Innlent

Nafn mannsins sem lést í sjó­slysinu í Njarð­vík

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Maðurinn hét Hörður Garðarsson fæddur árið 1958.
Maðurinn hét Hörður Garðarsson fæddur árið 1958. Getty

Lögreglan á Suðurnesjum hefur greint frá nafni mannsins sem lést í sjóslysinu í Njarðvík þann 22. júlí síðastliðinn. Maðurinn hét Hörður Garðarsson.

Í tilkynningu lögreglu kemur fram að Hörður hafi verið fæddur árið 1958 og búsettur í Reykjavík. Hann lætur eftir sig fjögur börn, þrjú þeirra uppkomin.

Hörður var annar tveggja manna sem féllu í sjóinn eftir að sportbátur sökk út af Njarðvíkurhöfn. Var hann úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur málið til rannsóknar og er sú rannsókn á frumstigi.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, tjáði fréttastofu á þriðjudag að líðan mannsins sem lifði slysið af væri nokkuð góð eftir atvikum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×