Óvissa um framtíð Jóns í starfi: „Neita að tjá mig um það“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júlí 2023 09:39 Jón Sveinsson, þjálfari Fram. Vísir/Diego Daði Guðmundsson, rekstrarstjóri knattspyrnudeildar Fram, neitar að tjá sig um það hvort þjálfaramál karlaliðs félagsins séu til skoðunar. Í bili hið minnsta eins og hann tjáði Vísi. Vefsíðan Fótbolti.net greindi frá því í gær að stjórn knattspyrnudeildar Fram hefði mætt til krísufundar eftir skell sem Framliðið fékk í leik á útivelli gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í gær. Fram situr í fallsæti nú þegar að liðið hefur leikið sautján leiki á yfirstandandi tímabili, hefur tapað fjórum leikjum í röð í deild og hefur í þokkabót ekki tekist að skora mark í þeim fjórum leikjum. Daði vill ekki taka svo djúpt í árina að um krísufund hafi verið að ræða hjá stjórn knattspyrnudeildar Fram í gærkvöld en að vissulega hafi stjórnin rætt saman. „Stjórnin talaði saman eftir leik, bara líkt og eftir flesta leiki liðsins en ég get ekki sagt beint að um einhvern krísufund hafi verið að ræða,“ segir Daði í samtali við Vísi. Í frétt Fótbolti.net frá í gær er því haldið fram að stjórn félagsins hafi ákveðið að ráðast í breytingar, það er að segja skipta um þjálfara hjá karlaliðinu. Eru þjálfaramálin til skoðunar hjá ykkur? „Ég ætla eiginlega að fá að neita því að tjá mig um það, í bili,“ svarar Daði Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fram. Allir þurfti að líta inn á við Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var til viðtals á Stöð 2 Sport eftir tapið gegn Stjörnunni í gær þar sem hann var spurður út í stöðuna hjá liðinu sem og andleysið sem virðist ríkja í kringum liðið. „Við þurfum bara að fara líta inn á við. Bæði við, leikmenn og þeir sem eru í kringum þetta og velta fyrir okkur hvernig við getum snúið þessu við,“ sagði Jón eftir tapið gegn Stjörnunni í gær. „Það er enginn spurning um að við höfum gæðin til þess, leikmenn til þess en þegar að sjálfstraustið er lítið og hlutirnir ekki að detta með þér, þá er oft stutt í uppgjöfina og við verðum einhvern veginn að finna leið út úr því.“ Jón Þórir tók við stjórnartaumunum hjá Fram haustið 2018. Tímabilið 2021 náði liðið mögnuðum árangri undir hans stjórn í Lengjudeildinni þegar að sæti í efstu deild var tryggt með taplausu tímabili þar sem Fram setti stigamet í deildinni. Á sínu fyrsta tímabili í endurkomu í efstu deild í fyrra endaði Fram í níunda sæti Bestu deildarinnar og halaði inn 31 stigi það tímabilið. Ekki náðist í Jón Þóri, þjálfara Fram né Agnar Þór Hilmarsson, formann knattspyrnudeildar Fram við gerð fréttarinnar. Viðtalið við Jón Þóri frá því í gær má sjá í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Besta deild karla Fram Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Vefsíðan Fótbolti.net greindi frá því í gær að stjórn knattspyrnudeildar Fram hefði mætt til krísufundar eftir skell sem Framliðið fékk í leik á útivelli gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í gær. Fram situr í fallsæti nú þegar að liðið hefur leikið sautján leiki á yfirstandandi tímabili, hefur tapað fjórum leikjum í röð í deild og hefur í þokkabót ekki tekist að skora mark í þeim fjórum leikjum. Daði vill ekki taka svo djúpt í árina að um krísufund hafi verið að ræða hjá stjórn knattspyrnudeildar Fram í gærkvöld en að vissulega hafi stjórnin rætt saman. „Stjórnin talaði saman eftir leik, bara líkt og eftir flesta leiki liðsins en ég get ekki sagt beint að um einhvern krísufund hafi verið að ræða,“ segir Daði í samtali við Vísi. Í frétt Fótbolti.net frá í gær er því haldið fram að stjórn félagsins hafi ákveðið að ráðast í breytingar, það er að segja skipta um þjálfara hjá karlaliðinu. Eru þjálfaramálin til skoðunar hjá ykkur? „Ég ætla eiginlega að fá að neita því að tjá mig um það, í bili,“ svarar Daði Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fram. Allir þurfti að líta inn á við Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var til viðtals á Stöð 2 Sport eftir tapið gegn Stjörnunni í gær þar sem hann var spurður út í stöðuna hjá liðinu sem og andleysið sem virðist ríkja í kringum liðið. „Við þurfum bara að fara líta inn á við. Bæði við, leikmenn og þeir sem eru í kringum þetta og velta fyrir okkur hvernig við getum snúið þessu við,“ sagði Jón eftir tapið gegn Stjörnunni í gær. „Það er enginn spurning um að við höfum gæðin til þess, leikmenn til þess en þegar að sjálfstraustið er lítið og hlutirnir ekki að detta með þér, þá er oft stutt í uppgjöfina og við verðum einhvern veginn að finna leið út úr því.“ Jón Þórir tók við stjórnartaumunum hjá Fram haustið 2018. Tímabilið 2021 náði liðið mögnuðum árangri undir hans stjórn í Lengjudeildinni þegar að sæti í efstu deild var tryggt með taplausu tímabili þar sem Fram setti stigamet í deildinni. Á sínu fyrsta tímabili í endurkomu í efstu deild í fyrra endaði Fram í níunda sæti Bestu deildarinnar og halaði inn 31 stigi það tímabilið. Ekki náðist í Jón Þóri, þjálfara Fram né Agnar Þór Hilmarsson, formann knattspyrnudeildar Fram við gerð fréttarinnar. Viðtalið við Jón Þóri frá því í gær má sjá í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:
Besta deild karla Fram Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira