Fatlað fólk á ferðalögum sé meðhöndlað eins og farangur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2023 21:36 Inga Björk segir lausnir við vandamálum sem fatlað fólk glímir við á ferðalögum vera til. Flugfélögin þurfi bara að vera tilbúin að nota þær. Vísir/Einar Kona sem notast við hjólastól veigrar sér við að ferðast, þar sem aðgengismál í flugi séu hryllileg. Oft á tíðum sé farið með fatlað fólk eins og farangur og hjólastólar sem notaðir eru til að koma henni til og frá borði minni helst á pyntingartæki. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttirer nýkomin úr þrítugsafmælisferð til Portúgal með vinkonum sínum. Hún notast við hjólastól og segir alltaf jafn erfitt að ferðast á milli landa. Því þurfi hún að skipuleggja ferðalögin mun betur en flestir, til að tryggja að allt gangi sem best. Hún hafi keypt sérstakt burðarsegl sem hún hafi setið á þegar hún fór til og frá borði, en mynd sem hún birti af sér í seglinu hefur vakið mikla athygli. Þrátt fyrir undirbúninginn sé oftast eitthvað sem veldur vandkvæðum við ferðalagið. „Þeir tóku ekki gilda pappíra um að rafhlaðan í hjólastólnum mínum væri örugg. Þannig að ég var í tvo tíma að reyna að tékka mig inn og reyna að sannfæra þá um að þessi hjólastóll mætti ferðast. Það er fólk í samskonar hjólastólum úti um allan heim sem ferðast á hverjum degi,“ segir Inga. Oft sé farið með fatlað fólk eins og farangur þegar það fer um borð í flugvélar. „Maður er settur í lítinn hjólastól. Og starfsfólk flugvallarins þarf svo að lyfta manni frá þessum pínulitla gangahjólastól, sem lítur eiginlega út eins og eitthvað pyntingatæki frá fornöld, og svo er maður færður yfir í sæti.“ Hér má sjá umrætt segl. Inga segist hafa hlegið á myndinni, að fáránleika aðstæðnanna sem hún var í.Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Lausnirnar séu til Vegna aðgengismála veigri Inga sér við að ferðast, sem hún myndi vilja gera meira af. Hún þurfi reglulega að minna sig á að vandamálið liggi ekki hennar megin, heldur flugbransans, sem hafi ekki viljað notast við þær lausnir sem þó séu til. „Sem er bara það að maður geti bara verið í sínum eigin hjólastól um borð. Ég er með samskonar festingar í bílnum mínum, til að festa hjólastólinn minn, eins og flugvélasæti eru fest um borð. Þannig að það væri í raun og veru ekkert mál fyrir flugfélögin að taka bara úr sæti, og leyfa mér að vera í mínum hjólastól, binda hann niður,“ segir Inga. Inga á fund með Play og Isavia á næstunni, og vonast til að geta komið hreyfingu á þessi mál. “Það sem mér finnst eiginlega mikilvægast núna er að þetta sé ekki alltaf eins og maður sé að biðja starfsólk flugfélaganna um að flytja fjall, í hvert skipti sem maður ferðast.“ Lokamarkmiðið sé þó að fólk geti flogið í sínum eigin hjólastólum. Þá sé ekki eingöngu við flugfélögin að sakast. „Þau eru náttúrulega bara hluti af þessu kerfi. Og þetta kerfi mismunar fötluðu fólki, alveg sama hvort það er á vinnumarkaði, í menntakerfinu eða á ferðalögum.“ Fréttir af flugi Málefni fatlaðs fólks Neytendur Ferðalög Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttirer nýkomin úr þrítugsafmælisferð til Portúgal með vinkonum sínum. Hún notast við hjólastól og segir alltaf jafn erfitt að ferðast á milli landa. Því þurfi hún að skipuleggja ferðalögin mun betur en flestir, til að tryggja að allt gangi sem best. Hún hafi keypt sérstakt burðarsegl sem hún hafi setið á þegar hún fór til og frá borði, en mynd sem hún birti af sér í seglinu hefur vakið mikla athygli. Þrátt fyrir undirbúninginn sé oftast eitthvað sem veldur vandkvæðum við ferðalagið. „Þeir tóku ekki gilda pappíra um að rafhlaðan í hjólastólnum mínum væri örugg. Þannig að ég var í tvo tíma að reyna að tékka mig inn og reyna að sannfæra þá um að þessi hjólastóll mætti ferðast. Það er fólk í samskonar hjólastólum úti um allan heim sem ferðast á hverjum degi,“ segir Inga. Oft sé farið með fatlað fólk eins og farangur þegar það fer um borð í flugvélar. „Maður er settur í lítinn hjólastól. Og starfsfólk flugvallarins þarf svo að lyfta manni frá þessum pínulitla gangahjólastól, sem lítur eiginlega út eins og eitthvað pyntingatæki frá fornöld, og svo er maður færður yfir í sæti.“ Hér má sjá umrætt segl. Inga segist hafa hlegið á myndinni, að fáránleika aðstæðnanna sem hún var í.Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Lausnirnar séu til Vegna aðgengismála veigri Inga sér við að ferðast, sem hún myndi vilja gera meira af. Hún þurfi reglulega að minna sig á að vandamálið liggi ekki hennar megin, heldur flugbransans, sem hafi ekki viljað notast við þær lausnir sem þó séu til. „Sem er bara það að maður geti bara verið í sínum eigin hjólastól um borð. Ég er með samskonar festingar í bílnum mínum, til að festa hjólastólinn minn, eins og flugvélasæti eru fest um borð. Þannig að það væri í raun og veru ekkert mál fyrir flugfélögin að taka bara úr sæti, og leyfa mér að vera í mínum hjólastól, binda hann niður,“ segir Inga. Inga á fund með Play og Isavia á næstunni, og vonast til að geta komið hreyfingu á þessi mál. “Það sem mér finnst eiginlega mikilvægast núna er að þetta sé ekki alltaf eins og maður sé að biðja starfsólk flugfélaganna um að flytja fjall, í hvert skipti sem maður ferðast.“ Lokamarkmiðið sé þó að fólk geti flogið í sínum eigin hjólastólum. Þá sé ekki eingöngu við flugfélögin að sakast. „Þau eru náttúrulega bara hluti af þessu kerfi. Og þetta kerfi mismunar fötluðu fólki, alveg sama hvort það er á vinnumarkaði, í menntakerfinu eða á ferðalögum.“
Fréttir af flugi Málefni fatlaðs fólks Neytendur Ferðalög Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira