Úkraínuforseti segir árás á blóðgjafarstöð vera stríðsglæp Eiður Þór Árnason skrifar 6. ágúst 2023 16:59 Illa gekk að ráða við eldinn eftir sprenginguna. Telegram/Volodomír Selenskí Tveir fórust og fjórir særðust þegar rússnesk stýrisprengja hæfði blóðgjafarmiðstöð í norðausturhluta Úkraínu, að sögn þarlendra embættismanna. Volodomír Selenskí Úkraínuforseti birti ljósmynd af alelda heilbrigðisstofnuninni sem er nærri borginni Kupiansk í Kharkív-héraði. Forsetinn lýsir árásinni sem stríðsglæp en rússnesk yfirvöld hafa ekki enn gengist við henni. Borgin Kupiansk og nærliggjandi svæði komust undir stjórn rússneska hersins á fyrstu dögum innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Úkraínuher tókst síðar að ná svæðinu aftur á sitt vald í september síðastliðnum og er það nú sagt verða fyrir daglegum flugskeyta- og stórskotaliðsárásum. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram lýsir Selenskí Rússlandsher sem „ófreskjum.“ Hann segir einnig að Rússar hafi í gær gert flugskeytaárás á flugrekstrarfyrirtæki í Khmelnytskyi-héraði í vesturhluta Úkraínu. Fyrr í dag grönduðu Rússar dróna sem nálgaðist Moskvu, höfuðborg Rússlands, að sögn Sergei Sobyanin borgarstjóra. Rússnesk yfirvöld segja að drónar á vegum Úkraínumanna hafi í síðustu viku tvívegis gert árás á skrifstofuhúsnæði í skýjakljúfi nokkrum í höfuðborginni. Stjórnvöld í Úkraínu hafa ekki gengst opinberlega við árásunum. Ráðamenn í Moskvu hafa sömuleiðis sakað Úkraínumenn um að hafa hæft rússneskt tankskip á Svartahafi í gær. Er um að ræða aðra drónaárásina sem er gerð á rússnesk skotmörk á sjó á nokkrum dögum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Úkraínumenn halda áfram árásum sínum utan landamæranna Árás sem gerð var með úkraínskum dróna á eitt stærsta olíutankskip Rússa er sú nýjasta í röð árása þar sem úkraínski herinn hefur notast við ómönnuð tæki til að hæfa rússnesk skotmörk bæði af sjó og úr lofti. 5. ágúst 2023 15:08 Gerðu árás á flotastöð og skemmdu herskip Úkraínumenn réðust á rússneska flotastöð nærri Novorossiysk við á Svartahafi í nótt og virðast hafa valdið skemmdum á herskipi. Litlir fjarstýrðir sjálfsprengibátar voru notaðir til árásarinnar en Rússar segjast hafa grandað þeim öllum. 4. ágúst 2023 07:50 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Forsetinn lýsir árásinni sem stríðsglæp en rússnesk yfirvöld hafa ekki enn gengist við henni. Borgin Kupiansk og nærliggjandi svæði komust undir stjórn rússneska hersins á fyrstu dögum innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Úkraínuher tókst síðar að ná svæðinu aftur á sitt vald í september síðastliðnum og er það nú sagt verða fyrir daglegum flugskeyta- og stórskotaliðsárásum. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram lýsir Selenskí Rússlandsher sem „ófreskjum.“ Hann segir einnig að Rússar hafi í gær gert flugskeytaárás á flugrekstrarfyrirtæki í Khmelnytskyi-héraði í vesturhluta Úkraínu. Fyrr í dag grönduðu Rússar dróna sem nálgaðist Moskvu, höfuðborg Rússlands, að sögn Sergei Sobyanin borgarstjóra. Rússnesk yfirvöld segja að drónar á vegum Úkraínumanna hafi í síðustu viku tvívegis gert árás á skrifstofuhúsnæði í skýjakljúfi nokkrum í höfuðborginni. Stjórnvöld í Úkraínu hafa ekki gengst opinberlega við árásunum. Ráðamenn í Moskvu hafa sömuleiðis sakað Úkraínumenn um að hafa hæft rússneskt tankskip á Svartahafi í gær. Er um að ræða aðra drónaárásina sem er gerð á rússnesk skotmörk á sjó á nokkrum dögum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Úkraínumenn halda áfram árásum sínum utan landamæranna Árás sem gerð var með úkraínskum dróna á eitt stærsta olíutankskip Rússa er sú nýjasta í röð árása þar sem úkraínski herinn hefur notast við ómönnuð tæki til að hæfa rússnesk skotmörk bæði af sjó og úr lofti. 5. ágúst 2023 15:08 Gerðu árás á flotastöð og skemmdu herskip Úkraínumenn réðust á rússneska flotastöð nærri Novorossiysk við á Svartahafi í nótt og virðast hafa valdið skemmdum á herskipi. Litlir fjarstýrðir sjálfsprengibátar voru notaðir til árásarinnar en Rússar segjast hafa grandað þeim öllum. 4. ágúst 2023 07:50 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Úkraínumenn halda áfram árásum sínum utan landamæranna Árás sem gerð var með úkraínskum dróna á eitt stærsta olíutankskip Rússa er sú nýjasta í röð árása þar sem úkraínski herinn hefur notast við ómönnuð tæki til að hæfa rússnesk skotmörk bæði af sjó og úr lofti. 5. ágúst 2023 15:08
Gerðu árás á flotastöð og skemmdu herskip Úkraínumenn réðust á rússneska flotastöð nærri Novorossiysk við á Svartahafi í nótt og virðast hafa valdið skemmdum á herskipi. Litlir fjarstýrðir sjálfsprengibátar voru notaðir til árásarinnar en Rússar segjast hafa grandað þeim öllum. 4. ágúst 2023 07:50