Metið setti Harila þegar hún náði á topp fjallsins K2 í morgun. Aðstæður á þessu næst hæsta fjalli heims þykja ekki góðar í ár og hafa margir hætt við að reyna við toppinn. Síðustu sex hundruð metrarnir á K2 reyndust sérstaklega erfiðir og tímafrekir.
Í viðtali við NRK í morgun, þar sem hún var stödd á fjallinu, sagði Harila að gífurlega hættulegt væri að fara niður fjallið en hún hefði trú á því að þeim myndi takast það án vandræða.
Hún sagði líka að hún ætlaði ekki að byrja að hugsa um metið sem þau hefðu slegið fyrr en þau væru komin úr hættu.
„Við verðum að einbeita okkur,“ sagði Harila. „K2 er enginn brandari.“

Allir tindarnir átta eru í Himalaja- og Karakoram-fjallgörðunum í Asíu. Tindarnir heita Everest, K2, Kanchenjunga, Lhotse, Makalu, Cho Oyu, Dhaulagiri, Manaslu, Nanga Parbat, Annapurna, Gasherbrum I, Gasherbrum II, Broad Peak og Shishapangma.
Ítalinn Reinhold Messner var fyrstur til að ná þessum áfanga og það gerði hann árið 1986 og án súrefnistanka. Fyrsta konan til að gera það var hin spænska Edurne Pasaban og gerði hún það árið 2010.