Vitni lýsir dómsdagskenndu ástandi í kjölfar sprengingarinnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2023 16:40 Mahir segist þegar hafa verið við sjö útfarir eftir sprenginguna. AP Að minnsta kosti 45 eru látnir og fimmtán alvarlega særðir eftir sjálfsvígssprengingu á fundi Islam-flokks í bænum Khar í Pakistan í gær. Vitni lýsir ástandinu sem dómsdagskenndu. „Manneskja sem stóð við hliðina á mér lést. Önnur særðist,“ segir skipuleggjandi fundarins, Imram Mahir. Þetta var hávær sprenging. Í byrjun hélt ég að um vandamál í hljóðkerfinu ræddi. Ég er með suð í eyrunum og mér er enn þá illt í hausnum,“ segir hann í samtali við BBC. Nokkur hundruð manns höfðu safnast saman í Kahr, nálægt landamærum Pakistan og Afganistan, á fund hjá flokknum Jamiat Ulema-e-Islam-Fazl í aðdraganda kosninga, sem fyrirhugaðar eru seinna á árinu. Flokkurinn hefur áður sætt gagnrýni fyrir öfgafulla stefnu. Mahir sat uppi á sviði þegar sprengingin átti sér stað. „Ég sá þau slösuðu og þau látnu allt um kring. Þetta var mjög slæmt ástand, eins og dómsdagur væri runninn upp. Skömmu síðar var mikil skelfing meðal fólks, það var mikil óreiða, fólk hlaupandi alls staðar,“ segir hann. Sjónum beint að íslamska ríkinu Pakistönsk yfirvöld segja líklegt að tala látinna muni hækka enn meira vegna þess hve margir eru alvarlega særðir. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistan, segir gerendur árásarinnar hryðjuverkamenn sem „hafa beint skotum sínum að þeim sem tala fyrir Íslam, Kóraninn og Pakistan“. Hann segir þá standa frammi fyrir „alvöru refsingu“. Enn hefur ekki verið staðfest hverjir liggi að baki árásinni en íslamska ríkið liggur sterklega undir grun. Það hefur þegar staðfest aðild að nokkrum árásum í Bajaur-umdæmi Pakistan og greindi nýlega frá því að skotum þeirra væri nú beint að flokknum sem um ræðir. Talíbanar í Pakistan hafa fordæmt árásina og neitað allri aðild að henni. Pakistan Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
„Manneskja sem stóð við hliðina á mér lést. Önnur særðist,“ segir skipuleggjandi fundarins, Imram Mahir. Þetta var hávær sprenging. Í byrjun hélt ég að um vandamál í hljóðkerfinu ræddi. Ég er með suð í eyrunum og mér er enn þá illt í hausnum,“ segir hann í samtali við BBC. Nokkur hundruð manns höfðu safnast saman í Kahr, nálægt landamærum Pakistan og Afganistan, á fund hjá flokknum Jamiat Ulema-e-Islam-Fazl í aðdraganda kosninga, sem fyrirhugaðar eru seinna á árinu. Flokkurinn hefur áður sætt gagnrýni fyrir öfgafulla stefnu. Mahir sat uppi á sviði þegar sprengingin átti sér stað. „Ég sá þau slösuðu og þau látnu allt um kring. Þetta var mjög slæmt ástand, eins og dómsdagur væri runninn upp. Skömmu síðar var mikil skelfing meðal fólks, það var mikil óreiða, fólk hlaupandi alls staðar,“ segir hann. Sjónum beint að íslamska ríkinu Pakistönsk yfirvöld segja líklegt að tala látinna muni hækka enn meira vegna þess hve margir eru alvarlega særðir. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistan, segir gerendur árásarinnar hryðjuverkamenn sem „hafa beint skotum sínum að þeim sem tala fyrir Íslam, Kóraninn og Pakistan“. Hann segir þá standa frammi fyrir „alvöru refsingu“. Enn hefur ekki verið staðfest hverjir liggi að baki árásinni en íslamska ríkið liggur sterklega undir grun. Það hefur þegar staðfest aðild að nokkrum árásum í Bajaur-umdæmi Pakistan og greindi nýlega frá því að skotum þeirra væri nú beint að flokknum sem um ræðir. Talíbanar í Pakistan hafa fordæmt árásina og neitað allri aðild að henni.
Pakistan Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira