„Ef það eru ekki mávar þá er það seðlabankastjóri“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. júlí 2023 14:37 Mávar eru ekki allra og eiga undir högg að sækja að sögn Jóhanns. Fuglafræðingur segir aukinn ágang máva á höfuðborgarsvæðinu og kvartanir vegna þeirra vera árlegan viðburð. Ungar séu að komast á legg og þeir stundi gjarnan áhættusamari hegðun en eldri mávar. Hann segir máva eiga erfitt uppdráttar, líkt og aðra sjófugla, þeir þurfi á sínu plássi og gjarnan verða fyrir barðinu á því sem hann kallar tegundarasisma. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa rætt aukinn ágang máva á hverfishópum á samfélagsmiðlinum Facebook. Meðal annars hafa íbúar rætt læti í mávum í vesturbæ Reykjavíkur og þá hefur verið athugað með hreiður á toppi fjölbýlishúsa í Sjálandshverfi í Garðabæ vegna fjölda máva. „Þetta er þessi árlega umræða,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, í samtali við Vísi. Mikil umræða átti sér stað um máva í mannabyggð í fyrra en Garðbæingar sögðust langþreyttir á ástandinu og veltu einhverjir því upp hvort mávar væru árasargjarnari en áður. Jóhann Óli segir síst meira um máva í mannabyggð nú en síðustu ár. Upp úr 2005 hafi sílarmávar í auknum mæli sótt í mannabyggð eftir að stofnar sandsílis hrundu en ástandið svo aftur skánað rúmum tíu árum síðar. „En þetta hefur alltaf verið reytingur af fuglum sem mætir í bæina. Sérstaklega á tímum sem þessum þegar ungarnir eru komnir, þá eru þeir meira áberandi. Þeir eru vitlausir, háværir, frekir og ekki búnir að læra á lífið.“ Frekar dapurt ástand hjá sjófuglum Jóhann Óli ræddi ástand sjófugla við fréttastofu fyrir tveimur árum síðan. Þá hvatti hann til þess að þeir væru friðaðir og sagði ástand þeirra dapurt, þeim hefði fækkað mikið vegna hlýnandi sjávarhita. „Þetta stefnir allt niður á við hjá mávum rétt eins og öðrum sjófuglum. Þetta er allt frekar dapurt. Það er þó mismunandi eftir því hvaða tegund er um að ræða en sex tegundir verpa hér á landi. Svartbaknum hefur fækkað. Sílarmávurinn virðist lafa og hettumávurinn er í sæmilegu standi.“ Jóhann Óli segir neikvæðri umræðu um máva reglulega skjóta upp kollinum og þá sérstaklega á þessum tíma árs. Mávar fari í taugarnar á fólki. „Við köllum þetta stundum tegundarasisma. Þetta eru meira og minna fordómar. Þeir fara í taugarnar á fólki en þetta er í flestum tilvikum indælir fuglar. Það er einn og einn erfiður, að næla sér jafnvel í unga og það fer enn meira í taugarnar á fólki.“ Ljóst sé að svöng dýr leiti sér að æti. Mávar geri þannig engan greinarmun á steik á grilli, brauði við tjörnina sem eigi að fara til anda, eða annars mat. „Þetta er árlegur söngur. Við þurfum alltaf að hafa eitthvað til að kvarta yfir. Ef það eru ekki mávar þá er það seðlabankastjóri, eða þá tófan,“ segir Jóhann á léttum nótum. Jóhann Óli hefur miklar áhyggjur af stöðu sjófugla við Ísland. Fuglar Garðabær Reykjavík Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa rætt aukinn ágang máva á hverfishópum á samfélagsmiðlinum Facebook. Meðal annars hafa íbúar rætt læti í mávum í vesturbæ Reykjavíkur og þá hefur verið athugað með hreiður á toppi fjölbýlishúsa í Sjálandshverfi í Garðabæ vegna fjölda máva. „Þetta er þessi árlega umræða,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, í samtali við Vísi. Mikil umræða átti sér stað um máva í mannabyggð í fyrra en Garðbæingar sögðust langþreyttir á ástandinu og veltu einhverjir því upp hvort mávar væru árasargjarnari en áður. Jóhann Óli segir síst meira um máva í mannabyggð nú en síðustu ár. Upp úr 2005 hafi sílarmávar í auknum mæli sótt í mannabyggð eftir að stofnar sandsílis hrundu en ástandið svo aftur skánað rúmum tíu árum síðar. „En þetta hefur alltaf verið reytingur af fuglum sem mætir í bæina. Sérstaklega á tímum sem þessum þegar ungarnir eru komnir, þá eru þeir meira áberandi. Þeir eru vitlausir, háværir, frekir og ekki búnir að læra á lífið.“ Frekar dapurt ástand hjá sjófuglum Jóhann Óli ræddi ástand sjófugla við fréttastofu fyrir tveimur árum síðan. Þá hvatti hann til þess að þeir væru friðaðir og sagði ástand þeirra dapurt, þeim hefði fækkað mikið vegna hlýnandi sjávarhita. „Þetta stefnir allt niður á við hjá mávum rétt eins og öðrum sjófuglum. Þetta er allt frekar dapurt. Það er þó mismunandi eftir því hvaða tegund er um að ræða en sex tegundir verpa hér á landi. Svartbaknum hefur fækkað. Sílarmávurinn virðist lafa og hettumávurinn er í sæmilegu standi.“ Jóhann Óli segir neikvæðri umræðu um máva reglulega skjóta upp kollinum og þá sérstaklega á þessum tíma árs. Mávar fari í taugarnar á fólki. „Við köllum þetta stundum tegundarasisma. Þetta eru meira og minna fordómar. Þeir fara í taugarnar á fólki en þetta er í flestum tilvikum indælir fuglar. Það er einn og einn erfiður, að næla sér jafnvel í unga og það fer enn meira í taugarnar á fólki.“ Ljóst sé að svöng dýr leiti sér að æti. Mávar geri þannig engan greinarmun á steik á grilli, brauði við tjörnina sem eigi að fara til anda, eða annars mat. „Þetta er árlegur söngur. Við þurfum alltaf að hafa eitthvað til að kvarta yfir. Ef það eru ekki mávar þá er það seðlabankastjóri, eða þá tófan,“ segir Jóhann á léttum nótum. Jóhann Óli hefur miklar áhyggjur af stöðu sjófugla við Ísland.
Fuglar Garðabær Reykjavík Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira