„Ef það eru ekki mávar þá er það seðlabankastjóri“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. júlí 2023 14:37 Mávar eru ekki allra og eiga undir högg að sækja að sögn Jóhanns. Fuglafræðingur segir aukinn ágang máva á höfuðborgarsvæðinu og kvartanir vegna þeirra vera árlegan viðburð. Ungar séu að komast á legg og þeir stundi gjarnan áhættusamari hegðun en eldri mávar. Hann segir máva eiga erfitt uppdráttar, líkt og aðra sjófugla, þeir þurfi á sínu plássi og gjarnan verða fyrir barðinu á því sem hann kallar tegundarasisma. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa rætt aukinn ágang máva á hverfishópum á samfélagsmiðlinum Facebook. Meðal annars hafa íbúar rætt læti í mávum í vesturbæ Reykjavíkur og þá hefur verið athugað með hreiður á toppi fjölbýlishúsa í Sjálandshverfi í Garðabæ vegna fjölda máva. „Þetta er þessi árlega umræða,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, í samtali við Vísi. Mikil umræða átti sér stað um máva í mannabyggð í fyrra en Garðbæingar sögðust langþreyttir á ástandinu og veltu einhverjir því upp hvort mávar væru árasargjarnari en áður. Jóhann Óli segir síst meira um máva í mannabyggð nú en síðustu ár. Upp úr 2005 hafi sílarmávar í auknum mæli sótt í mannabyggð eftir að stofnar sandsílis hrundu en ástandið svo aftur skánað rúmum tíu árum síðar. „En þetta hefur alltaf verið reytingur af fuglum sem mætir í bæina. Sérstaklega á tímum sem þessum þegar ungarnir eru komnir, þá eru þeir meira áberandi. Þeir eru vitlausir, háværir, frekir og ekki búnir að læra á lífið.“ Frekar dapurt ástand hjá sjófuglum Jóhann Óli ræddi ástand sjófugla við fréttastofu fyrir tveimur árum síðan. Þá hvatti hann til þess að þeir væru friðaðir og sagði ástand þeirra dapurt, þeim hefði fækkað mikið vegna hlýnandi sjávarhita. „Þetta stefnir allt niður á við hjá mávum rétt eins og öðrum sjófuglum. Þetta er allt frekar dapurt. Það er þó mismunandi eftir því hvaða tegund er um að ræða en sex tegundir verpa hér á landi. Svartbaknum hefur fækkað. Sílarmávurinn virðist lafa og hettumávurinn er í sæmilegu standi.“ Jóhann Óli segir neikvæðri umræðu um máva reglulega skjóta upp kollinum og þá sérstaklega á þessum tíma árs. Mávar fari í taugarnar á fólki. „Við köllum þetta stundum tegundarasisma. Þetta eru meira og minna fordómar. Þeir fara í taugarnar á fólki en þetta er í flestum tilvikum indælir fuglar. Það er einn og einn erfiður, að næla sér jafnvel í unga og það fer enn meira í taugarnar á fólki.“ Ljóst sé að svöng dýr leiti sér að æti. Mávar geri þannig engan greinarmun á steik á grilli, brauði við tjörnina sem eigi að fara til anda, eða annars mat. „Þetta er árlegur söngur. Við þurfum alltaf að hafa eitthvað til að kvarta yfir. Ef það eru ekki mávar þá er það seðlabankastjóri, eða þá tófan,“ segir Jóhann á léttum nótum. Jóhann Óli hefur miklar áhyggjur af stöðu sjófugla við Ísland. Fuglar Garðabær Reykjavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa rætt aukinn ágang máva á hverfishópum á samfélagsmiðlinum Facebook. Meðal annars hafa íbúar rætt læti í mávum í vesturbæ Reykjavíkur og þá hefur verið athugað með hreiður á toppi fjölbýlishúsa í Sjálandshverfi í Garðabæ vegna fjölda máva. „Þetta er þessi árlega umræða,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, í samtali við Vísi. Mikil umræða átti sér stað um máva í mannabyggð í fyrra en Garðbæingar sögðust langþreyttir á ástandinu og veltu einhverjir því upp hvort mávar væru árasargjarnari en áður. Jóhann Óli segir síst meira um máva í mannabyggð nú en síðustu ár. Upp úr 2005 hafi sílarmávar í auknum mæli sótt í mannabyggð eftir að stofnar sandsílis hrundu en ástandið svo aftur skánað rúmum tíu árum síðar. „En þetta hefur alltaf verið reytingur af fuglum sem mætir í bæina. Sérstaklega á tímum sem þessum þegar ungarnir eru komnir, þá eru þeir meira áberandi. Þeir eru vitlausir, háværir, frekir og ekki búnir að læra á lífið.“ Frekar dapurt ástand hjá sjófuglum Jóhann Óli ræddi ástand sjófugla við fréttastofu fyrir tveimur árum síðan. Þá hvatti hann til þess að þeir væru friðaðir og sagði ástand þeirra dapurt, þeim hefði fækkað mikið vegna hlýnandi sjávarhita. „Þetta stefnir allt niður á við hjá mávum rétt eins og öðrum sjófuglum. Þetta er allt frekar dapurt. Það er þó mismunandi eftir því hvaða tegund er um að ræða en sex tegundir verpa hér á landi. Svartbaknum hefur fækkað. Sílarmávurinn virðist lafa og hettumávurinn er í sæmilegu standi.“ Jóhann Óli segir neikvæðri umræðu um máva reglulega skjóta upp kollinum og þá sérstaklega á þessum tíma árs. Mávar fari í taugarnar á fólki. „Við köllum þetta stundum tegundarasisma. Þetta eru meira og minna fordómar. Þeir fara í taugarnar á fólki en þetta er í flestum tilvikum indælir fuglar. Það er einn og einn erfiður, að næla sér jafnvel í unga og það fer enn meira í taugarnar á fólki.“ Ljóst sé að svöng dýr leiti sér að æti. Mávar geri þannig engan greinarmun á steik á grilli, brauði við tjörnina sem eigi að fara til anda, eða annars mat. „Þetta er árlegur söngur. Við þurfum alltaf að hafa eitthvað til að kvarta yfir. Ef það eru ekki mávar þá er það seðlabankastjóri, eða þá tófan,“ segir Jóhann á léttum nótum. Jóhann Óli hefur miklar áhyggjur af stöðu sjófugla við Ísland.
Fuglar Garðabær Reykjavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira