt bónuskorti til að kaupa í matinn. Þetta er veruleiki hinna breyttu útlendingalaga og svona förum við með konur sem hafa sætt viðbjóðslegu ofbeldi. Konur sem vilja bara sjá fyrir sér, lifa í friði á Íslandi og búa sér öruggt heimili – það er æðsta óskin. Í reglugerð um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara, utan EES, sem ekki eiga lögheimili á Íslandi (nr. 203/2016) er hægt að veita aðstoð til dvalar ef m.a. þetta atriði á við: Umsókn um dvalarleyfi af mannúðarástæðum eða dvalarleyfi sem flóttamaður hefur verið synjað og ákvörðun stjórnvalda um að yfirgefa landið getur ekki komið til framkvæmda. Einstaklingar í þessum aðstæðum geta verið ríkisfangslausir eða ríkisfang hefur ekki verið staðfest. Eftir atvikum er einstaklingum veitt dvalarleyfi og atvinnuleyfi til bráðabirga. Yfirvöld hafa ekki nýtt þessa heimild í tilviki Blessing og er það óskiljanlegt þar sem hún getur hvergi farið. Sömuleiðis hafa mannréttindalögfræðingar talið að þessi meðferð á mansalsbrotaþola standist ekki alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar. Eftir fjöldamörg samtöl við fólk innan kerfisins er ljóst að yfirvöld vita ekkert hvað á að gera. Taka sveitarfélögin við? Á að virkja reglur um útlendinga í neyð? Á að vísa fólki á guð og gaddinn og búa hér til neðanjarðarsamfélag örvæntingafulls fólks sem hvergi getur farið? Það virðist því miður vera planið. Afleiðingar nýju útlendingalaganna, sem var þrýst í gegnum þingið þrátt fyrir viðvaranir Rauða krossins og helstu mannréttindasamtaka, eru nú að koma í ljós. Lögin tóku gildi 1. júlí og á föstudag reynir á framkvæmdina. Hvað verður um Blessing á föstudag? Höfundur er talskona Stígamóta.
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun