Vitni lýsir dómsdagskenndu ástandi í kjölfar sprengingarinnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2023 16:40 Mahir segist þegar hafa verið við sjö útfarir eftir sprenginguna. AP Að minnsta kosti 45 eru látnir og fimmtán alvarlega særðir eftir sjálfsvígssprengingu á fundi Islam-flokks í bænum Khar í Pakistan í gær. Vitni lýsir ástandinu sem dómsdagskenndu. „Manneskja sem stóð við hliðina á mér lést. Önnur særðist,“ segir skipuleggjandi fundarins, Imram Mahir. Þetta var hávær sprenging. Í byrjun hélt ég að um vandamál í hljóðkerfinu ræddi. Ég er með suð í eyrunum og mér er enn þá illt í hausnum,“ segir hann í samtali við BBC. Nokkur hundruð manns höfðu safnast saman í Kahr, nálægt landamærum Pakistan og Afganistan, á fund hjá flokknum Jamiat Ulema-e-Islam-Fazl í aðdraganda kosninga, sem fyrirhugaðar eru seinna á árinu. Flokkurinn hefur áður sætt gagnrýni fyrir öfgafulla stefnu. Mahir sat uppi á sviði þegar sprengingin átti sér stað. „Ég sá þau slösuðu og þau látnu allt um kring. Þetta var mjög slæmt ástand, eins og dómsdagur væri runninn upp. Skömmu síðar var mikil skelfing meðal fólks, það var mikil óreiða, fólk hlaupandi alls staðar,“ segir hann. Sjónum beint að íslamska ríkinu Pakistönsk yfirvöld segja líklegt að tala látinna muni hækka enn meira vegna þess hve margir eru alvarlega særðir. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistan, segir gerendur árásarinnar hryðjuverkamenn sem „hafa beint skotum sínum að þeim sem tala fyrir Íslam, Kóraninn og Pakistan“. Hann segir þá standa frammi fyrir „alvöru refsingu“. Enn hefur ekki verið staðfest hverjir liggi að baki árásinni en íslamska ríkið liggur sterklega undir grun. Það hefur þegar staðfest aðild að nokkrum árásum í Bajaur-umdæmi Pakistan og greindi nýlega frá því að skotum þeirra væri nú beint að flokknum sem um ræðir. Talíbanar í Pakistan hafa fordæmt árásina og neitað allri aðild að henni. Pakistan Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
„Manneskja sem stóð við hliðina á mér lést. Önnur særðist,“ segir skipuleggjandi fundarins, Imram Mahir. Þetta var hávær sprenging. Í byrjun hélt ég að um vandamál í hljóðkerfinu ræddi. Ég er með suð í eyrunum og mér er enn þá illt í hausnum,“ segir hann í samtali við BBC. Nokkur hundruð manns höfðu safnast saman í Kahr, nálægt landamærum Pakistan og Afganistan, á fund hjá flokknum Jamiat Ulema-e-Islam-Fazl í aðdraganda kosninga, sem fyrirhugaðar eru seinna á árinu. Flokkurinn hefur áður sætt gagnrýni fyrir öfgafulla stefnu. Mahir sat uppi á sviði þegar sprengingin átti sér stað. „Ég sá þau slösuðu og þau látnu allt um kring. Þetta var mjög slæmt ástand, eins og dómsdagur væri runninn upp. Skömmu síðar var mikil skelfing meðal fólks, það var mikil óreiða, fólk hlaupandi alls staðar,“ segir hann. Sjónum beint að íslamska ríkinu Pakistönsk yfirvöld segja líklegt að tala látinna muni hækka enn meira vegna þess hve margir eru alvarlega særðir. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistan, segir gerendur árásarinnar hryðjuverkamenn sem „hafa beint skotum sínum að þeim sem tala fyrir Íslam, Kóraninn og Pakistan“. Hann segir þá standa frammi fyrir „alvöru refsingu“. Enn hefur ekki verið staðfest hverjir liggi að baki árásinni en íslamska ríkið liggur sterklega undir grun. Það hefur þegar staðfest aðild að nokkrum árásum í Bajaur-umdæmi Pakistan og greindi nýlega frá því að skotum þeirra væri nú beint að flokknum sem um ræðir. Talíbanar í Pakistan hafa fordæmt árásina og neitað allri aðild að henni.
Pakistan Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira