Samkvæmt BBC er samband Trudeau-hjónanna á enda. Það hafi verið niðurstaðan eftir innihaldsrík og erfið samtöl.
Justin og Sophie kynntust fyrst þegar þau voru að alast upp en kynntust svo aftur í júní árið 2003. Í október ári síðar voru þau trúlofuð og þann 28. maí árið 2005 giftu þau sig.
Þau eiga saman þrjú börn, Xavier James sem fæddist árið 2007, Ella-Grace Margaret sem fæddist árið 2009 og Hadrien Gregoire sem fæddist árið 2014.