Lífsförunautur Söndru Bullock látinn eftir þriggja ára baráttu við ALS Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2023 06:55 Bullock og Randall á frumsýningu Oceans 8 í New York árið 2018. Bryan Randall, maðurinn sem leikkonan Sandra Bullock kallaði „ástina í lífi sínu“, lést á laugardag. Í tilkynningu frá fjölskyldu Randall sagði að hann hefði greinst með ALS fyrir þremur árum. Hann var 57 ára þegar hann lést. Randall var ljósmyndari og hófst samband hans og Bullock þegar hann var ráðinn til að mynda afmælisveislu sonar hennar Louis árið 2015. Þau sáust saman seinna sama ár, meðal annars í brúðkaupi Jennifer Aniston og Justin Theroux. Bullock ættleiddi Louis, 13 ára, og Lailu, 10 ára, á meðan hún var einhleyp en sagði í viðtali árið 2021 að hún og Randall væru að ala upp þrjú börn saman. Sjálfur átti Randall eina dóttur fyrir. Um hjónband sagðist Bullock ekki þurfa pappír til að sýna og sanna að hún væri góð móðir og maki. „Það þarf ekki að segja mér að vera til staðar þegar hlutirnir eru erfiðir. Það þarf ekki að segja mér að standa af mér storminn við hlið góðs manns,“ sagði hún. ALS er skammstöfun fyrir „amylotrophic lateral sclerosis“ en um er að ræða algegnasta form hreyfitaughrörnunar; „motor neuron disease“. Sjúkdómurinn er oft kenndur við hafnaboltakappann Lou Gehrig. ALS hefur áhrif á hreyfitaugunga sem liggja frá miðtaugakerfi til vöðva. „Fyrstu einkenni eru oftast slappleiki í vöðvum fót- og handleggja, krampar í höndum og fótum, auk þess sem tal verður erfiðara. Sumir fara einnig að hlæja eða gráta af litlu sem engu tilefni, eða finnst þeir skyndilega þurfa að geispa. Framvinda sjúkdómsins er þannig að vöðvar verða sífellt slappari þar til þeir að lokum lamast. Með tímanum versnar hæfni til tals enn frekar og einstaklingar eiga í erfiðleikum með að kyngja. Á endanum veldur mikil rýrnun eða lömun öndunarfæravöðva dauða,“ segir um ALS á Vísindavefnum. Hollywood Bandaríkin Andlát Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Hann var 57 ára þegar hann lést. Randall var ljósmyndari og hófst samband hans og Bullock þegar hann var ráðinn til að mynda afmælisveislu sonar hennar Louis árið 2015. Þau sáust saman seinna sama ár, meðal annars í brúðkaupi Jennifer Aniston og Justin Theroux. Bullock ættleiddi Louis, 13 ára, og Lailu, 10 ára, á meðan hún var einhleyp en sagði í viðtali árið 2021 að hún og Randall væru að ala upp þrjú börn saman. Sjálfur átti Randall eina dóttur fyrir. Um hjónband sagðist Bullock ekki þurfa pappír til að sýna og sanna að hún væri góð móðir og maki. „Það þarf ekki að segja mér að vera til staðar þegar hlutirnir eru erfiðir. Það þarf ekki að segja mér að standa af mér storminn við hlið góðs manns,“ sagði hún. ALS er skammstöfun fyrir „amylotrophic lateral sclerosis“ en um er að ræða algegnasta form hreyfitaughrörnunar; „motor neuron disease“. Sjúkdómurinn er oft kenndur við hafnaboltakappann Lou Gehrig. ALS hefur áhrif á hreyfitaugunga sem liggja frá miðtaugakerfi til vöðva. „Fyrstu einkenni eru oftast slappleiki í vöðvum fót- og handleggja, krampar í höndum og fótum, auk þess sem tal verður erfiðara. Sumir fara einnig að hlæja eða gráta af litlu sem engu tilefni, eða finnst þeir skyndilega þurfa að geispa. Framvinda sjúkdómsins er þannig að vöðvar verða sífellt slappari þar til þeir að lokum lamast. Með tímanum versnar hæfni til tals enn frekar og einstaklingar eiga í erfiðleikum með að kyngja. Á endanum veldur mikil rýrnun eða lömun öndunarfæravöðva dauða,“ segir um ALS á Vísindavefnum.
Hollywood Bandaríkin Andlát Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira