Fótbolti

Guardiola búinn að kaupa Gvardiol

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gvardiol kátur með nýju treyjuna.
Gvardiol kátur með nýju treyjuna. mynd/man. city

Josko Gvardiol varð í morgun næstdýrasti varnarmaður allra tíma er hann var keyptur til Man. City.

Króatinn kemur frá RB Leipzig og City þurfti að punga út 77 milljónum punda fyrir leikmanninn sem skrifaði undir samning til næstu fimm ára.

City greiddi þrem milljónum punda minna fyrir leikmanninn en Man. Utd greiddi fyrir Harry Maguire á sínum tíma. Englendingurinn er því sem fyrr dýrasti varnarmaður allra tíma.

Gvardiol er aðeins 21 árs gamall og hefur spilað frábærlega fyrir Leipzig síðustu tvö ár.

„Mig hefur alltaf dreymt um að spila á Englandi. Að fá að gera það svo fyrir Man. City er mikill heiður,“ sagði Gvardiol við tímamótin í morgun.

Hann hefur þegar leikið 21 landsleik fyrir Króatíu og á að vera lykilmaður hjá City til margra ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×