Parið deilir gleðifregnunum í sameignlegri færslu á samfélagsmiðlum. Þar má sjá sónarmynd af krílinu sem er væntanlegt í heiminn í byrjun næsta árs.
Sara og Guðlaugur byrjuðu saman árið 2014 og innsigla því fyrsta tuginn saman með barnaláni.
Í ágúst í fyrra tilkynnti Sara að hún ætlaði að taka sér hlé frá tónlistinni í bili og taka sér tíma í að vera fullorðin. Í upphafi árs tók hún við starfi sem verslunarstjóri Monki í Smáralind.
Sara skaust upp á stjörnuhimininn eftir að hún sigraði í Söngvakeppni framhaldsskóla árið 2014. Ári síðar gaf hún út lagið No More ásamt tónlistarmanninum Stony sem var ofarlega á vinsældarlistum margar vikur í röð. Árið 2017 skrifaði hún undir samning við útgáfurisann Columbia í London.
Hér að neðan má sjá viðtal við Söru í Íslandi í dag þar sem hún segir frá upphafi ferilsins og framtíðardraumum.