Elsti leikmaður NBA deildarinnar segir þetta gott Árni Jóhannsson skrifar 28. júlí 2023 22:30 Udonis Haslem átti langan og farsælan feril í NBA deildinni. AP Elsti leikmaður NBA deildarinnar, Udonis Haslem leikmaður Miami Heat, hefur sagt þetta gott og lagt skóna á hilluna eftir 20 tímabil í NBA deildinni. Haslem spilaði allan sinn feril með Miami Heat og vann þrjá titla með félaginu. Haslem sem í dag er orðinn 43 ára spilaði annað hvort sem kraftframherji eða miðherji í mörgum frábærum liðum sem Miami Heat tefldi fram á undanförnum tveimur áratugum. Hann var ekki valinn í nýliðavalinu en gekk til liðs við Heat og er talinn af mörgum holdgervingur þeirrar menningar sem einkennt hefur liðið frá South Beach og kallað er „Heat culture“ enda fyrirliði liðsins. Haslem er besti frákastari í sögu Miami Heat en á 20 ára ferli sínum tók hann í heild 5791 frákast en að meðaltali skilaði hann 6,6 fráköstum að meðaltali í leik. Þá skoraði hann 7,5 stig að meðaltali og gaf 0,8 stoðsendingar í 879 leikjum. Eins og fram hefur komið þá vann Haslem þrjá NBA titla en fyrsti kom í hús árið 2006 en þá voru aðalstjörnur liðsins Dwayne Wade og Shaquille O´Neal. Seinni tveir titlanir voru svo unnir árin 2012 og 2013. Þá var Wade enn í stóru hlutverki hjá liðinu en það var búið að hlaða heldur betur utan um hann en Lebron James, Chris Bosh og Ray Allen spiluðu allir með liðinu. Þá tók hann þátt í úrslitaeinvíginu gegn Denver Nuggets á liðnu tímabili og varð þar með sá elsti til að spila í úrslitum deildarinnar. Udonsi Haslem naut góðs af því að spila með öllum þessum frábæru leikmönnum og hefur Miami Heat sagt að treyja hans, númer 40, muni verða hengd upp í rjáfur leikvallar liðsins í komandi framtíð. Haslem kvaddi aðdáendur sína og liðsins með færslu á samfélagsmiðlum sem má lesa hér að neðan. Forever a #HEATLegend pic.twitter.com/zb79Rm4bG4— Miami HEAT (@MiamiHEAT) July 28, 2023 NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Haslem sem í dag er orðinn 43 ára spilaði annað hvort sem kraftframherji eða miðherji í mörgum frábærum liðum sem Miami Heat tefldi fram á undanförnum tveimur áratugum. Hann var ekki valinn í nýliðavalinu en gekk til liðs við Heat og er talinn af mörgum holdgervingur þeirrar menningar sem einkennt hefur liðið frá South Beach og kallað er „Heat culture“ enda fyrirliði liðsins. Haslem er besti frákastari í sögu Miami Heat en á 20 ára ferli sínum tók hann í heild 5791 frákast en að meðaltali skilaði hann 6,6 fráköstum að meðaltali í leik. Þá skoraði hann 7,5 stig að meðaltali og gaf 0,8 stoðsendingar í 879 leikjum. Eins og fram hefur komið þá vann Haslem þrjá NBA titla en fyrsti kom í hús árið 2006 en þá voru aðalstjörnur liðsins Dwayne Wade og Shaquille O´Neal. Seinni tveir titlanir voru svo unnir árin 2012 og 2013. Þá var Wade enn í stóru hlutverki hjá liðinu en það var búið að hlaða heldur betur utan um hann en Lebron James, Chris Bosh og Ray Allen spiluðu allir með liðinu. Þá tók hann þátt í úrslitaeinvíginu gegn Denver Nuggets á liðnu tímabili og varð þar með sá elsti til að spila í úrslitum deildarinnar. Udonsi Haslem naut góðs af því að spila með öllum þessum frábæru leikmönnum og hefur Miami Heat sagt að treyja hans, númer 40, muni verða hengd upp í rjáfur leikvallar liðsins í komandi framtíð. Haslem kvaddi aðdáendur sína og liðsins með færslu á samfélagsmiðlum sem má lesa hér að neðan. Forever a #HEATLegend pic.twitter.com/zb79Rm4bG4— Miami HEAT (@MiamiHEAT) July 28, 2023
NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira