Tæp tvö ár fyrir að flytja inn rúm tvö kíló Árni Sæberg skrifar 4. ágúst 2023 13:33 Konan flutti kókaínið til landsins frá Barselóna. Vísir/Vilhelm Kona hefur verið dæmd til 22 mánaða langrar fangelsisvistar fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæplega 2,2 kílóum af nokkuð sterku kókaíni. Konan flutti kókaínið inn í fjórum pakkningum sem límdar voru við fætur hennar þegar hún kom sem farþegi með flugi frá Barselóna á Spáni. Fyrir dómi játaði konan afdráttarlaust sök samkvæmt ákæru og samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins. Því var málið dómtekið án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjandi og verjandi höfðu tjáð sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Af hálfu konunnar var vægustu refsingar sem lög leyfa krafist og að gæsluvarðhald sem hún hefur sætt frá 6. júní 2023 komi til frádráttar dæmdri refsingu. Enn eitt burðardýrið Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að af gögnum málsins að dæma verði ekki ráðið að konan hafi verið eigandi nefndra fíkniefna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins. Þá hafi konan gert sér far um að aðstoða lögreglu við að upplýsa málið, meðal annars tengsl annarra við brotið. Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess auk þess að hún hafi ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Á hinn bóginn yrði ekki horft fram hjá því að hún flutti til landsins verulegt magn af sterku kókaíni, sem ætlað var til söludreifingar hér á landi. Að öllu því virtu var refsing hennar hæfilega ákveðin 22 mánuðir. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hún hefur sætt frá 6. júní. Þá var konunni gert að þola upptöku kókaínsins auk þess að greiða alls 1.141 þúsund krónur í sakarkostnað. Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Smygl Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Konan flutti kókaínið inn í fjórum pakkningum sem límdar voru við fætur hennar þegar hún kom sem farþegi með flugi frá Barselóna á Spáni. Fyrir dómi játaði konan afdráttarlaust sök samkvæmt ákæru og samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins. Því var málið dómtekið án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjandi og verjandi höfðu tjáð sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Af hálfu konunnar var vægustu refsingar sem lög leyfa krafist og að gæsluvarðhald sem hún hefur sætt frá 6. júní 2023 komi til frádráttar dæmdri refsingu. Enn eitt burðardýrið Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að af gögnum málsins að dæma verði ekki ráðið að konan hafi verið eigandi nefndra fíkniefna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins. Þá hafi konan gert sér far um að aðstoða lögreglu við að upplýsa málið, meðal annars tengsl annarra við brotið. Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess auk þess að hún hafi ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Á hinn bóginn yrði ekki horft fram hjá því að hún flutti til landsins verulegt magn af sterku kókaíni, sem ætlað var til söludreifingar hér á landi. Að öllu því virtu var refsing hennar hæfilega ákveðin 22 mánuðir. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hún hefur sætt frá 6. júní. Þá var konunni gert að þola upptöku kókaínsins auk þess að greiða alls 1.141 þúsund krónur í sakarkostnað.
Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Smygl Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira