Leigði sér miðaldra karl í heilan dag Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2023 07:30 Félagarnir tveir á góðri stundu. Að sögn Stefáns áttu þeir frábæran dag, ræddu saman, léku sér í spilasal og fóru út að borða saman. Aðsent Stefán Þór Þorgeirsson tók japanskan miðaldra karlmann á leigu í heilan dag. Hann segir Japani líta á slíka leigu sem eðlilega og að fólk vilji frekar leigja sér félagsskap en að sjást eitt á ferð. Stefán fór með manninum í spilasal, í pílu og út að borða. Stefán er leikari sem býr og starfar í Tókýó. Auk þess heldur hann úti hlaðvarpsþættinum Heimsendi þar sem hann fjallar mikið um hvernig það er að búa í Japan. Hann byrjaði nýlega á áskriftarsíðunni Patreon og fyrir hverja tíu fylgjendur sem hann fær þar tekur hann við áskorunum. Síðasta áskorunin var að leigja sér miðaldra japanskan karlmann hjá leiguþjónustunni Ossan rentaru. Vísir ræddi við hann til að forvitnast um þetta óvenjulega fyrirbæri. Klippa: Leigði miðaldra japanskan karl Miðaldra karlar til margra hluta gagnlegir Einhverjir vilja meina að miðaldra karlar eigi undir högg sækja í nútímanum. En það á allavega ekki við í Japan. Þar er litið upp til miðaldra karla og er eftirsótt að fá hjá þeim aðstoð og ráð. Þess vegna er vinsælt þar í landi að leigja miðaldra karla. „Það eru til alls konar svona leiguþjónustur, það er búið að útvista svo mörgum félagslegum tengslum, þú getur leigt þér vin, þú getur leigt þér fjölskyldumeðlim,“ segir Stefán. „Eitt sem ég hef oft heyrt af hér í Japan er þegar hjón eru að giftast og annar einstaklingurinn á vini og fjölskyldu en svo eru aðeins færri í hinum hópnum. Þá stekkur viðkomandi til og leigir sér 4-5 vini og ættingja til að fylla kirkjuna.“ Stefán ræðir málin við hinn miðaldra japanska mann.Aðsent „Ég held að hinn almenni Japani líti ekki á þetta sem eitthvað mjög skrítið. Það er alveg nokkuð eðlilegt að nýta sér svona leiguþjónustu í margs konar tilgangi.“ „Og það er ekki ósjálfrátt viðbragð hjá Japönum að tengja þetta beint við vændi.“ Nær Ossan rentaru yfir allt leigumengið? „Nei, ossan rentaru er beinþýðing á því að leigja Japanskan miðaldra karlmann. Orðið ossan þýðir japanskur miðaldra karlmaður og rentaru þýðir leiga,“ segir Stefán. „Það er líka það sem mér fannst svo fyndið. Beinþýðingin á ossan væri bara kall af því þetta er slanguryrði.“ Föðurleg ráðgjöf, félagsskapur eða aðstoð við flutninga Stefán segir að fólk leigi miðaldra karla í alls konar tilgangi. Allt frá praktískum ástæðum yfir í að þurfa einfaldlega félagsskap. „Hann sagði mér, kallinn, að það hefðu bara Japanir notað þetta hjá honum þar til ég kom til leiks. Ég gerði ráð fyrir því að fleiri útlendingar notuðu þetta,“ segir Stefán. „Hann talaði um að það væri verið að leigja sig í margvíslegum tilgangi. Stundum eru karlmenn að leigja hann sem áttu ekki pabba og vilja þá prófa að tala við eldri karlmann. Þá er þetta farið að hljóma eins og sálfræðitími.“ „Hann nefndi líka að sumir karlar væru að fá hann til að hjálpa sér að taka til í íbúðinni. Fá sig ekki til að gera það einir en um leið og það er einhver annar með þá geta þeir tekið til og þrifið og gert íbúðina fína.“ „Sumir eru kannski að fara að flytja og eiga eftir að pakka. Þá henda þeir í neyðarleigu og hann mætir og hjálpar til,“ segir Stefán. Maðurinn var opinn fyrir öllu sem Stefán lagði til. Hér eru þeir í körfuboltaleik í spilasalnum.Aðsent „Það er líka af því að þó Tókýo sé stærsta borg í heimi, 38 milljón manns, þá er fólk rosalega feimið við að vera séð eitt á ferð, eitt í bíó, eitt í leikhúsi, eitt úti að borða. Það eru allir mjög hræddir við að verða litnir hornauga.“ Frekar en að fólk láti sjá sig eitt úti að borða sé betra að leigja sér einhvern til að veita sér félagsskap. Inni á vefsíðu Ossan rentaru er hægt að skoða karlana sem eru í boði og flokka þá eftir eiginleikum. Sumir eru mjög sérhæfðir, aðrir alls ekki. „Margir á síðunni eru með einhver tögg á sér: Ég er góður í að setja saman húsgögn eða Ég þekki japanska ríkið inn og út og get hjálpað til með opinbera pappíra. Svo eru aðrir sem eru bara Ég drekk mikinn bjór og er til í að gera það með þér,“ segir Stefán „Þannig þetta er allt frá því að vera praktísk aðstoð yfir í að þig langar á djammið en það er enginn til að djamma með.“ Svona lítur heimasíða Ossan rentaru út. Þeir sem kunna ekki japönsku skilja auðvitað ekkert sem stendur nema töluna 1000. Það kostar þúsund jen á klukkutímann að leigja miðaldra karl.Aðsent „Karlinn sagði mér að margir í þessari þjónustu velji það að koma fram undir nafnleysi og einhvers konar andlitsleysi, það er sýni engar myndir og leyfi ekki myndatökur,“ segir Stefán. „Það má alveg búast við því að sumir séu að reyna að vernda aðeins persónuna.“ Ef þig vantar ráð þá leitarðu til miðaldra karla Miðaldra konur eru ekki jafn vinsælar til útleigu og karlar. Allavega hefur Stefán ekki heyrt af slíkri leigu. Fari maður neðar í aldri nálgast maður vafasamari þjónustu. Er þá hægt að leigja fólk á öðrum aldri, ungt fólk eða konur á miðjum aldri? „Ekki í þessari mynd. Ég held að þetta sé ákveðinn brautryðjandi í svona leigu,“ segir Stefán. „Ég held að það sé einhver ímynd að ef þig vantar ráð í Japan þá leitarðu til miðaldra karla.“ „Það kom mér á óvart að karlinn nefndi að hans kúnnahópur eru sirka til helminga konur og karlar. Ég hefði ekki búist við því.“ Ungur nemur, gamall temur.Aðsent „Ég hef ekki séð svona leigu fyrir miðaldra konur, það gæti alveg verið að það sé til en ég hef ekki séð það,“ segir Stefán og bætir við „Svo er hægt að leigja yngra fólk en þá ertu kominn nær einhvers konar vændi.“ „Það er til svokölluð host-menning í Japan. Ef maður fer niður í rauðu hverfin í Tókýó þá eru oft uppstrílaðir gaurar í þröngum jakkafötum með hárið túperað. Þú getur farið og fengið þér nokkra drykki með þeim. Það er svokallað host og þá ertu kominn á dekkri svæði.“ Iðjulausir eldri borgarar Það vakna margar spurningar um þessar leigur á fólki. Fyrst og fremst hvernig svona leiguþjónusta verður til en ekki síst hvaða fólk það er sem fæst til að sinna vinnunni. Hvernig ákveður fólk að fara út í svona þjónustu? „Ég held að langstærsti hluti Japana hætti að vinna 65 ára. Hvað margar konur varðar þá eru þær í raun hættar að vinna löngu fyrir það. Sem þýðir að það er örugglega þriðjungur landsins á besta aldri en ekki í vinnu.“ „Japan hefur svarað því með því að búa til alls konar opinber störf,“ segir Stefán. „Á labbinu heim úr vinnu geng ég framhjá vegaframkvæmdum þar sem eru kannski fimmtíu manns að vinna við að malbika stuttan vegabút. Ástæðan er sú að það er verið að búa til störf.“ Við slíkar framkvæmdir séu oft nokkrir karlar sem eru komnir á eftirlaun en taka fjögurra til sex tíma vakt í vegavinnu til að komast út úr húsi. Meðal leikjanna sem strákarnir spiluðu var hinn sívinsæli Mario KartAðsent En ef þetta fólk getur unnið lengur hvers vegna er það að hætta? „Það er ekki menning fyrir því að þú vinnir eins mikið og þig langar. Það er svo mikil menning í Japan að allir séu í sama formi og enginn sé öðruvísi,“ segir Stefán. „Ef það væri einhver áttræður að vinna ennþá á skrifstofunni eða í „hefðbundnu starfi“ þá myndi það vekja athygli og oft er það eitthvað sem Japanir vilja ekki, að vekja athygli á sér. Hvort sem fólk langar það eða ekki er þetta lenskan, að fólk hætti vinnu.“ Þúsund krónur á tímann En aftur að stjörnu greinarinnar, hinum góða miðaldra manni. Hvað kom til að Stefán valdi hann fram yfir aðra miðaldra menn? „Hann virtist hress og skemmtilegur,“ segir Stefán. „Ég sá nokkra sem voru búnir að blörra út andlitið. Svo voru sumir sem sögðu Ég er aðallega í bókhaldi. Sumir eru með Þetta er það sem ég er góður í en er svo til í allt eða eitthvað svoleiðis.“ Félagarnir tveir á góðri stundu. Að sögn Stefáns áttu þeir frábæran dag, ræddu saman, léku sér í spilasal og fóru út að borða saman.Aðsent Stefán segir að það sé fyndið að þýða vefsíðu Ossan rentaru með Google Translate. Allir karlarnir eru með eina lýsandi fyrirsögn og tekur hann einn sem dæmi. Sá var titlaður Góður hlustandi og fyrir þúsundkall á tímann var sá tilbúinn að hlusta. „Þessi kall var bara mjög opinn og var til í að ég myndi taka þetta upp,“ segir Stefán um manninn sem hann valdi. Er gangverðið þúsund kall á tímann? „Ég held að það séu allir í því. Þetta er þúsund yen sem er tæpur þúsund kall íslenskra króna. Það er nokkuð nálægt því að vera lágmarkslaun, eins og að vinna í byrjunarstöðu í þjónustustarfi,“ segir Stefán. „Svo kemur inn í það að við fórum út að borða og ég borgaði það. Þannig að kúnninn borgar allan kostnað.“ Gæðastundir með góðum félaga Stefán og maðurinn áttu mjög góðan dag. Þeir fóru í spilasalinn saman, í pílu og út að borða. Þá opnaði maðurinn sig um ýmislegt. „Hann var mjög hress og við áttum mjög góðan dag. Við fórum í alls konar leiki, hann var til í allt,“ segir Stefán. „Ég var með einn félaga minn, Íslending, á myndavélinni þannig við vorum í rauninni bara þrír saman að chilla. Við fórum í svona spilasal, fórum í Mario Kart, körfubolta og trommuleik. Fórum svo í pílu og út að borða.“ „Við tókum Purikura sem er þannig að þú ferð í myndakassa og það er búið að setja filter sem gerir hökuna minni og augun stærri. Það koma allir útlítandi eins og einhverjar geimverur.“ Stefán og maðurinn taka mynd af sér í Purikura-myndaklefa.Aðsent „Þetta stendur fyrir print-club. Japanir eru mikið í því að stytta orð. Ef þú myndir segja þetta á ensku þá væri það purint-kurab svo stytta þeir það í Purikura. Þetta er bara mjög basic að gera á deiti, að fara í myndakassann.“ Var hann eitthvað að opna sig um sitt líf? „Hann nefndi orðið hikikomori sem er félagslegt fyrirbæri í Japan. Það er innilokað fólk. Innilokunarsyndróm sem byrjar þannig að fólk er heima hjá sér í tvær vikur og byrjar svo að byggja upp ótta við að fara út og ótta við það hvernig aðrir líta á þig,“ segir Stefán. „Áður en þú veist af eru tvö ár liðin og þú ert ennþá inni hjá þér.“ Stefán segir að maðurinn hafi verið að vinna heima hjá sér í freelance-starfi sem vöruhönnuður fyrir gömlu vinnuna sína. Af því hann var bara heima hjá sér fann hann að hann væri að verða að hikikomori. Þess vegna hafi hann ákveðið að skrá sig á síðuna. „Hann er núna búinn að vera að gera þetta í eitt ár og talaði mjög vel um þetta. Hann opnaði sig um að þetta væri mjög mikið að hjálpa sér,“ segir Stefán. Karlinn sem Stefán leigði vildi ekki einangrast félagslega og ákvað því að skrá sig hjá Ossan rentaru.Aðsent Hann er þá jafnvel að hjálpa öðrum sem þjást af hikikomori? „Algjörlega. Sumir eru í mjög praktískum tilgangi, setja saman húsgögn, en aðrir vilja einfaldlega einhvern til að tala við. „Ég sá einn geggjaðan prófíl á þessari síðu sem var maður sem sagði Ég ætla ekkert að vera að predika yfir þér en ég skal hlusta á þig og drekka með þér bjór. Þannig hann er kannski að stíla inn á fólk sem hefur verið að leigja og fær alltaf predikun en nennir ekki að sitja lengur undir tuði.“ Hvað veldur því að svona þjónusta verður til? „Ég hef alltaf lýst þessu sem útvistun á nánd,“ segir Stefán og bætir við „Þú getur farið hefðbundna leið að stunda félagslíf til að kynnast manneskju og byrja saman og allt það. Eða þú getur borgað þrjú þúsund kall og faðmað manneskju eða lesið saman teiknimyndasögu.“ „Auðvitað er líka til vændi hérna. Rauðu hverfin í Japan eru þekkt fyrir alla fimmtíu skuggana af gráum. En það er líka til nánd. Sumir leigja sér manneskju til að hreinsa á sér eyrun af því það er eitthvað sem mamma viðkomandi geðri. Þá ertu kominn í aðeins öðruvísi leigu.“ „Eins og margir vinir mínir í Tókýo, fólk sem ég var með í menntaskóla í skiptináminu. Þau eru tiltölulega nýkomin inn á vinnumarkaðinn og eru að vinna ellefu til tólf tíma á dag. Mörg þeirra eiga maka en maður getur ímyndað sér að ef fólk er alveg að kafna í vinnu og hefur engan tíma fyrir félagslíf þá getur verið freistandi að útvista því.“ Stefán fór með manninum í pílu og hafði greinilega gaman að.Aðsent Alltaf eitthvað skrítið að gerast í Tókýó Stefán býr með konu sinni, japanska innanhúshönnuðinum Sherine Otomo Bouhafs, í Tókýó. Þau kynntust þegar Stefán fór í skiptinám árið 2011 til Sapporo. Eftir að hafa búið saman í fimm ár á Íslandi eru þau flutt til Japan og eiga von á sínu fyrsta barni. Stefán sem útskrifaðist af leikarabraut LHÍ árið 2021 starfar þar sem leikari og fær nóg af fyndnum hlutverkum. Stefán og Sherine eiga von á sínu fyrsta barni. Þau kynntust fyrst árið 2011.Aðsent „Ég er leikari hérna í Tókýó og maður er alltaf í einhverju skrítnu,“ segir Stefán. „Ég var í svona Tekinn-þætti, hjá japanska Audda Blö. Þannig ég var með japanskan leikstjóra í öðru eyranu og hann var að segja mér setningar á japönsku sem ég snaraði yfir á ensku. Ég var að leika ameríkana sem kunni ekkert í japönsku. „Tókýó er uppfull af alls konar svona tækifærum, skrýtnu stöffi og það er allt fyrir alla. Maður getur fundið hvað sem er hérna. Hvað það varðar er Tókýó mjög áhugaverð og skemmtileg borg.“ Japan Grín og gaman Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stefán hefur tekið upp yfir 70 myndbönd á ferð sinni um heiminn Kvikmyndagerðamaðurinn Stefán Þór Þorgeirsson frumsýnir nýja heimildarmynd: A Martian Guide to Tokyo, þar sem hann ferðast um Tokyo, höfuðborg Japan, og segir frá helstu matarvenjum, afþreyingu og menningu. 14. desember 2017 15:30 Undirbjó Japansferð í tvö ár en kemst hvergi „Mig langar mjög mikið að fara núna. Ég hef verið að búa mig undir þessa ferð í tæplega tvö ár,“ segir Stefán Þór Þorgeirsson, nemi við Menntaskólann í Reykjavík. 17. mars 2011 07:00 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Stefán er leikari sem býr og starfar í Tókýó. Auk þess heldur hann úti hlaðvarpsþættinum Heimsendi þar sem hann fjallar mikið um hvernig það er að búa í Japan. Hann byrjaði nýlega á áskriftarsíðunni Patreon og fyrir hverja tíu fylgjendur sem hann fær þar tekur hann við áskorunum. Síðasta áskorunin var að leigja sér miðaldra japanskan karlmann hjá leiguþjónustunni Ossan rentaru. Vísir ræddi við hann til að forvitnast um þetta óvenjulega fyrirbæri. Klippa: Leigði miðaldra japanskan karl Miðaldra karlar til margra hluta gagnlegir Einhverjir vilja meina að miðaldra karlar eigi undir högg sækja í nútímanum. En það á allavega ekki við í Japan. Þar er litið upp til miðaldra karla og er eftirsótt að fá hjá þeim aðstoð og ráð. Þess vegna er vinsælt þar í landi að leigja miðaldra karla. „Það eru til alls konar svona leiguþjónustur, það er búið að útvista svo mörgum félagslegum tengslum, þú getur leigt þér vin, þú getur leigt þér fjölskyldumeðlim,“ segir Stefán. „Eitt sem ég hef oft heyrt af hér í Japan er þegar hjón eru að giftast og annar einstaklingurinn á vini og fjölskyldu en svo eru aðeins færri í hinum hópnum. Þá stekkur viðkomandi til og leigir sér 4-5 vini og ættingja til að fylla kirkjuna.“ Stefán ræðir málin við hinn miðaldra japanska mann.Aðsent „Ég held að hinn almenni Japani líti ekki á þetta sem eitthvað mjög skrítið. Það er alveg nokkuð eðlilegt að nýta sér svona leiguþjónustu í margs konar tilgangi.“ „Og það er ekki ósjálfrátt viðbragð hjá Japönum að tengja þetta beint við vændi.“ Nær Ossan rentaru yfir allt leigumengið? „Nei, ossan rentaru er beinþýðing á því að leigja Japanskan miðaldra karlmann. Orðið ossan þýðir japanskur miðaldra karlmaður og rentaru þýðir leiga,“ segir Stefán. „Það er líka það sem mér fannst svo fyndið. Beinþýðingin á ossan væri bara kall af því þetta er slanguryrði.“ Föðurleg ráðgjöf, félagsskapur eða aðstoð við flutninga Stefán segir að fólk leigi miðaldra karla í alls konar tilgangi. Allt frá praktískum ástæðum yfir í að þurfa einfaldlega félagsskap. „Hann sagði mér, kallinn, að það hefðu bara Japanir notað þetta hjá honum þar til ég kom til leiks. Ég gerði ráð fyrir því að fleiri útlendingar notuðu þetta,“ segir Stefán. „Hann talaði um að það væri verið að leigja sig í margvíslegum tilgangi. Stundum eru karlmenn að leigja hann sem áttu ekki pabba og vilja þá prófa að tala við eldri karlmann. Þá er þetta farið að hljóma eins og sálfræðitími.“ „Hann nefndi líka að sumir karlar væru að fá hann til að hjálpa sér að taka til í íbúðinni. Fá sig ekki til að gera það einir en um leið og það er einhver annar með þá geta þeir tekið til og þrifið og gert íbúðina fína.“ „Sumir eru kannski að fara að flytja og eiga eftir að pakka. Þá henda þeir í neyðarleigu og hann mætir og hjálpar til,“ segir Stefán. Maðurinn var opinn fyrir öllu sem Stefán lagði til. Hér eru þeir í körfuboltaleik í spilasalnum.Aðsent „Það er líka af því að þó Tókýo sé stærsta borg í heimi, 38 milljón manns, þá er fólk rosalega feimið við að vera séð eitt á ferð, eitt í bíó, eitt í leikhúsi, eitt úti að borða. Það eru allir mjög hræddir við að verða litnir hornauga.“ Frekar en að fólk láti sjá sig eitt úti að borða sé betra að leigja sér einhvern til að veita sér félagsskap. Inni á vefsíðu Ossan rentaru er hægt að skoða karlana sem eru í boði og flokka þá eftir eiginleikum. Sumir eru mjög sérhæfðir, aðrir alls ekki. „Margir á síðunni eru með einhver tögg á sér: Ég er góður í að setja saman húsgögn eða Ég þekki japanska ríkið inn og út og get hjálpað til með opinbera pappíra. Svo eru aðrir sem eru bara Ég drekk mikinn bjór og er til í að gera það með þér,“ segir Stefán „Þannig þetta er allt frá því að vera praktísk aðstoð yfir í að þig langar á djammið en það er enginn til að djamma með.“ Svona lítur heimasíða Ossan rentaru út. Þeir sem kunna ekki japönsku skilja auðvitað ekkert sem stendur nema töluna 1000. Það kostar þúsund jen á klukkutímann að leigja miðaldra karl.Aðsent „Karlinn sagði mér að margir í þessari þjónustu velji það að koma fram undir nafnleysi og einhvers konar andlitsleysi, það er sýni engar myndir og leyfi ekki myndatökur,“ segir Stefán. „Það má alveg búast við því að sumir séu að reyna að vernda aðeins persónuna.“ Ef þig vantar ráð þá leitarðu til miðaldra karla Miðaldra konur eru ekki jafn vinsælar til útleigu og karlar. Allavega hefur Stefán ekki heyrt af slíkri leigu. Fari maður neðar í aldri nálgast maður vafasamari þjónustu. Er þá hægt að leigja fólk á öðrum aldri, ungt fólk eða konur á miðjum aldri? „Ekki í þessari mynd. Ég held að þetta sé ákveðinn brautryðjandi í svona leigu,“ segir Stefán. „Ég held að það sé einhver ímynd að ef þig vantar ráð í Japan þá leitarðu til miðaldra karla.“ „Það kom mér á óvart að karlinn nefndi að hans kúnnahópur eru sirka til helminga konur og karlar. Ég hefði ekki búist við því.“ Ungur nemur, gamall temur.Aðsent „Ég hef ekki séð svona leigu fyrir miðaldra konur, það gæti alveg verið að það sé til en ég hef ekki séð það,“ segir Stefán og bætir við „Svo er hægt að leigja yngra fólk en þá ertu kominn nær einhvers konar vændi.“ „Það er til svokölluð host-menning í Japan. Ef maður fer niður í rauðu hverfin í Tókýó þá eru oft uppstrílaðir gaurar í þröngum jakkafötum með hárið túperað. Þú getur farið og fengið þér nokkra drykki með þeim. Það er svokallað host og þá ertu kominn á dekkri svæði.“ Iðjulausir eldri borgarar Það vakna margar spurningar um þessar leigur á fólki. Fyrst og fremst hvernig svona leiguþjónusta verður til en ekki síst hvaða fólk það er sem fæst til að sinna vinnunni. Hvernig ákveður fólk að fara út í svona þjónustu? „Ég held að langstærsti hluti Japana hætti að vinna 65 ára. Hvað margar konur varðar þá eru þær í raun hættar að vinna löngu fyrir það. Sem þýðir að það er örugglega þriðjungur landsins á besta aldri en ekki í vinnu.“ „Japan hefur svarað því með því að búa til alls konar opinber störf,“ segir Stefán. „Á labbinu heim úr vinnu geng ég framhjá vegaframkvæmdum þar sem eru kannski fimmtíu manns að vinna við að malbika stuttan vegabút. Ástæðan er sú að það er verið að búa til störf.“ Við slíkar framkvæmdir séu oft nokkrir karlar sem eru komnir á eftirlaun en taka fjögurra til sex tíma vakt í vegavinnu til að komast út úr húsi. Meðal leikjanna sem strákarnir spiluðu var hinn sívinsæli Mario KartAðsent En ef þetta fólk getur unnið lengur hvers vegna er það að hætta? „Það er ekki menning fyrir því að þú vinnir eins mikið og þig langar. Það er svo mikil menning í Japan að allir séu í sama formi og enginn sé öðruvísi,“ segir Stefán. „Ef það væri einhver áttræður að vinna ennþá á skrifstofunni eða í „hefðbundnu starfi“ þá myndi það vekja athygli og oft er það eitthvað sem Japanir vilja ekki, að vekja athygli á sér. Hvort sem fólk langar það eða ekki er þetta lenskan, að fólk hætti vinnu.“ Þúsund krónur á tímann En aftur að stjörnu greinarinnar, hinum góða miðaldra manni. Hvað kom til að Stefán valdi hann fram yfir aðra miðaldra menn? „Hann virtist hress og skemmtilegur,“ segir Stefán. „Ég sá nokkra sem voru búnir að blörra út andlitið. Svo voru sumir sem sögðu Ég er aðallega í bókhaldi. Sumir eru með Þetta er það sem ég er góður í en er svo til í allt eða eitthvað svoleiðis.“ Félagarnir tveir á góðri stundu. Að sögn Stefáns áttu þeir frábæran dag, ræddu saman, léku sér í spilasal og fóru út að borða saman.Aðsent Stefán segir að það sé fyndið að þýða vefsíðu Ossan rentaru með Google Translate. Allir karlarnir eru með eina lýsandi fyrirsögn og tekur hann einn sem dæmi. Sá var titlaður Góður hlustandi og fyrir þúsundkall á tímann var sá tilbúinn að hlusta. „Þessi kall var bara mjög opinn og var til í að ég myndi taka þetta upp,“ segir Stefán um manninn sem hann valdi. Er gangverðið þúsund kall á tímann? „Ég held að það séu allir í því. Þetta er þúsund yen sem er tæpur þúsund kall íslenskra króna. Það er nokkuð nálægt því að vera lágmarkslaun, eins og að vinna í byrjunarstöðu í þjónustustarfi,“ segir Stefán. „Svo kemur inn í það að við fórum út að borða og ég borgaði það. Þannig að kúnninn borgar allan kostnað.“ Gæðastundir með góðum félaga Stefán og maðurinn áttu mjög góðan dag. Þeir fóru í spilasalinn saman, í pílu og út að borða. Þá opnaði maðurinn sig um ýmislegt. „Hann var mjög hress og við áttum mjög góðan dag. Við fórum í alls konar leiki, hann var til í allt,“ segir Stefán. „Ég var með einn félaga minn, Íslending, á myndavélinni þannig við vorum í rauninni bara þrír saman að chilla. Við fórum í svona spilasal, fórum í Mario Kart, körfubolta og trommuleik. Fórum svo í pílu og út að borða.“ „Við tókum Purikura sem er þannig að þú ferð í myndakassa og það er búið að setja filter sem gerir hökuna minni og augun stærri. Það koma allir útlítandi eins og einhverjar geimverur.“ Stefán og maðurinn taka mynd af sér í Purikura-myndaklefa.Aðsent „Þetta stendur fyrir print-club. Japanir eru mikið í því að stytta orð. Ef þú myndir segja þetta á ensku þá væri það purint-kurab svo stytta þeir það í Purikura. Þetta er bara mjög basic að gera á deiti, að fara í myndakassann.“ Var hann eitthvað að opna sig um sitt líf? „Hann nefndi orðið hikikomori sem er félagslegt fyrirbæri í Japan. Það er innilokað fólk. Innilokunarsyndróm sem byrjar þannig að fólk er heima hjá sér í tvær vikur og byrjar svo að byggja upp ótta við að fara út og ótta við það hvernig aðrir líta á þig,“ segir Stefán. „Áður en þú veist af eru tvö ár liðin og þú ert ennþá inni hjá þér.“ Stefán segir að maðurinn hafi verið að vinna heima hjá sér í freelance-starfi sem vöruhönnuður fyrir gömlu vinnuna sína. Af því hann var bara heima hjá sér fann hann að hann væri að verða að hikikomori. Þess vegna hafi hann ákveðið að skrá sig á síðuna. „Hann er núna búinn að vera að gera þetta í eitt ár og talaði mjög vel um þetta. Hann opnaði sig um að þetta væri mjög mikið að hjálpa sér,“ segir Stefán. Karlinn sem Stefán leigði vildi ekki einangrast félagslega og ákvað því að skrá sig hjá Ossan rentaru.Aðsent Hann er þá jafnvel að hjálpa öðrum sem þjást af hikikomori? „Algjörlega. Sumir eru í mjög praktískum tilgangi, setja saman húsgögn, en aðrir vilja einfaldlega einhvern til að tala við. „Ég sá einn geggjaðan prófíl á þessari síðu sem var maður sem sagði Ég ætla ekkert að vera að predika yfir þér en ég skal hlusta á þig og drekka með þér bjór. Þannig hann er kannski að stíla inn á fólk sem hefur verið að leigja og fær alltaf predikun en nennir ekki að sitja lengur undir tuði.“ Hvað veldur því að svona þjónusta verður til? „Ég hef alltaf lýst þessu sem útvistun á nánd,“ segir Stefán og bætir við „Þú getur farið hefðbundna leið að stunda félagslíf til að kynnast manneskju og byrja saman og allt það. Eða þú getur borgað þrjú þúsund kall og faðmað manneskju eða lesið saman teiknimyndasögu.“ „Auðvitað er líka til vændi hérna. Rauðu hverfin í Japan eru þekkt fyrir alla fimmtíu skuggana af gráum. En það er líka til nánd. Sumir leigja sér manneskju til að hreinsa á sér eyrun af því það er eitthvað sem mamma viðkomandi geðri. Þá ertu kominn í aðeins öðruvísi leigu.“ „Eins og margir vinir mínir í Tókýo, fólk sem ég var með í menntaskóla í skiptináminu. Þau eru tiltölulega nýkomin inn á vinnumarkaðinn og eru að vinna ellefu til tólf tíma á dag. Mörg þeirra eiga maka en maður getur ímyndað sér að ef fólk er alveg að kafna í vinnu og hefur engan tíma fyrir félagslíf þá getur verið freistandi að útvista því.“ Stefán fór með manninum í pílu og hafði greinilega gaman að.Aðsent Alltaf eitthvað skrítið að gerast í Tókýó Stefán býr með konu sinni, japanska innanhúshönnuðinum Sherine Otomo Bouhafs, í Tókýó. Þau kynntust þegar Stefán fór í skiptinám árið 2011 til Sapporo. Eftir að hafa búið saman í fimm ár á Íslandi eru þau flutt til Japan og eiga von á sínu fyrsta barni. Stefán sem útskrifaðist af leikarabraut LHÍ árið 2021 starfar þar sem leikari og fær nóg af fyndnum hlutverkum. Stefán og Sherine eiga von á sínu fyrsta barni. Þau kynntust fyrst árið 2011.Aðsent „Ég er leikari hérna í Tókýó og maður er alltaf í einhverju skrítnu,“ segir Stefán. „Ég var í svona Tekinn-þætti, hjá japanska Audda Blö. Þannig ég var með japanskan leikstjóra í öðru eyranu og hann var að segja mér setningar á japönsku sem ég snaraði yfir á ensku. Ég var að leika ameríkana sem kunni ekkert í japönsku. „Tókýó er uppfull af alls konar svona tækifærum, skrýtnu stöffi og það er allt fyrir alla. Maður getur fundið hvað sem er hérna. Hvað það varðar er Tókýó mjög áhugaverð og skemmtileg borg.“
Japan Grín og gaman Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stefán hefur tekið upp yfir 70 myndbönd á ferð sinni um heiminn Kvikmyndagerðamaðurinn Stefán Þór Þorgeirsson frumsýnir nýja heimildarmynd: A Martian Guide to Tokyo, þar sem hann ferðast um Tokyo, höfuðborg Japan, og segir frá helstu matarvenjum, afþreyingu og menningu. 14. desember 2017 15:30 Undirbjó Japansferð í tvö ár en kemst hvergi „Mig langar mjög mikið að fara núna. Ég hef verið að búa mig undir þessa ferð í tæplega tvö ár,“ segir Stefán Þór Þorgeirsson, nemi við Menntaskólann í Reykjavík. 17. mars 2011 07:00 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Stefán hefur tekið upp yfir 70 myndbönd á ferð sinni um heiminn Kvikmyndagerðamaðurinn Stefán Þór Þorgeirsson frumsýnir nýja heimildarmynd: A Martian Guide to Tokyo, þar sem hann ferðast um Tokyo, höfuðborg Japan, og segir frá helstu matarvenjum, afþreyingu og menningu. 14. desember 2017 15:30
Undirbjó Japansferð í tvö ár en kemst hvergi „Mig langar mjög mikið að fara núna. Ég hef verið að búa mig undir þessa ferð í tæplega tvö ár,“ segir Stefán Þór Þorgeirsson, nemi við Menntaskólann í Reykjavík. 17. mars 2011 07:00