Fatlað fólk á ferðalögum sé meðhöndlað eins og farangur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2023 21:36 Inga Björk segir lausnir við vandamálum sem fatlað fólk glímir við á ferðalögum vera til. Flugfélögin þurfi bara að vera tilbúin að nota þær. Vísir/Einar Kona sem notast við hjólastól veigrar sér við að ferðast, þar sem aðgengismál í flugi séu hryllileg. Oft á tíðum sé farið með fatlað fólk eins og farangur og hjólastólar sem notaðir eru til að koma henni til og frá borði minni helst á pyntingartæki. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttirer nýkomin úr þrítugsafmælisferð til Portúgal með vinkonum sínum. Hún notast við hjólastól og segir alltaf jafn erfitt að ferðast á milli landa. Því þurfi hún að skipuleggja ferðalögin mun betur en flestir, til að tryggja að allt gangi sem best. Hún hafi keypt sérstakt burðarsegl sem hún hafi setið á þegar hún fór til og frá borði, en mynd sem hún birti af sér í seglinu hefur vakið mikla athygli. Þrátt fyrir undirbúninginn sé oftast eitthvað sem veldur vandkvæðum við ferðalagið. „Þeir tóku ekki gilda pappíra um að rafhlaðan í hjólastólnum mínum væri örugg. Þannig að ég var í tvo tíma að reyna að tékka mig inn og reyna að sannfæra þá um að þessi hjólastóll mætti ferðast. Það er fólk í samskonar hjólastólum úti um allan heim sem ferðast á hverjum degi,“ segir Inga. Oft sé farið með fatlað fólk eins og farangur þegar það fer um borð í flugvélar. „Maður er settur í lítinn hjólastól. Og starfsfólk flugvallarins þarf svo að lyfta manni frá þessum pínulitla gangahjólastól, sem lítur eiginlega út eins og eitthvað pyntingatæki frá fornöld, og svo er maður færður yfir í sæti.“ Hér má sjá umrætt segl. Inga segist hafa hlegið á myndinni, að fáránleika aðstæðnanna sem hún var í.Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Lausnirnar séu til Vegna aðgengismála veigri Inga sér við að ferðast, sem hún myndi vilja gera meira af. Hún þurfi reglulega að minna sig á að vandamálið liggi ekki hennar megin, heldur flugbransans, sem hafi ekki viljað notast við þær lausnir sem þó séu til. „Sem er bara það að maður geti bara verið í sínum eigin hjólastól um borð. Ég er með samskonar festingar í bílnum mínum, til að festa hjólastólinn minn, eins og flugvélasæti eru fest um borð. Þannig að það væri í raun og veru ekkert mál fyrir flugfélögin að taka bara úr sæti, og leyfa mér að vera í mínum hjólastól, binda hann niður,“ segir Inga. Inga á fund með Play og Isavia á næstunni, og vonast til að geta komið hreyfingu á þessi mál. “Það sem mér finnst eiginlega mikilvægast núna er að þetta sé ekki alltaf eins og maður sé að biðja starfsólk flugfélaganna um að flytja fjall, í hvert skipti sem maður ferðast.“ Lokamarkmiðið sé þó að fólk geti flogið í sínum eigin hjólastólum. Þá sé ekki eingöngu við flugfélögin að sakast. „Þau eru náttúrulega bara hluti af þessu kerfi. Og þetta kerfi mismunar fötluðu fólki, alveg sama hvort það er á vinnumarkaði, í menntakerfinu eða á ferðalögum.“ Fréttir af flugi Málefni fatlaðs fólks Neytendur Ferðalög Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttirer nýkomin úr þrítugsafmælisferð til Portúgal með vinkonum sínum. Hún notast við hjólastól og segir alltaf jafn erfitt að ferðast á milli landa. Því þurfi hún að skipuleggja ferðalögin mun betur en flestir, til að tryggja að allt gangi sem best. Hún hafi keypt sérstakt burðarsegl sem hún hafi setið á þegar hún fór til og frá borði, en mynd sem hún birti af sér í seglinu hefur vakið mikla athygli. Þrátt fyrir undirbúninginn sé oftast eitthvað sem veldur vandkvæðum við ferðalagið. „Þeir tóku ekki gilda pappíra um að rafhlaðan í hjólastólnum mínum væri örugg. Þannig að ég var í tvo tíma að reyna að tékka mig inn og reyna að sannfæra þá um að þessi hjólastóll mætti ferðast. Það er fólk í samskonar hjólastólum úti um allan heim sem ferðast á hverjum degi,“ segir Inga. Oft sé farið með fatlað fólk eins og farangur þegar það fer um borð í flugvélar. „Maður er settur í lítinn hjólastól. Og starfsfólk flugvallarins þarf svo að lyfta manni frá þessum pínulitla gangahjólastól, sem lítur eiginlega út eins og eitthvað pyntingatæki frá fornöld, og svo er maður færður yfir í sæti.“ Hér má sjá umrætt segl. Inga segist hafa hlegið á myndinni, að fáránleika aðstæðnanna sem hún var í.Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Lausnirnar séu til Vegna aðgengismála veigri Inga sér við að ferðast, sem hún myndi vilja gera meira af. Hún þurfi reglulega að minna sig á að vandamálið liggi ekki hennar megin, heldur flugbransans, sem hafi ekki viljað notast við þær lausnir sem þó séu til. „Sem er bara það að maður geti bara verið í sínum eigin hjólastól um borð. Ég er með samskonar festingar í bílnum mínum, til að festa hjólastólinn minn, eins og flugvélasæti eru fest um borð. Þannig að það væri í raun og veru ekkert mál fyrir flugfélögin að taka bara úr sæti, og leyfa mér að vera í mínum hjólastól, binda hann niður,“ segir Inga. Inga á fund með Play og Isavia á næstunni, og vonast til að geta komið hreyfingu á þessi mál. “Það sem mér finnst eiginlega mikilvægast núna er að þetta sé ekki alltaf eins og maður sé að biðja starfsólk flugfélaganna um að flytja fjall, í hvert skipti sem maður ferðast.“ Lokamarkmiðið sé þó að fólk geti flogið í sínum eigin hjólastólum. Þá sé ekki eingöngu við flugfélögin að sakast. „Þau eru náttúrulega bara hluti af þessu kerfi. Og þetta kerfi mismunar fötluðu fólki, alveg sama hvort það er á vinnumarkaði, í menntakerfinu eða á ferðalögum.“
Fréttir af flugi Málefni fatlaðs fólks Neytendur Ferðalög Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira