Þrjú þúsund krónur útborgaðar fyrir 35 tíma vinnu: „Þetta er ekki sanngjarnt“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. ágúst 2023 22:00 Atli gagnrýnir þau lúsarlaun sem boðið er upp á hjá vinnustofu fyrir fatlað fólk. Fatlaður maður sem starfaði í nærri áratug hjá vinnustofunni Ás segir launin sem fötluðu fólki er boðin upp á þar ekki sanngjörn. Dæmi eru um að fólk fái innan við 3 þúsund krónur útborgaðar fyrir 35 stunda mánaðarvinnu. „Þetta er ekki sanngjarnt,“ segir Atli Már Haraldsson sem starfaði hjá Ás frá árinu 2014 til ársbyrjunar 2023. „Það liggur við að þau séu að gefa vinnuna sína þarna.“ Ás er rúmlega 40 ára gömul sjálfseignarstofnun sem rekur vinnustofur fyrir fatlað fólk, það er undir hugmyndafræði vinnu og virkni til að efla starfsgetu fólks. Ás rekur meðal annars saumastofu, smíðaverkstæði, pökkunarstöð og gróðurhús. Um 240 manns starfa hjá Ás. Eins og sést á launaseðli skjólstæðings frá því í fyrra var tímakaupið tæpar 120 krónur. Almennt starfar fólk allt að þrjá daga í viku og allt að sex tíma á dag. Viðkomandi einstaklingur fékk borgaðar 4.197 krónur fyrir 35 klukkutíma vinnu í einum mánuði. Eftir skatt var útborguð upphæð 2.762 krónur. Launaseðill starfsmanns hjá Ás vinnustofu. „Ef þau ætla að borga fötluðu fólki laun þá finnst mér allt í lagi að þau borgi meira en þetta,“ segir Atli Már sem bendir á að ekki séu örorkubæturnar háar, rúmlega 300 þúsund krónur. „Matarverð er orðið svo hátt og húsaleiga líka.“ Reykjavíkurborg eflir en Ás geymsla Atli, sem er 29 ára gamall, hefur síðan árið 2019 starfað sem aðstoðarleiðbeinandi hjá vinnu og virknimiðstöð Reykjavíkurborgar þar sem fötluðu fólki er gert kleift að starfa á almenna vinnumarkaðinum. Hann segir þetta allt annað en að starfa á vernduðum vinnustað eins og Ás. Launin séu mun betri og hann geti leyft sér meira. „Ég hef séð ýmsa hluti sem talið var að fatlað fólk gæti ekki gert en getur svo gert. Fólk þarf eftirfylgni því að fólk getur unnið á öllum stöðum sem það vill vinna á. Það er algjört bull að hafa sérvinnustaði,“ segir Atli Már. „Reykjavíkurborg er að efla einstaklingana en Ás er eins og geymsla fyrir fatlað fólk.“ Málefni fatlaðs fólks Kjaramál Reykjavík Félagsmál Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
„Þetta er ekki sanngjarnt,“ segir Atli Már Haraldsson sem starfaði hjá Ás frá árinu 2014 til ársbyrjunar 2023. „Það liggur við að þau séu að gefa vinnuna sína þarna.“ Ás er rúmlega 40 ára gömul sjálfseignarstofnun sem rekur vinnustofur fyrir fatlað fólk, það er undir hugmyndafræði vinnu og virkni til að efla starfsgetu fólks. Ás rekur meðal annars saumastofu, smíðaverkstæði, pökkunarstöð og gróðurhús. Um 240 manns starfa hjá Ás. Eins og sést á launaseðli skjólstæðings frá því í fyrra var tímakaupið tæpar 120 krónur. Almennt starfar fólk allt að þrjá daga í viku og allt að sex tíma á dag. Viðkomandi einstaklingur fékk borgaðar 4.197 krónur fyrir 35 klukkutíma vinnu í einum mánuði. Eftir skatt var útborguð upphæð 2.762 krónur. Launaseðill starfsmanns hjá Ás vinnustofu. „Ef þau ætla að borga fötluðu fólki laun þá finnst mér allt í lagi að þau borgi meira en þetta,“ segir Atli Már sem bendir á að ekki séu örorkubæturnar háar, rúmlega 300 þúsund krónur. „Matarverð er orðið svo hátt og húsaleiga líka.“ Reykjavíkurborg eflir en Ás geymsla Atli, sem er 29 ára gamall, hefur síðan árið 2019 starfað sem aðstoðarleiðbeinandi hjá vinnu og virknimiðstöð Reykjavíkurborgar þar sem fötluðu fólki er gert kleift að starfa á almenna vinnumarkaðinum. Hann segir þetta allt annað en að starfa á vernduðum vinnustað eins og Ás. Launin séu mun betri og hann geti leyft sér meira. „Ég hef séð ýmsa hluti sem talið var að fatlað fólk gæti ekki gert en getur svo gert. Fólk þarf eftirfylgni því að fólk getur unnið á öllum stöðum sem það vill vinna á. Það er algjört bull að hafa sérvinnustaði,“ segir Atli Már. „Reykjavíkurborg er að efla einstaklingana en Ás er eins og geymsla fyrir fatlað fólk.“
Málefni fatlaðs fólks Kjaramál Reykjavík Félagsmál Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira