Saka Rússa um að ráðast á viðbragðsaðila Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2023 15:59 Karlmaður ber særða kona í sjúkrabíl eftir flugskeytaárás Rússa á Pokrovsk í Donetsk-héraði í gær AP/úkraínska neyðarþjónustan Úkraínsk stjórnvöld sökuðu rússneska herinn um að beina spjótum sínum sérstaklega að björgunarfólki í flugskeytaárásum sem voru gerðar á borgina Pokrovsk í austanverðri Úkraínu í gærkvöldi. Fimm féllu í árásinni. Lögreglumenn, sjúkraliðar og hermenn voru enn að leita að fólki í húsarústum eftir flugskeytaárás Rússa í miðborg Pokrovsk þegar annað rússneskt flugskeyti kom niður á sama stað, innan við fjörutíu mínútum frá því fyrra, að sögn Pavlo Kyrylenko, ríkisstjóra Donetsk-héraðs. Hann fullyrðir að fimm óbreyttir borgarar hafi fallið auk eins sjúkraliða og eins hermanns. Tugir til viðbótar hafi særst, flestir þeirra lögreglumenn, sjúkraliðar og hermenn sem reyndu að aðstoða fórnarlömb fyrri árásarinnar. Tólf hæða íbúðablokk, hótel, apótek, tvær verslanir og tvö kaffihús hafi skemmst í árásinni. „Þeir vissu að það væru særðir undir rústunum, þeir þurftu að bregðast við, að grafa, að leita, að bjarga. En óvinurinn reiddi aftur til höggs vísvitandi,“ sagði Ivan Vyhivskyi, yfirmaður úkraínsku ríkislögreglunnar. Rússneska varnarmálaráðuneytið fullyrti að flugskeytin hefðu hæft stjórnstöð úkraínska hersins í borginni. AP-fréttastofan segist hvorki hafa getað staðfest sannleiksgildi fullyrðinga Rússa né Úkraínumanna um árásina enn sem komið er. Rússneski herinn hefur þó ítrekað beitt þeirri aðferð að beina fallbyssuhríð eða flugskeytum á sama skotmark og hann skaut á um hálftíma áður. Viðbragðsaðilar hafi því oft verið fórnarlömb þeirra. Rússar beittu sama bragði þegar þeir hlutuðust til í borgarastríðinu í Sýrlandi. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira
Lögreglumenn, sjúkraliðar og hermenn voru enn að leita að fólki í húsarústum eftir flugskeytaárás Rússa í miðborg Pokrovsk þegar annað rússneskt flugskeyti kom niður á sama stað, innan við fjörutíu mínútum frá því fyrra, að sögn Pavlo Kyrylenko, ríkisstjóra Donetsk-héraðs. Hann fullyrðir að fimm óbreyttir borgarar hafi fallið auk eins sjúkraliða og eins hermanns. Tugir til viðbótar hafi særst, flestir þeirra lögreglumenn, sjúkraliðar og hermenn sem reyndu að aðstoða fórnarlömb fyrri árásarinnar. Tólf hæða íbúðablokk, hótel, apótek, tvær verslanir og tvö kaffihús hafi skemmst í árásinni. „Þeir vissu að það væru særðir undir rústunum, þeir þurftu að bregðast við, að grafa, að leita, að bjarga. En óvinurinn reiddi aftur til höggs vísvitandi,“ sagði Ivan Vyhivskyi, yfirmaður úkraínsku ríkislögreglunnar. Rússneska varnarmálaráðuneytið fullyrti að flugskeytin hefðu hæft stjórnstöð úkraínska hersins í borginni. AP-fréttastofan segist hvorki hafa getað staðfest sannleiksgildi fullyrðinga Rússa né Úkraínumanna um árásina enn sem komið er. Rússneski herinn hefur þó ítrekað beitt þeirri aðferð að beina fallbyssuhríð eða flugskeytum á sama skotmark og hann skaut á um hálftíma áður. Viðbragðsaðilar hafi því oft verið fórnarlömb þeirra. Rússar beittu sama bragði þegar þeir hlutuðust til í borgarastríðinu í Sýrlandi.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira