„Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. ágúst 2023 11:54 Þyrlur frá ýmsum flugfélögum fara margar útsýnisferðir á dag yfir eldgosið við Litla-Hrút. Vísir/Vilhelm Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. Síðan eldgosið við Litla-Hrút hófst hafa borgarbúar og íbúar Kársness margir hverjir þurft að þola mikinn hávaða frá þyrlum á leið í útsýnisflug yfir gosið. Þyrlurnar fara margar ferðir á dag og hefur borginni borist fjölmargar kvartanir vegna hávaðans. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgaryfirvöld nú skoða hvort flugvöllur á Hólmsheiði sé mögulegur kostur sem gæti nýst útsýnisfluginu til frambúðar. „Það er í skoðun, það er flugvöllur á Hólmsheiði sem fisflugfélagið notar. Þannig þetta er býsna stórt svæði sem við köllum þessu nafni og það er alls ekki sama hvar svoleiðis er sett niður en það gæti verið tækifæri þarna á ákveðnum stöðum þar sem þegar hefur verið skilgreindur flugvöllur að prjóna yfir það og koma þar upp aðstöðu. Það er auðvitað ekki hægt að slá því föstu,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir flugvöll sem ISAVIA og ríkið lofuðu árið 2013 að byggja hefði getað bjargað málunum. „Í stóra samhenginu er sárgrætilegt að það eru tíu ár síðan skrifað var undir samkomulag þar sem ríkið og borgin skuldbundu sig til að gera nýjan völl fyrir æfingar og kennslu á einkaflugi sem færi þá úr Vatnsmýrinni. Það hefði verið mjög auðvelt aðkoma allri þyrluaðstöðu fyrir á þeim velli en hann hefur enn ekki litið dagsins ljós,“ segir Dagur. Hann bendir á að fólk eigi að kvarta til heilbrigðiseftirlitsins vegna hljóðmengunar en ekki til ISAVIA. „Þetta er töluvert stór hluti af höfuðborgarsvæðinu sem verður var við þessa aukna þyrluferð. Ég held að það sé öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona,“ segir Dagur. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Síðan eldgosið við Litla-Hrút hófst hafa borgarbúar og íbúar Kársness margir hverjir þurft að þola mikinn hávaða frá þyrlum á leið í útsýnisflug yfir gosið. Þyrlurnar fara margar ferðir á dag og hefur borginni borist fjölmargar kvartanir vegna hávaðans. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgaryfirvöld nú skoða hvort flugvöllur á Hólmsheiði sé mögulegur kostur sem gæti nýst útsýnisfluginu til frambúðar. „Það er í skoðun, það er flugvöllur á Hólmsheiði sem fisflugfélagið notar. Þannig þetta er býsna stórt svæði sem við köllum þessu nafni og það er alls ekki sama hvar svoleiðis er sett niður en það gæti verið tækifæri þarna á ákveðnum stöðum þar sem þegar hefur verið skilgreindur flugvöllur að prjóna yfir það og koma þar upp aðstöðu. Það er auðvitað ekki hægt að slá því föstu,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir flugvöll sem ISAVIA og ríkið lofuðu árið 2013 að byggja hefði getað bjargað málunum. „Í stóra samhenginu er sárgrætilegt að það eru tíu ár síðan skrifað var undir samkomulag þar sem ríkið og borgin skuldbundu sig til að gera nýjan völl fyrir æfingar og kennslu á einkaflugi sem færi þá úr Vatnsmýrinni. Það hefði verið mjög auðvelt aðkoma allri þyrluaðstöðu fyrir á þeim velli en hann hefur enn ekki litið dagsins ljós,“ segir Dagur. Hann bendir á að fólk eigi að kvarta til heilbrigðiseftirlitsins vegna hljóðmengunar en ekki til ISAVIA. „Þetta er töluvert stór hluti af höfuðborgarsvæðinu sem verður var við þessa aukna þyrluferð. Ég held að það sé öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona,“ segir Dagur.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira