Úkraínuforseti segir árás á blóðgjafarstöð vera stríðsglæp Eiður Þór Árnason skrifar 6. ágúst 2023 16:59 Illa gekk að ráða við eldinn eftir sprenginguna. Telegram/Volodomír Selenskí Tveir fórust og fjórir særðust þegar rússnesk stýrisprengja hæfði blóðgjafarmiðstöð í norðausturhluta Úkraínu, að sögn þarlendra embættismanna. Volodomír Selenskí Úkraínuforseti birti ljósmynd af alelda heilbrigðisstofnuninni sem er nærri borginni Kupiansk í Kharkív-héraði. Forsetinn lýsir árásinni sem stríðsglæp en rússnesk yfirvöld hafa ekki enn gengist við henni. Borgin Kupiansk og nærliggjandi svæði komust undir stjórn rússneska hersins á fyrstu dögum innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Úkraínuher tókst síðar að ná svæðinu aftur á sitt vald í september síðastliðnum og er það nú sagt verða fyrir daglegum flugskeyta- og stórskotaliðsárásum. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram lýsir Selenskí Rússlandsher sem „ófreskjum.“ Hann segir einnig að Rússar hafi í gær gert flugskeytaárás á flugrekstrarfyrirtæki í Khmelnytskyi-héraði í vesturhluta Úkraínu. Fyrr í dag grönduðu Rússar dróna sem nálgaðist Moskvu, höfuðborg Rússlands, að sögn Sergei Sobyanin borgarstjóra. Rússnesk yfirvöld segja að drónar á vegum Úkraínumanna hafi í síðustu viku tvívegis gert árás á skrifstofuhúsnæði í skýjakljúfi nokkrum í höfuðborginni. Stjórnvöld í Úkraínu hafa ekki gengst opinberlega við árásunum. Ráðamenn í Moskvu hafa sömuleiðis sakað Úkraínumenn um að hafa hæft rússneskt tankskip á Svartahafi í gær. Er um að ræða aðra drónaárásina sem er gerð á rússnesk skotmörk á sjó á nokkrum dögum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Úkraínumenn halda áfram árásum sínum utan landamæranna Árás sem gerð var með úkraínskum dróna á eitt stærsta olíutankskip Rússa er sú nýjasta í röð árása þar sem úkraínski herinn hefur notast við ómönnuð tæki til að hæfa rússnesk skotmörk bæði af sjó og úr lofti. 5. ágúst 2023 15:08 Gerðu árás á flotastöð og skemmdu herskip Úkraínumenn réðust á rússneska flotastöð nærri Novorossiysk við á Svartahafi í nótt og virðast hafa valdið skemmdum á herskipi. Litlir fjarstýrðir sjálfsprengibátar voru notaðir til árásarinnar en Rússar segjast hafa grandað þeim öllum. 4. ágúst 2023 07:50 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Forsetinn lýsir árásinni sem stríðsglæp en rússnesk yfirvöld hafa ekki enn gengist við henni. Borgin Kupiansk og nærliggjandi svæði komust undir stjórn rússneska hersins á fyrstu dögum innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Úkraínuher tókst síðar að ná svæðinu aftur á sitt vald í september síðastliðnum og er það nú sagt verða fyrir daglegum flugskeyta- og stórskotaliðsárásum. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram lýsir Selenskí Rússlandsher sem „ófreskjum.“ Hann segir einnig að Rússar hafi í gær gert flugskeytaárás á flugrekstrarfyrirtæki í Khmelnytskyi-héraði í vesturhluta Úkraínu. Fyrr í dag grönduðu Rússar dróna sem nálgaðist Moskvu, höfuðborg Rússlands, að sögn Sergei Sobyanin borgarstjóra. Rússnesk yfirvöld segja að drónar á vegum Úkraínumanna hafi í síðustu viku tvívegis gert árás á skrifstofuhúsnæði í skýjakljúfi nokkrum í höfuðborginni. Stjórnvöld í Úkraínu hafa ekki gengst opinberlega við árásunum. Ráðamenn í Moskvu hafa sömuleiðis sakað Úkraínumenn um að hafa hæft rússneskt tankskip á Svartahafi í gær. Er um að ræða aðra drónaárásina sem er gerð á rússnesk skotmörk á sjó á nokkrum dögum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Úkraínumenn halda áfram árásum sínum utan landamæranna Árás sem gerð var með úkraínskum dróna á eitt stærsta olíutankskip Rússa er sú nýjasta í röð árása þar sem úkraínski herinn hefur notast við ómönnuð tæki til að hæfa rússnesk skotmörk bæði af sjó og úr lofti. 5. ágúst 2023 15:08 Gerðu árás á flotastöð og skemmdu herskip Úkraínumenn réðust á rússneska flotastöð nærri Novorossiysk við á Svartahafi í nótt og virðast hafa valdið skemmdum á herskipi. Litlir fjarstýrðir sjálfsprengibátar voru notaðir til árásarinnar en Rússar segjast hafa grandað þeim öllum. 4. ágúst 2023 07:50 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Úkraínumenn halda áfram árásum sínum utan landamæranna Árás sem gerð var með úkraínskum dróna á eitt stærsta olíutankskip Rússa er sú nýjasta í röð árása þar sem úkraínski herinn hefur notast við ómönnuð tæki til að hæfa rússnesk skotmörk bæði af sjó og úr lofti. 5. ágúst 2023 15:08
Gerðu árás á flotastöð og skemmdu herskip Úkraínumenn réðust á rússneska flotastöð nærri Novorossiysk við á Svartahafi í nótt og virðast hafa valdið skemmdum á herskipi. Litlir fjarstýrðir sjálfsprengibátar voru notaðir til árásarinnar en Rússar segjast hafa grandað þeim öllum. 4. ágúst 2023 07:50