Hver á lottómiða og 750 milljónir króna? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. júlí 2023 12:02 Spánverjar eru gríðarlega virkir lottóspilarar og lottósölubása er að finna á öðru hvoru götuhorni í borgum og bæjum landsins. Oscar J. Barroso/Getty Images Tveir bræður á Norðvestur-Spáni eru sakaðir um að hafa stolið lottómiða sem á hafði fallið fyrsti vinningur að andvirði 750 milljónum króna í spænska lottóinu. Saksóknari krefst sex ára fangelsis yfir bræðrunum. Lottómiðasalinn þóttist eiga vinningsmiðann Þann 30. júní árið 2012 féll fyrsti vinningur í spænska lottóinu á einn miða, tæpar fimm milljónir evra, andvirði um 750 milljónir íslenskra króna. Þremur dögum síðar kom Manuel Reija með vinningsmiðann til Spænskrar getspár í Gallisíu-héraði á Spáni. Þar var hann samþykktur og stimplaður. Sá sem það gerði var yfirmaður Spænskrar getspár og reyndar bróðir Manuels. Manuel þessi rak í þokkabót lottósölubás í La Coruña og þegar farið var að kanna betur ástæðu þess að einmitt lottósali hefði unnið stærsta vinninginn sagðist hann hafa fundið miðann daginn áður þegar hann var að loka. Einhver hefði hent honum eða skilið hann eftir. 317 manns vildu Lilju kveðið hafa Ári síðar birtist auglýsing í Lögbirtingablaði Gallisíu þar sem auglýst var eftir eiganda miðans. 317 manns gáfu sig fram og sögðust eiga miðann. Lögreglan hóf umfangsmikla rannsókn á málinu og árið 2019 taldi hún sig hafa fundið miðaeigandann. Það væri karlmaður á eftirlaunum, sem spilaði í öllum lottóum sem hægt er að spila í á Spáni og þau eru mörg. Hann spilaði alltaf á tölur sem tengdust merkisviðburðum í lífi sínu og þær komu einmitt allar upp í þessum drætti. Ítarleg rannsókn leiddi ennfremur í ljós að hann keypti alltaf miða í versluninni þar sem vinningsmiðinn var seldur og hafði einmitt farið í lottóbásinn hjá Manuel tveimur dögum eftir dráttinn með slatta af miðum, beðið um að farið yrði yfir þá og fengið að vita að því miður væri enginn vinningur á miðunum. Lögreglan telur sig vita hver vinningshafinn sé Niðurstaða lögreglunnar var því afdráttarlaus; hinn spilaglaði eftirlaunaþegi væri réttmætur eigandi andvirði 750 milljóna íslenskra króna. Réttarhöld eru hafin yfir bræðrunum peningagráðugu og krafist er 6 ára fangelsis yfir báðum. Hið sorglega er svo það að eftirlaunaþeginn sem datt í lukkupottinn, lést árið 2014, tveimur árum eftir að hafa unnið, fullkomlega óafvitandi um þennan háa vinning. Dóttir hans freistar þess nú að fá vinninginn greiddan út. Það gera reyndar 317 aðrir sem enn halda því fram að þeir hafi átt miðann. Þess má geta að HBO frumsýndi fyrr í þessum mánuði þriðja þátta heimildamyndaröð um þetta undarlega mál. Hún heitir Se busca millionario eða Lýst eftir milljónamæringi. Spánn Fjárhættuspil Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Lottómiðasalinn þóttist eiga vinningsmiðann Þann 30. júní árið 2012 féll fyrsti vinningur í spænska lottóinu á einn miða, tæpar fimm milljónir evra, andvirði um 750 milljónir íslenskra króna. Þremur dögum síðar kom Manuel Reija með vinningsmiðann til Spænskrar getspár í Gallisíu-héraði á Spáni. Þar var hann samþykktur og stimplaður. Sá sem það gerði var yfirmaður Spænskrar getspár og reyndar bróðir Manuels. Manuel þessi rak í þokkabót lottósölubás í La Coruña og þegar farið var að kanna betur ástæðu þess að einmitt lottósali hefði unnið stærsta vinninginn sagðist hann hafa fundið miðann daginn áður þegar hann var að loka. Einhver hefði hent honum eða skilið hann eftir. 317 manns vildu Lilju kveðið hafa Ári síðar birtist auglýsing í Lögbirtingablaði Gallisíu þar sem auglýst var eftir eiganda miðans. 317 manns gáfu sig fram og sögðust eiga miðann. Lögreglan hóf umfangsmikla rannsókn á málinu og árið 2019 taldi hún sig hafa fundið miðaeigandann. Það væri karlmaður á eftirlaunum, sem spilaði í öllum lottóum sem hægt er að spila í á Spáni og þau eru mörg. Hann spilaði alltaf á tölur sem tengdust merkisviðburðum í lífi sínu og þær komu einmitt allar upp í þessum drætti. Ítarleg rannsókn leiddi ennfremur í ljós að hann keypti alltaf miða í versluninni þar sem vinningsmiðinn var seldur og hafði einmitt farið í lottóbásinn hjá Manuel tveimur dögum eftir dráttinn með slatta af miðum, beðið um að farið yrði yfir þá og fengið að vita að því miður væri enginn vinningur á miðunum. Lögreglan telur sig vita hver vinningshafinn sé Niðurstaða lögreglunnar var því afdráttarlaus; hinn spilaglaði eftirlaunaþegi væri réttmætur eigandi andvirði 750 milljóna íslenskra króna. Réttarhöld eru hafin yfir bræðrunum peningagráðugu og krafist er 6 ára fangelsis yfir báðum. Hið sorglega er svo það að eftirlaunaþeginn sem datt í lukkupottinn, lést árið 2014, tveimur árum eftir að hafa unnið, fullkomlega óafvitandi um þennan háa vinning. Dóttir hans freistar þess nú að fá vinninginn greiddan út. Það gera reyndar 317 aðrir sem enn halda því fram að þeir hafi átt miðann. Þess má geta að HBO frumsýndi fyrr í þessum mánuði þriðja þátta heimildamyndaröð um þetta undarlega mál. Hún heitir Se busca millionario eða Lýst eftir milljónamæringi.
Spánn Fjárhættuspil Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira