Heimsmeistarinn muni fá á sig refsingu Aron Guðmundsson skrifar 28. júlí 2023 16:00 Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 Vísir/Getty Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 og forystusauðurinn í stigakeppninni á yfirstandandi tímabili mun fá fimm sæta refsingu fyrir komandi kappakstur á Spa Francorchamps brautinni í Belgíu sem fram fer á sunnudaginn. Refsinguna hlýtur Verstappen vegna þess að skipt verður um gírkassa í Red Bull bíl hans fyrir keppni og því verður það ljóst eftir tímatökur síðar í dag hvar heimsmeistarinn mun verða staðsettur á rásröðinni á sunnudaginn. Það er Sky Sports sem greinir frá vendingunum en þær hafa ekki verið staðfestar af Alþjóða akstursíþróttasambandinu. Búist er við afar krefjandi aðstæðum á Spa Francorchamps brautinni um helgina, rigningu sem mun gera ökumönnum erfitt fyrir á þessari hröðu braut. Í regluverki Formúlu 1 er kveðið á um að skipta megi um gírkassa í hverjum og einum bíl alls fjórum sinnum yfir eitt tímabil, Verstappen er fyrsti ökumaðurinn sem mun fá fimmta mismundandi gírkassann í bíl sinn á yfirstandandi tímabili. Þó má ætla að í herbúðum Red Bull Racing séu menn ansi rólegur yfir þessari fimm sæta refsingu. Verstappen hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á yfirstandandi tímabili í besta bílnum á rásröðinni og hefur búið sér til 110 stiga forystu á toppi stigakeppni ökumanna. Komandi keppnishelgi í Belgíu er sú síðasta fyrir sumarfrí í Formúlu 1, þar að auki er um sprettkeppnis helgi að ræða og því má búast við nóg af dramatík á blautri Spa Francorchamps um helgina. Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Refsinguna hlýtur Verstappen vegna þess að skipt verður um gírkassa í Red Bull bíl hans fyrir keppni og því verður það ljóst eftir tímatökur síðar í dag hvar heimsmeistarinn mun verða staðsettur á rásröðinni á sunnudaginn. Það er Sky Sports sem greinir frá vendingunum en þær hafa ekki verið staðfestar af Alþjóða akstursíþróttasambandinu. Búist er við afar krefjandi aðstæðum á Spa Francorchamps brautinni um helgina, rigningu sem mun gera ökumönnum erfitt fyrir á þessari hröðu braut. Í regluverki Formúlu 1 er kveðið á um að skipta megi um gírkassa í hverjum og einum bíl alls fjórum sinnum yfir eitt tímabil, Verstappen er fyrsti ökumaðurinn sem mun fá fimmta mismundandi gírkassann í bíl sinn á yfirstandandi tímabili. Þó má ætla að í herbúðum Red Bull Racing séu menn ansi rólegur yfir þessari fimm sæta refsingu. Verstappen hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á yfirstandandi tímabili í besta bílnum á rásröðinni og hefur búið sér til 110 stiga forystu á toppi stigakeppni ökumanna. Komandi keppnishelgi í Belgíu er sú síðasta fyrir sumarfrí í Formúlu 1, þar að auki er um sprettkeppnis helgi að ræða og því má búast við nóg af dramatík á blautri Spa Francorchamps um helgina.
Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira