Foreldrar borgi brúsann fyrir mannauðsvanda Kópavogsbæjar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. ágúst 2023 06:45 Kópavogur hefur tilkynnt gríðarlegar gjaldskrárhækkanir í leikskólunum. Hjá Helen hækkar gjaldið um 15 þúsund krónur á mánuði. Ólga er á meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi eftir gríðarlegar gjaldskrárhækkanir. Móðir drengs segir Kópavog láta foreldra borga brúsann fyrir vandamál bæjarins. „Mér finnst eins og það sé verið að færa mannauðsvandamál Kópavogsbæjar yfir á foreldra. Við eigum að borga brúsann vegna þess að þau geta ekki tekist á við að manna leikskólana,“ segir Helen Rut Ástþórsdóttir, móðir drengs á leikskóla í Kópavogi. Eins og Vísir greindi frá í gær eru leikskólagjöldin að hækka um tugþúsundir um næstu mánaðamót. Meira en þrjátíu prósent í sumum tilvikum. Hjá Helen hækka gjöldin úr tæpum 44 þúsund krónum í tæp 59 þúsund á mánuði, eða um 15 þúsund krónur. Hún verður með drenginn á leikskóla næstu tvö árin. Ekki staðið með ungu fólki „Það er allt að hækka og Kópavogsbær er ekki að standa með fólkinu sínu að bæta þessu ofan á allt annað,“ segir hún og nefnir til að mynda matarkostnaðinn og fasteignalánin. Hún segir Kópavog ekki vera að senda góð skilaboð til barnafjölskyldna með þessu og ekki vera að standa með unga fólkinu sínu. Í stað þess að ráðast að rót vandans, svo sem með því að hækka laun starfsfólks leikskóla, sé vandanum velt yfir á foreldra. En í yfirlýstum markmiðum með gjaldskrárhækkuninni segir að verið sé að mynda hvata til þess að foreldrar hafi börn sín í styttri dvöl á leikskólum. Þess vegna er dvalargjald upp að sex tímum gjaldfrjálst en allt umfram það hækkar verulega. Eftir breytingarnar verða leikskólagjöldin í Kópavogi þau hæstu á höfuðborgarsvæðinu. Bærinn býr til streituvald á heimilum Helen segir röksemdir bæjarins ekki halda vatni. Foreldrar vinni almennt átta klukkustunda vinnudag. „Ég hef engan annan valkost en átta og hálfrar klukkustundar dvalartíma á leikskólanum. Á ég að minnka við mig vinnuna? Hvað myndi vinnuveitandinn segja við því?“ spyr Helen. Verið sé að skapa aukinn streituvald á heimilum barnafólks. Bæði með þessum hvata sem og öðrum breytingum á leikskólakerfinu sem kynntar hafa verið. Svo sem að leikskólarnir verða flestir lokaðir á milli jóla og nýárs og í dymbilvikunni en fólki boðið að fara með börnin sín á aðra skóla sem verða opnir. „Þetta er nýtt umhverfi og röskun fyrir barnið. Ég myndi aldrei gera þetta og er að heyra það sama frá mörgum foreldrum í kringum mig,“ segir Helen sem hyggst láta bæjaryfirvöld vita af óánægju sinni bréfleiðis. Kópavogur Leikskólar Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Skóla - og menntamál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Mér finnst eins og það sé verið að færa mannauðsvandamál Kópavogsbæjar yfir á foreldra. Við eigum að borga brúsann vegna þess að þau geta ekki tekist á við að manna leikskólana,“ segir Helen Rut Ástþórsdóttir, móðir drengs á leikskóla í Kópavogi. Eins og Vísir greindi frá í gær eru leikskólagjöldin að hækka um tugþúsundir um næstu mánaðamót. Meira en þrjátíu prósent í sumum tilvikum. Hjá Helen hækka gjöldin úr tæpum 44 þúsund krónum í tæp 59 þúsund á mánuði, eða um 15 þúsund krónur. Hún verður með drenginn á leikskóla næstu tvö árin. Ekki staðið með ungu fólki „Það er allt að hækka og Kópavogsbær er ekki að standa með fólkinu sínu að bæta þessu ofan á allt annað,“ segir hún og nefnir til að mynda matarkostnaðinn og fasteignalánin. Hún segir Kópavog ekki vera að senda góð skilaboð til barnafjölskyldna með þessu og ekki vera að standa með unga fólkinu sínu. Í stað þess að ráðast að rót vandans, svo sem með því að hækka laun starfsfólks leikskóla, sé vandanum velt yfir á foreldra. En í yfirlýstum markmiðum með gjaldskrárhækkuninni segir að verið sé að mynda hvata til þess að foreldrar hafi börn sín í styttri dvöl á leikskólum. Þess vegna er dvalargjald upp að sex tímum gjaldfrjálst en allt umfram það hækkar verulega. Eftir breytingarnar verða leikskólagjöldin í Kópavogi þau hæstu á höfuðborgarsvæðinu. Bærinn býr til streituvald á heimilum Helen segir röksemdir bæjarins ekki halda vatni. Foreldrar vinni almennt átta klukkustunda vinnudag. „Ég hef engan annan valkost en átta og hálfrar klukkustundar dvalartíma á leikskólanum. Á ég að minnka við mig vinnuna? Hvað myndi vinnuveitandinn segja við því?“ spyr Helen. Verið sé að skapa aukinn streituvald á heimilum barnafólks. Bæði með þessum hvata sem og öðrum breytingum á leikskólakerfinu sem kynntar hafa verið. Svo sem að leikskólarnir verða flestir lokaðir á milli jóla og nýárs og í dymbilvikunni en fólki boðið að fara með börnin sín á aðra skóla sem verða opnir. „Þetta er nýtt umhverfi og röskun fyrir barnið. Ég myndi aldrei gera þetta og er að heyra það sama frá mörgum foreldrum í kringum mig,“ segir Helen sem hyggst láta bæjaryfirvöld vita af óánægju sinni bréfleiðis.
Kópavogur Leikskólar Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Skóla - og menntamál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira